Flokkur: Júli2011

21.07.2011 11:13

víkings fríið

Þá er ég kominn Norður

Það er búið að vera yndislegt hérna, Sólinn skín á mig loftið er fersk, draumarnir alveg á hundraðinu og vinna með yndislegu fólki :)

Ég er búin að vera núna 2 seinustu daga að vinna inn á Sauðarkrók við að Spá og miðla og allir ánægðir og sáttir en það er fyrir öllu.

Kynnst þarna yndislegu fólki sem er virkilega að gera góða hluti :)


Algjörlega er það nauðsynlegt að fara út úr bænum og vera bara ein hitta vini og nýtt fólk og leyfa sér að vera ein í bíl að keyra og sjá sólsetrinn og vonast til að engin kind álpist fyrir bílinn.

Það er algjörlega mín skoðun að ef maður treystir því og trúir á eigin mátt til framkvæmda og mátt almættisins til að raða hlutunum í réttri röð fyrir mann þá gengur allt betur.

Við skulum ekki velta okkur upp úr því sem aðrir halda eða hugsa. Það gera það allir út frá sér og hver manneskja er einstök.

Við getum aldrei skilið aðra nema hafa gengið í skónum þeirra. Göngum bara við hliðina á fólki í stað þess að reyna að ýta því áfram í einhverjar áttir sem það kærir sig jafnvel ekki um.

ljúf er tilveran dásamleg :)

03.07.2011 23:08

Spá miðlun og heilun í Vestmannaeyjum næstu helgi

Þá er komið að því :) Auglýsing farin út í dagskránni og ég er byrjuð að bóka í vestmannaeyjum næstu helgi.

Hægt er að bóka tíma í síma 8673647 eða [email protected]

Sjáumst

Hólmfríður :)

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 591
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 357245
Samtals gestir: 54815
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 23:35:58

Spáspjall