Forsíða

Á spámiðill.is færðu spáð fyrir þér beint í gegnum spjall/svarbox

                Manneskjan á bakvið spámiðill.is er Hólmfríður Ásta Steinarsdóttir Reikimeistari og Spámiðill

                  

Ég hef alltaf frá því ég man eftir mér lagt spil eða pælt í framtíðinni.

Ég tók reiki námskeið 1 og 2 gráðu  í Júni og Ágúst 1994  hjá Birgittu Halldórs Reikimeistara og hef notað það síðan. Reiki 1 felur í sér handayfirlagningu en við reiki 2 kemur inn orka á öðru tíðni sviði og fjarheilun getur átt sér stað. 

Það var svo  núna  í september 2011 sem ég útskrifaðist sem Reikimeistari með réttindi til að kenna reiki eftir árs meistaranám. Síðust 17 árinn hefur Reiki hjálpað mér í gegnum ótrúlegustu hluti og væri það ósk mín að Reiki 1 væri kennt með fermingarfræðslunni þar sem það gefur einstaklingnum tilfinningalega vörn gagnvart neikvæðni og svo aðgang að alheimsorkunni Reiki orkunni,(kærleika) sjálfum sér til andlegs og líkamlegs jafnvægis og ánægju.

 

Í vinnu minni sem spámiðill er það markmið mitt að sá sem kom til mín fái í fyrsta lagi svör
við þeim spurning sem á honum brunnu og svo þeim spurningum sem koma frá undirmeðvituninni.

Ég vil að þú labbir út frá mér með betri líðan en þegar þú labbaðir inn.

ég er miðill að því leiti að það er miðlað til mín upplýsinga sem ég kem til þín og ég miðla til þín alheimsorkunni með heilun.

Ég les í líkama þinn og persónuleika og segi þér hvar ég sé að þú getur unnið með sjálfan þig og bendi þér jafnvel á lausnir.

Stefna mín er að vinna sem jú spámiðill en jafnframt sem reikiheilari.

sjáðu fyrir þér liggjandi mann.. þú átt þrjá kosti

þú getur labbað framhjá og þóst ekki sjá, þú getur hjálpað viðkomandi á fætur, eða þú getur kennt viðkomandi hvernig hann getur reist sig við

persónulega myndi ég velja 3 kostinn því þá hefur viðkomandi leið til að hjálpa sér sjálfur þegar engin á leið hjá.

En umfram allt myndi ég byrja á því að spyrja viltu hjálp? þá er hún til staðar.

 

Hvernig færðu spá í gegnum netið eða pantar einkatíma?

Þú byrjar á því að smella á svarboxið hér til hægri  
setur inn nafn og netfang
smellir á "áfram" og kemst í spjall við mig. 
ath. Það kostar ekki að prófa svarboxið.


Ef ég er ekki við má skilja eftir skilaboð þá með tímapöntun eða fyrirspurn og ég mun hafa samband í það tölvupóstfang sem kemur fram. 

Hafðu það gott og njóttu lífsins emoticon 

 

 

Flettingar í dag: 1661
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 436676
Samtals gestir: 63514
Tölur uppfærðar: 12.10.2024 23:59:13

Spáspjall