12.12.2011 01:31

Heimilið er þitt


Góða kvöldið :) 

Núna þegar Jóla hreingerningar tímabilið er gengið í garð og allir eru á fullu við að annað hvort skúra, skrúbba og bóna eða losa út eldri búslóðir fyrir nýtt líf í öðru landi eða bara losa sig við hið gamla er ekki vitlaust að huga líka að andlegri hreinsun á heimili okkar. 

Ég hef verið í svoddan hreinsun þessa dagana að taka gamla hluti og losa mig við þá og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið tilfinningagildi hlutir sem ekkert notagildi hafa geta haft fyrir manni. 

En eins er það óskaplega hreinsandi að taka út hluti sem tilheyra ekki lífi manns í dag. Dæmi bara að hreinsa út gamlar myndir frá fyrri samböndum eða samskiptum sem ekki tilheyra lífinu í dag. 

Taka gamlar flíkur sem maður notar aldrei eða hefur ekki notað í mörg ár og leyfa öðrum að njóta í gegnum hjálpastofnanir. 

Það er ákveðið frelsi í því að hafa ekkert dót að draga á eftir sér. Og satt að segja er ég nú ekki barna best í því að losa mig við hitt og þetta dót en batnandi fólki er best að lifa :) 

það kannst margir sjálfsagt við það að finna fyrir að einhver sé á heimili þeirra sem þeir hafa ekki boðið inn og þá fá tilfinninguna að það sé horft á þá en engin sést og svo framvegins. 

vakna upp við slæma drauma, finnst óþægilegt að labba um íbúðina i myrkri, Börn gráta upp úr svefni, vilja ekki sofa ein í herbergjunum sínum, skúffur og skápar eru opnir sem þú hélst þú hefðir lokað, óútskýranleg hljóð, hlutir týnast. 

Á meðan það er kannski í litlu mæli og sumum finnst í raun allt í lagi að hafa smá félagsskap og anda í sínu húsnæði, sérstaklega ef þú hefur á tilfinningunni að um jákvæða strauma sé að ræða. 

En það sem ég myndi mæla með þegar þessir hlutir eru farnir að valda þér óþægindum er að hreinsa út. 

Það þarf ekkert að kalla til miðil eða heilara eða hvað það er. Það þarf einungis að lýsa yfir eigin eignarétt og yfirráðasvæði upphátt. 

það er þrennt sem ég hef notað í mínu húsnæði og svo hef ég notað sumt af því líka í þeim húsum sem ég hef sofið í og fundist óþægilegt eða viljað hreinsa út áður en ég byrja að vinna þar. 

Við höfum ekkert að gera með orku annara að gera sem þyngja okkur eða valda óþægindum. 

ég vil útskýra þetta sem tilfinngaflækjur þeirra sem farnir eru. Tilfinningar eru orka og þar sem hafa gerst átakalegir hlutir eða persónulegir harmleikar. Eða einfaldlega viðkomandi sem bjó þar tók ekki til í sálartetrinu sínu verða eftir tilfinningalegar flækjur. 

Stundum eru sálir ekki tilbúnar að halda áfram þar sem þær þurfi að takast á við og gera upp líf sitt, halda kyrru fyrir. 

Annars finnst mér alltaf að hver verði að hafa sinn skilning á því hvað gerist á þessari leið og allt gott og blessað um það að segja. 

En er kemur að hreinsun híbýla þá mæli ég með 3 leiðum. 

1. Ganga um íbúðina þína og segja upphátt Ég bý hér þetta er mitt heimili og það á engin að vera hér sem ég hef ekki boðið að vera. Allir þeir sem ekki hafa fengið leyfi til að vera hér skulu yfirgefa íbúðina. Það að fá utan aðkomandi til "að hreinsa út" er sjálfsagt gott og blessað. En Þú verður að lýsa yfir eigin yfirráðum á eigin heimili. Þú stjórnar þar hverjir eru velkomnir. Ekki utanaðkomandi aðilar sem koma bara í heimsókn :) 


2. Sjá fyrir sér Net sem þú setur niður í jörðina undir húsið þitt og dregur svo upp í gegnum húsið og tekur allt sem er neikvætt með í netinu og uppfyrir húsið (gerir ekkert til þótt þú hreinsir líka til hjá öðrum ef þú ert í fjölbýli ) og þar fyrir ofan húsið sérðu fyrir þér hvernig þú breytir neikvæðri orku í hlutlausa. Ég nota stundum líka að sjá fyrir mér net jafnstórt og útihurðinn mín þannig að allir sem fara í gegnum útihurðina fara i gegnum smá hreinsun á neikvæðni. 

3. Og svo Bleika blaðran. Ég hef notað hana mjög mikið sérstaklega á barnið mitt og til að hreinsa út úr íbúðinni minni. Bleikur er litur kærleikans. Það sem ég geri er að ég sé fyrir mér bleika blöðru utan um barnið mitt eða mig sem ég stækka svo herbergi úr herbergi þangað til hún nær yfir alla íbúðina. En áður en ég stækka hana þá segi ég í huganum eða upphátt að engin megi koma inn í bleiku blöðruna nema ég og þeir sem undir mínu þaki eru. Eftir því sem ég stækka blöðruna yfir alla íbúðina þá hreinsa ég líka út þá sem ekki eiga þar að vera. 

Tek það að lokum fram að mér finnst í raun ekkert að því að hús hafi sál og mér dytti til dæmis ekki til hugar að reka út auka kött sem flækist stundum fyrir mér í íbúðinni. Og öll eigum við leiðbeinendur sem eru hjá okkur og aðstoða okkur. 

En þegar Þetta er farið að valda okkur óþægindum og hafa áhrif á líðan okkar á eigin heimili þá er þetta komið gott og tími til að koma hlutunum á hreint hver á heima þarna og hver ekki. 







30.11.2011 16:09

Reiki námskeið 17-18 Desember

Reiki 1 námskeið og einkatímar í Desember

Til upplýsinga þá er  hægt að panta einkatíma hjá mér og er ég þá niður í  versluninni Gjafir jarðar.

Einkatíminn er rúmur klukkutími og í honum er Heilun, árulestur og svo spámiðlun með persónulegri leiðsögn.

Oft á tíðum fær ég upplýsingar um fylgjur og leiðbeinendur en hver tími er mjög einstaklingsbundinn að þessu leiti.

Ég nota nú að mestu næmni mína og innsæi en einnig Tarot og englaspil.

Það er hægt að panta tíma  og er það þá gert í 8673647 eða [email protected]


REIKI 1 Námskeið er planað helgina 17 - 18. Desember

Staðsetning námskeiðsins fer eftir fjölda þáttakenda og nánari upplýsingar til þeirra sem skrá sig.

Námskeiðið kostar 10.000 kr. 

Námskeiðið er í formi verklegrar kennslu og fræðslu,

Heilun og Námskeiðsgögn innifalinn.

Nánari upplýsingar eru í [email protected] eða í gsm 8673647

það er líka hægt að lesa upplýsingar á síðunni minni undir Heilun.

Hafðu það gott í dag og ævinlega

Hólmfríður

20.11.2011 21:40

20.11.2011 Dagur endurnýjunar :)

Það er serstakur dagur í dag :) 20.11.2011 sem gerir töluna 8 

8 er tala tækifæra og endurnýjunar. Með minni fæðingartölu 11 sem er meistara tala er tala dagsins 1 

1 er tala byrjunar og í dag var persónulegur afreka dagur þar sem ég útskrifaði mína fyrstu reikiheilara í dag. 


Ég stefni á að vera með að minnsta kosti 1 reikinámskeið í mánuði  í framhaldinu. 

Reiki er einföld leið til heilunar á öllum sviðum 

Stefni á næsta 1.stigs námskeið 3 og 4. des  


Reiki er óháð trú kyni, aldri og fyrri störfum. 



Hafðu það gott fyrir þig í dag 


Hólmfríður  

Reikimeistari og Kennari :) 









02.11.2011 01:52

Líður að Reiki námskeiðum

Góða kvöldið :) 


Ég þarf stundum að stilla mig um að dásama Reiki ekki um of  því þá trúir fólk mér varla. 

Mín saga með Reiki byrjaði fyrir 17 árum. 
Eftir ansi stormasaman tíma í lífi mínu var ég að vinna í rækjuvinnslu á Blönduósi í sumarfríi frá skólanum mínum.

Ég sá auglýsingu í Bæjarblaðinu sem hafði stórum stöfum auglýst REIKI námskeið. 

ég hringdi og spurðist fyrir og var nú frekar vantrúuð og eiginlega bara fannst þetta fáránlegt að þetta væri eitthvað sem ætti að vera mögulegt og til. 

Það sem kannski þarf að taka fram er að fólk og þá sérstaklega ungt fólk sem er andlega opið upplifir tilfinningar annara og atburði i kringum sig miklu sterkar en aðrir. 

tekur meira inn á sig og verður í raun að hafa ansi sterkan skráp eða geta aðskilið eigin tilfinningar frá öðrum. Samhyggðin er það mikil. 

Oft er opið fólk eftir því sem ég hef séð og skynjað með fínlegri orku..sem á auðveldara með að blandast orku annara. 

Það er mín skoðun að til þess að einstaklingi geti liðið vel þarf hann eða hún að hafa skýra jákvæða mynd af sjálfum sér óháð tilfinningum annara. 

þetta svo kallaða persónulega pláss (personal space) fyrir hugsanir okkar langanir tilfinningar. 

Og þá er ég alls ekki að segja að við ættum ekki að deila með öðrum. Við þurfum bara okkar pláss með okkur án þess að stjórnast af meðvirkni. 

Kynnast okkur til að við vitum á hvaða grunni við erum að byggja. Hvað er það sem við erum að deila með öðrum? 


En hvernig tengist þetta Reiki ? 

Ég tek það í raun sem sjálfsagðan hlut í dag að ég geti alltaf látið mér líða betur, ég fái alltaf aðstoð ef mig vantar lausn og ég geti alltaf lokað sári ef mig eða aðra blæðir. 

Þetta er svona einfalt. 

Og ég hef endalausan aðgang að orku til að byggja mig upp og deila með öðrum sem það vilja. 

Eins er ég varin og get varið mig gagnvart neikvæðum áhrifum, Og guð veit engin er fullkominn og síst ég. Er ekkert heilagari eða merkilegri en næsta manneskja. 

Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað hafa fleiri tækifæri til að gefa fólki Reiki á hin hefðbundna hátt. Á bekk með undir teppi með góðri hugleiðslu tónlist en á móti er ég ekki vön að fara hefðbundnar leiðir að neinu og gott að þekkja bæði. 

Sjáið til..það er jákvætt í öllu alveg sama hvað það er. 


Það er altaf lærdómur og tilgangur en undir okkur sjálfum komið að þekkja takmörk okkar og takmarkaleysi. 

Það er hellingur af sorglegum hlutum sem gerast í heiminum en hamingja skal ekki metin í aur eða tíma heldur í þeim kærleika sem hvert augnablik gefur þér 

Óháð kyni, trúarbrögðum, samfélagshóp, flokkum eða landi. 





18.10.2011 11:23

Reiki 1 námskeið og einkatímar í Nóvember

Það er góður dagur í dag :0)

Til upplýsinga þá er  hægt að panta einkatíma hjá mér og er ég þá niður í  versluninni Gjafir jarðar.

Einkatíminn er rúmur klukkutími og í honum er Heilun, árulestur og svo spámiðlun með persónulegri leiðsögn.

Oft á tíðum fær ég upplýsingar um fylgjur og leiðbeinendur en hver tími er mjög einstaklingsbundinn að þessu leiti.

Ég nota nú að mestu næmni mína og innsæi en einnig Tarot og englaspil.

Það er hægt að panta tíma  og er það þá gert í 8673647 eða [email protected]


REIKI 1 Námskeið er planað helgina 18-19. nóvember

Staðsetning námskeiðsins fer eftir fjölda þáttakenda og nánari upplýsingar til þeirra sem skrá sig.

Námskeiðið kostar 10.000 kr. 

Námskeiðið er í formi verklegrar kennslu og fræðslu,
Heilun og Námskeiðsgögn innifalinn.

Nánari upplýsingar eru í [email protected] eða í gsm 8673647

það er líka hægt að lesa upplýsingar á síðunni minni undir Heilun.

Hafðu það gott í dag og ævinlega

Hólmfríður

27.09.2011 00:14

Reiki 1 námskeið í Október

Reiki námskeið 1 stig verður Helgina 7 til 9 okt.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar eða taka þátt er velkomið að hafa samband í tölvupósti í [email protected] eða bara í síma 8673647

Þegar farið er á 1 stig í reikiheilun þá er opnað fyrir þann möguleika að heila sig sjálfur,og að aðrir geti dregið orku í gegnum okkur. Það er ansi magnað að hafa aðgang að allri þeirri alheimsorku sem líkami okkar og sál gæti hugsanlega vantað.

Heilun er í raun að gera heilt það sem hefur vegna álags eða annara orsaka hefur ekki náð að vera heilt og heilun fer fram á þann hátt að viðtakandi eða við sjálf drögum alheimsorkuna okkur til heilunar.

Það gengur allt fyrir orku alveg sama hvað það er. Það er einnig allt samansett úr orku. Með því að sækja okkur alheimsorku getum við hjálpað okkur sjálfum og öðrum sem það vilja að verða heil.

Stór orð ég veit það.

Ég hef lifað með Reiki í 17 ár og þessi leið hefur aðstoðað mig við að vinna úr ótrúlegustu hlutum og komið jafnvægi á tilfinningar mínar og líkama við ótrúlegustu aðstæður en lika bara við þetta daglega.

Reiki er hluti af mínu daglega lífi. Bara til dæmis ef ég fæ blóðnasir eins og gerðist í gær upp úr þurru var nóg að setja hendur yfir nefið á mér og það hætti að blæða innan 2 mín án þess að ég væri með bómul í nefinu.

Lagt hendur á hjartastöðina ef ég er eitthvað down eða rótarstöðina við túrverkjum. Og eins að það sé ekki dregin frá manni eigin orka.

Þetta er í raun bara brot af möguleikunum og þegar opnað hefur fyrir aðgang að reiki orkunni er hann alltaf til staðar.

Og þú sem ert búin að taka reiki eitt og jafnvel tvö en ert ekki að nota reiki reglulega fyrir sjálfa þig, þá er kominn tími á það :0)

Það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki unnið úr gömlum sárum og liðið vel með okkur sjálf.

Ef þetta er eitthvað sem þú hefðir áhuga á að kynnast þá er bara að setja sig í sambandi við mig.

Um er að ræða helgarnámskeið og það er skyldumæting á alla dagana reikna skal með fullum laugardegi og sunnudegi frá kl10 til 16

Námskeiðið kostar 10.000 kr. og er takmarkaður fjöldi til að byrja með.

Hver er tilfinninginn þegar þú lest orðið REIKI HEILUN tókstu smá kipp.. kannski er þetta hintið þitt að þú sért kominn á þann stað í lífinu að þetta sé næsta skrefið fram á við.

Hafðu það gott :)

Þeir sem vilja prófa að koma í reiki en ekki á námskeið geta pantað tíma hjá mér.

með reiki getum við :

                      Losað okkur við streitu,                                      
  • ·Losað okkur við verki,
  • ·Losað okkur við sjúkdóma,
  • ·Losað okkur við hræðslu,
  • ·Losað okkur við kvíða
  • ·Aukið innsæi okkar og næmi
  • ·Komið jafnvægi á orkustöðvarnar
  • ·Komið jafnvægi á innkirtla starfsemina,
  • ·Öðlast sjálfsöryggi,
  • ·Öðlast innri ró,
  • ·Aukið umburðarlyndi okkar


    Reiki 1 er fyrir fólk á öllum aldri og gerir til dæmis unglingum mjög gott eins og öllum öðrum.

    Ég gæti talað endalaust um Reiki og hversu gott það gerir en ætla að láta staðar numið og leyfa þér sem ert að lesa þetta að melta aðeins upplýsingarnar og ákveða hvort þinn tími sé kominn.

    Góða framtíð :)

    kveðja

    Hólmfríður Ásta


  • 21.09.2011 21:55

    Veturinn er Tíminn

    Jæja þá er loksins farið að dimma ..læðist upp að manni óvitandi en það leynir sér samt sem áður ekki.

    Það er búið að vera óvenju heitt haust og það heldur áfram. þetta er skrítinn vetur sem er framundan. Á meðan við heyrum af slæmum veðrum erlendis þá  er hér rigning vindur og blíða. Hitinn ætlar að halda áfram að vera nokkuð hár og það er ekki óvinsælt. Mikið vona ég að fólk noti þetta skammdegi sem ætlar að verða samt soldið hlýtt og hafi kósí tíma með sínum nánustu úti við.

    Við eigum soldið erfitt með okkur á þessum tíma þegar sólinn og D vítamínið sem fylgir henni fyllir okkur ekki lengur af orku allan sólahringinn. Tökum lýsi og höldum orku okkar uppi, ekki skemmir að taka jafnvel auka D vítamín.

    firðirnir verða óvenju snjólausir þennan vetur, og lengi verður hægt að fara upp á hálendi án þess að finna fyrir að það sé kominn vetur.

    Eitthvað verður í fréttum að jeppi eða fjallabíll lendir í háska vegna íss sem er að liðast í sundur eða hreinlega ekki nógu frosinn.

    Einhver gleðileg frétt kemur varðandi Gamla konu sem annað hvort vinnur lottóvinning eða gerir stærðar afrek sem vekur upp kærleiksorkuna.

    Við eigum eftir að fá helling af fréttum frá evrópu varðandi það til dæmis að Grikkir ákveði að gefa skít í evrópusambandi og láta sig hverfa þaðan. stjórninn vill vera inni en það verður hálfgerð bylting.. það sem hefur verið mótmælt í dag er ekkert á móti því sem koma skal. Það logar allt.

    Við íslendingar höfum það ósköp gott og á meðan við höldum þessu.."þetta reddast" " ég get allt " og "ég er bestur" viðhorfi þá eru engar hindranir annað en smá lærdóms póstur og egó stoppari.

    Við erum búin að taka út hrunið en evrópa er að blæða. Það verða mótmæli í þýskalandi á þinginu. Það eru ekki allir í þýskalandi sáttir við að þýskaland þurfi að bera í auknu mæli birðar fyrir óreiðu annara evrópulanda. Angela Merkel nær að bjarga sér en hennar stöðu verður virkilega hrist upp í.


    Við eigum framundan ósköp veðursælan vetur og góðan. Menning blómstrar og við erum alltaf að frétta meira og meira af íslendingum sem eru að spjara sig vel á sviði lista erlendis.

    Stundum er erfitt að vera bjartsýn.. og auðvelt er að sökkva sér í þá hugsun að aldrei verði neitt betra, að maður sé endalaust blankur og maður eigi aldrei pening..að þetta og hitt kosti of mikið.

    Eigum við ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi og vera bjartsýn :) Það er nokkuð ljóst að það er til fólk í heiminum sem hefur það miklu verr en við og ef okkur langar að vera á einhverjum ákveðnum stað þá er bara að stefna þangað. Það er ekkert of erfitt ef þig langar raunverulega að komast þangað. Veistu hvað þú raunverulega vilt?

    Ég hef ekki verið mikið að spá að undanförnu, Það hafa hreinlega aðrir hlutir átt huga minn og Ég hreinlega þurft smá pásu.

    Ég lauk þeim áfanga að geta kennt öðrum reiki sem ég vona að ég nái að gera í sem mestu mæli.

    Ég var að klára að lesa the secret í gær og er búin að lesa hana með nokkrum hléum. Þessi bók kom vel inn á punkta sem ég svo sem vissi alveg eins og sjálfsagt margir aðrir en gott að fá stafað ofan í mann.

    Það eru til milljón afsakanir fyrir því afhverju okkur líður eins og okkur líður eða afhverju við erum í þeirri stöðu sem við erum hver sem hún svo er.. en eins´og ég hef sjálfsagt sagt áður.. þetta er allt okkar eigin ábyrgð. Verum meðvituð um að vera jákvæð, bjartsýn, lausnahugsuð, horfum á hálf fulla glasið í stað þess tóma og virðum rétt annara til að vera þeir sjálfir alveg eins og við viljum að okkar réttur er virtur.

    Elskum okkur og njótum okkar deilum með öðrum kærleiknum og gleðinni sem hvert augnablik gefur möguleika til .

    Það er alltaf val.

    lifðu í lukku en ekki í krukku

    18.08.2011 23:08

    Hverjir eru Styrkleikar mínir? Þorir þú að spyrja ?

    Það er ofboðslega mikil neikvæðni oft í gangi, og Það er oft alltaf einhver tilbúin að benda okkur á hvað er að okkur, hvar við meigum bæta okkur og alls ekki vera of ánægð með þig eða árangur þinn. Það er litið hornauga og faldri aðdáun á þá sem Tala af ánægju um eigin árangur.

    Það er sem betur fer að koma meiri jákvæðni í liðið svona almennt. En við erum öll með einhverja manneskju í kringum okkur í fjölskyldunni eða nánasta umhverfi sem passar að þú verðir nú ekki of örugg/ur með þig svo þú gerir nú ekki mistök eða verðir ekki fyrir vonbrigðum því það er gefið að þú getir ekki fengið allt sem þú vilt og það gengur auðvitað ekki allt upp. Bíddu afhverju ekki?

    Ef hver og ein manneskja leggur sig fram við að ná sínum markmiðum og nýtir sér öll ráð sem í boði eru sé ég enga ástæðu til þess að viðkomandi verði fyrir vonbrigðum ..afhverju ættir þú að verða fyrir vonbrigðum með sjálfa þig ef þú veist sjálf að þú gerðir allt í þínu valdi. Það er engin ástæða til.

    Það er einfaldlega þannig að við stjórnum aldrei eða breytum öðrum og höfum engan rétt til þess og öfugt.

    Hættum að beina augum okkar að öðrum og finnum hvað er að.. beinum okkur að öðrum og sjáum styrkleika hvers og eins og látum vita hvað við sjáum.

    Hrós er ekki bara fyrir börninn okkar og svona þegar sjálfstrykingarnámskeiðinn fara af stað í vinnunni.

    Það er hálf sorglegt þegar þú færð ekki feed back á vinnuna þína fyrr en þú ert hætt eða vitir ekki hversu mikils vinir þínir meti þig af því við hrósu okkur eða tjáum okkur ekki nóg.

    Ákveðum bara að það sé í lagi að öðrum gangi vel alveg eins og það er í lagi að okkur gangi vel.

    verum ekki að eyða orku í að finna að öðrum, skoðum okkur sjálf, Styrkleika okkar og hvernig við getum nýtt þá til að gera líf okkar betra. Við fáum hellings tækifæri til að skoða veikleika okkar. En öll karaktereinkeni hafa sína plúsa og mínusa. En við ætlum ekki að einblína á hið neikvæða. Við erum í uppbyggingu. Og uppbygging er plús og upp á við svo við ætlum að hugsa jákvætt.


    Ég velti stundum fyrir mér afhverju við hræðumst að hrósa öðrum. Það fylgir því að opna sig og gera sig jafnfrant berskjaldan en .. hvað er slæmt við sjá það góða í öðrum og láta þá vita hvað við sjáum.

    Lyftum fólkinu í kringum okkur upp og hvetjum það áfram, og finnum innblástur í afrekum sem við sjáum gerast í kringum okkur. Ef einn getur þá geta allir. Allt spurning um viðleitni áhuga og vilja

    Hverjir eru styrkleikar þínir ertu traust ? jákvæð? barngóð? dugleg? stundvís? og svo hverjir eru styrkleikar þínir í vinnu, einkalífinu, og hvaða styrkleika ert þú að virkja.

    Hver viltu vera ? Einu takmarkanirnar sem til eru er þær sem við setjum upp sjálf. Og um leið og við látum takmarkanir okkar stjórna okkur komumst við ekkert áfram. En veistu hvað..ef við byggjum upp takmarkanir í huganum þá getum við líka tekið þær niður.

    Það er í raun engin leyndardómur á bakvið árangur í lífinu og sjálfum okkur annar en sá að við stjórnum þessu öllu sjálf með viðmóti hugsun og gerðum.

    Svo spurðu þig  "hverjir eru mínir styrkleikar?" og hvernig get ég notað þá mér til hagsbóta :)

    Það er ekkert að því að vera ánægð með þig, þú fæddist til að vera hamingjusöm/hamingjusamur

    08.08.2011 00:57

    Máttur hugans og æðruleysi

    Síðasta árið þá hef ég pælt mikið í Mátt hugans og trúarinar.

    Þegar ég tala um trú þá tengi ég það ekki endilega við trúarbrögð.

    Það er ákaflega mikilvægt að við trúum, á okkur sjálf, mátt okkar til að hafa áhrif á okkur sjálf og mátt okkar til að hafa áhrif á umhverfi okkar ásamt framtíð.

    Það byrjar allt og endar með okkur sjálfum. Líkami okkar og hugur er í raun bara verkfæri sálarinar til að taka út þann lærdóm sem þetta líf á að færa henni.

    það er með þessi verkfæri sem önnur að hægt er að gera hin ýmsu listaverk og nytjahluti ef beit er á réttan hátt, og endalaus verkefni sem leysa má. Auðvitað virka verkfærinn best þegar vel er haldið utan um þau og þeim haldið við, og jafnvel betri þegar þeim er beit af ákveðnum vilja og með tilgangi. Við æfum okkur endalaust með þessum verkfærum og náum betra valdi á þeirri sköpun og takmarkalausu möguleikum sem þau skapa okkur í lærdómi og sköpun.

    Það er engum að kenna eða nein afsökun nógu góð til að afsaka að við séum í aðstöðu sem við erum ekki sátt við.

    Það tekur engin af okkur máttinn sem í huganum býr, Það er aftur á móti hægt að kenna okkur að vanmeta eigin mátt. Og við lærum það sem fyrir okkur er haft.

    21.07.2011 11:46

    Hvað er og gerir Spámiðill?

    Hvað gerir Spámiðill ?


    Ég get einungis talað út frá eigin samvisku og reynnslu, Ég verð að viðurkenna ég hef ekki oft farið til miðils, Einu sinni farið til Þórunn Maggí þegar ég var um 17 ára og var mjög ánægð og svo ekki síðan.

    Ég hef hreinlega ekki haft þörf fyrir það. En ég hef aftur á móti látið spá fyrir mér ótal sinnum og verið ofboðslega mismunandi ánægð og oftast orðið fyrir vonbrigðum til lengri tíma þótt ég viti alveg hvert ég eigi að leita til þeirra sem eru virkilega góðir.

    Það er alveg gefið að það fær engin manneskja spámiðill eða spákona vitneskju um allt í lífi þínu sem til hennar eða hans kemur.

    Viðkomandi kemur það einfaldlega ekki við. Þú átt þitt Einkalíf og heldur því.

    Það hefur engin spákona eða spámiðill rétt á því að taka ákvarðanir fyrir þig sem manneskju þegar um er að ræða stórar ákvarðanir í lífi þínu.

    Það er ekkert sem heitir að Spámðili finnist að þú eigir að gera þetta eða hitt. Fólk tekur út þroska við að taka ákvarðanir sem það sjálft ber ábyrgð á og nýtur svo uppskerunar hver sem hún er

    En við erum öll forvitinn.

    Í vinnu minni sem spámiðill hef ég rekið mig á að oft fer ég inn á það sem þegar er ákveðið en ekki komið á hreint. Staðfestingar. Kem jú með hluti varðandi framtíðina en líka leiðbeiningar um hvernig viðkomandi getur þroskað sig og betrum bætt gef leiðbeiningu um afleiðingar mismunandi leiða. Þetta er ofboðslega grátt svæði. Það er farið í heilsuna hvað er í gangi þar og svo hvað er best að gera. Ég upplifi þetta eins og vitneskju og myndir sem ég þarf að koma til viðkomandi eða lýsa.

    Stundum leysum við hnúta saman með því að koma með nýtt sjónarhorn inn í áhyggjuefni sem hefur plagað viðkomandi og léttir kemur.

    En það skal alveg vera á hreinu að þegar þú kemur til miðils eða spámiðils (spáaðila) að þú átt ekki að segja viðkomandi neitt um þig og þú ert ekki kominn til að láta rekja úr þér garnirnar.

    Svo er hægt að eiga gott spjall eftir að tímanum sem slíkum er lokið og þá er voða gaman að heyra hvað þetta eða hitt passaði vel. Við spámiðlarnir þurfum líka að fá að vita þegar vel gengur :)

    Ég hef kosið að nota Reiki heilun með í tengingu minni.

    Ástæða þess að ég byrjaði að nota reikiheilun með var að þegar ég byrjaði að auglýsa formlega aftur og vera með einkatíma norður á Akureyri fyrir 3 að verða 4 árum síðan fannst mér sá sem kæmi til mín yrði að minnsta kosti að fá reiki. Þannig að viðkomandi liði vel hvernig sem spádómarnir gengu.

    í dag finnst mér ekki vera fullur tími hjá mér nema að viðkomandi hafi fengið heilun í leiðinni.

    Heilun er í raun bara tækifæri fyrir aðilan að draga sér þann kærleika eða orku sem viðkomandi þarf til að ná jafnvægi í sinni sál og orku.

    Stinga í samband og hlaða batteríið :)

    Ég veit ekki afhverju ég sé ákveðnar myndir og get lýst fólki komið með vitneskju sem ég á ekki að vita og svo framvegins.

    En ég þarf ekkert að vita allt. Suma hluti á bara að leyfa að vera eins og þeir eru á meðan þeir virka.

    Ég bara treysti á sjálfa mig og trúi að ég sé að gera góða hluti.

    Og á meðan spurningunni" Ertu sátt/sáttur?" er svarað játandi held ég áfram :)

    Hafðu það gott fyrir þig :0)

    21.07.2011 11:13

    víkings fríið

    Þá er ég kominn Norður

    Það er búið að vera yndislegt hérna, Sólinn skín á mig loftið er fersk, draumarnir alveg á hundraðinu og vinna með yndislegu fólki :)

    Ég er búin að vera núna 2 seinustu daga að vinna inn á Sauðarkrók við að Spá og miðla og allir ánægðir og sáttir en það er fyrir öllu.

    Kynnst þarna yndislegu fólki sem er virkilega að gera góða hluti :)


    Algjörlega er það nauðsynlegt að fara út úr bænum og vera bara ein hitta vini og nýtt fólk og leyfa sér að vera ein í bíl að keyra og sjá sólsetrinn og vonast til að engin kind álpist fyrir bílinn.

    Það er algjörlega mín skoðun að ef maður treystir því og trúir á eigin mátt til framkvæmda og mátt almættisins til að raða hlutunum í réttri röð fyrir mann þá gengur allt betur.

    Við skulum ekki velta okkur upp úr því sem aðrir halda eða hugsa. Það gera það allir út frá sér og hver manneskja er einstök.

    Við getum aldrei skilið aðra nema hafa gengið í skónum þeirra. Göngum bara við hliðina á fólki í stað þess að reyna að ýta því áfram í einhverjar áttir sem það kærir sig jafnvel ekki um.

    ljúf er tilveran dásamleg :)

    03.07.2011 23:08

    Spá miðlun og heilun í Vestmannaeyjum næstu helgi

    Þá er komið að því :) Auglýsing farin út í dagskránni og ég er byrjuð að bóka í vestmannaeyjum næstu helgi.

    Hægt er að bóka tíma í síma 8673647 eða [email protected]

    Sjáumst

    Hólmfríður :)

    27.06.2011 01:28

    Sumar sama sem fara út á land og spá :)

    Um leið og ég finn sumarið koma þá fæ ég kláða í tærnar og bensíngjöfina að komast út á land.

    Seinasta sumar fór ég vestur á kærleiksdaga og á Akureyri enda er norðurlandið mér mjög kært en núna þetta árið eru nokkrir nýjir staðir í deiglunni.

    Ég settist inn á kaffihús í eyjum síðustu verslunarmannahelgi og fór að rabba þar við góða konu og sú fræddi mig um að ekki væri mikið um spámiðla eða spákonur í eyjum.

    Hvatti hún mig til að koma endilega og vinna. Nú verður úr að ég fer til eyja helgina 8 til 10 júli og verð þar með einkatíma.

    Svo setti ég mig í sambandi við Góða konu á Sauðarkróki sem rekur verslunina Töfraglóð og verður úr að ég verð á króknum á hennar vegum og hlakka ég til þess. Orðið soldið langt siðan ég kom á krókinn seinast verð ég að viðurkenna :o)

    Ég hugsað að ég verið soldið með annan fótinn fyrir norðan í sumar þar sem ég er að taka Reikimeistaraþjálfunina mína hjá Henni Birgittu Halldórsdóttir og verð á nokkrum námskeiðum með henni.

    Það eru nokkrir staðir sem mig langar til að vinna á eins og Skagaströnd og auðvitað fer ég á Akureyri þótt ekki væri til annars en að hitta það góða fólk sem ég þekki þar :0)

    Svo var góð frænka mín að bjóða mér að koma vestur á Bolungarvík í júli og aldrei að vita nema ég þyggi það :0) og bjóði upp á einkatíma í heilun og spámiðlun í leiðinni.



    Eina sem í raun stoppar mig til að fara á hina og þessa staðina er aðstaðan svo ef þú ert úti á landi og langar til að hýsa mig í einn til tvo daga á meðan ég kem og vinn þá má alltaf skoða það.


    Það er í rauninni allt opið og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og við erum opin fyrir tækifærum og tilviljunum sem rekast inn á fjörur okkar.

    Ég er að sjá það með hverjum degi að það eru ekki til vandarmál aðeins lausnir.

    Og við berum ábyrgð á okkar hamingju sjálf.

    lifðu í lukku en ekki í annara manna krukku :0)


    15.06.2011 23:12

    Spátímar um helgina 17 til 19 júni :)

    Sumarið þýðir fyrir mér að fara norður :)  og út á land að komast i nánari snertingu við nátturuna og spá heila og miðla fyrir gott fólk.

    Helgina 17 til 19 verð ég að vinna með Elsku Birgittu minni á Löngumýri í reikiþjálfuninni en mun á sama tíma bjóða upp á einkatíma :)

    Tímarnir mínir byrja þannig að ég gef heilun og ég tek fyrir 3 staði  höfuðstöðina fyrir tenginguna, hálsstöðina og svo hjartastöðina

    ég miðla til þín því sem ég fæ að vita með uppruna þinn. Ég kem með upplýsingar um þá sem leiðbeina þér og fer inn í framtíðina.

    Ég myndi segja að ég bjóði upp á leiðsögn segi hlutina eins og ég myndi vilja heyra þá sjálf.

    án gyllingar og hreint út en með ábyrgð og tek ekki ákvarðanir fyrir þig.  

    Mér finnst mikilvægt að gefa fólki hugmyndum hvert það

    er að stefna hvað það getur gert sér til aðstoðar, Það að þér líði vel og þér finnist þú vita hvert þú stefnir og fáir staðfestingu á því sem þú hafðir hint um en vissir ekki hvort væri rétt.

    Mér finnst ekkert skemmtilegra en að láta spá fyrir mér..enda er ég mjög forvitin að eðlisfari :)

    hvort sem það eru einkatími eða vinkonu hópar vona ég að við getum átt góða stund saman :)

    Hólmfríður Ásta

    tímapantanir : 8673647



    10.06.2011 00:02

    Að ylja sér við eldinn



    Ákveðin setning var hömruð í mig og örugglega fleiri þegar þeir voru yngri "brennt barn forðast eldin"

    sem þo er betri en "þú byrgir ekki brunninn eftir á"  með loforð um framhald.


    Þegar við fæðumst erum við að mestu til í allt, við höfum fítons krafta miðað við stærð og okkur finnst við geta allt og allt sé sjálfsagt að komast yfir og afreka.

    við gefumst ekki upp og okkar innri eldur er óbeislaður og beintengdur í aðgerðir okkar,

    við brennum upp allan eldivið sem að okkur er rétt og erum til í að kanna heiminn keyrð áfram af forvitni og lífsvilja.

    Hægt og rólega eru byggðir í kringum okkur veggir. Siðareglur, bönn, boð og félagsleg viðmið.

    Allt hefur þetta gildi í góðu hófi.

    En það sem er eiginlega verst að okkur er kennt að óttast okkar eigin eld og kraft. Og þeir einstaklingar sem halda í þennan eld eru oft álitnir allt frá því að vera snillingar brjálæðingar meistarar gúrú og fram eftir götunum.

    það eru ótrúlega margir snillingar sem hafa farið alltof fljótt þar sem þeir hafa brunnið upp fyrir aldurfram  eða álitnir ógn við hin venjubundnu viðmið.

    Hvað var ekki sagt um Elvis og mjaðmahnykkina hans á sínum tíma.. en það er þetta að vera "consumed by the fire"  að vera ekki þessi sem kveikir elda allt í kringum sig heillast af hitanum og ljósinu en brennir burt allt súrefnið sem hann jú þarf til að lifa lokar sig inni í eldhring. Saman ber ring of fire með Johnny Cash  svo er það nátturulega "light my fire" með the Doors og einfaldlega Fire með Jimi hendrix

    Eldur er áskorun!

    um að gæta öryggis, og hófs, að sýna virðingu og framkvæma eftir því, að sína aðhald og viðhald, að þekkja sín takmörk, að vita hvenær er best að slökkva eldinn og hvenær hann má loga glatt þangað til hann deyr sjálfur. Eldur er alltaf eldur  og hann er fullur af möguleikum fyrir stærra bál

    skiptir ekki máli hvort í þér býr lítil glóð eða stærðar bál áhrifin eru bara lengri tíma að koma fram.

    um leið og við förum að hlúa að litlu glóðinni okkar dafnar hún og verður að stærra báli á sama tíma og að um leið og við tökum fyrir súrefni og eldivið kafnar stóra bálið okkar.

    kertaloginn kveikir hjartabál því verður ekki neitað þarf engan arineld í það.

    konur og menn eru soldið eins og eldspítan og eldspítnakassinn
    kassinn verndar hana gegn raka og því að tínast
    kveikir í henni en ekki án þess að hún hvíli í honum eða hún láti strjúka sér eldsnöggt utan í hann.
    En eldspítna kassin er þannig gerður að ekki þýðir að nudda eldspitunni við hvaða hlið sem er
    ef kveikja á loga.  

    að lokum ef þú leggur logandi eldspítu að eldspítna kassanum brenna þau upp saman

    spurning að beina kannski ekki of miklum eldi að kallinum..

    gæti kviknaði í honum og þú brunnið upp

    eftir standa brunarúsir sem þó skiluðu fallegum loga og sætri angan :0)

    Fyrir eld sem hefði verið hægt að blása af í byrjun.


    Verndaðu logan í brjósti þínu hann var gefin þér til eldmóðs

    kveikjum ekki nýja elda án þess að hann nýtist og lærum að beisla hann í réttar áttir án eyðileggingar

    sinnum okkar eldi og eldstæði svo okkur verði áfram hlýtt en sofnum ekki á verðinum

    deilum eldinum okkar öðrum til hlýjunar og birtu og verum ekki feiminn að nálgast eldstæði annara.

    Komum okkur niður á jörðina þegar eldurinn verður of mikill. 

    Of mikill eldur felur í sér eyðileggingu sársauka og Ör sem seint gróa en án hans áttu á hættu að frjósa úr kulda. 

    megi þú verða meistari eigin elds





    Eldra efni

    Flokkar:

    Flettingar í dag: 165
    Gestir í dag: 33
    Flettingar í gær: 395
    Gestir í gær: 65
    Samtals flettingar: 470884
    Samtals gestir: 67760
    Tölur uppfærðar: 2.12.2024 12:17:39

    Spáspjall