Færslur: 2010 Nóvember

23.11.2010 01:20

Innri styrkur sannur styrkur

Ég hef ekkert verið alltof upptekin við að koma skoðunum mínum á framfæri en hugsað þess meira og er nú komið að því að koma hugrenningum mínum í orð.

Mín skoðun er sú að við metum alltof oft styrkleika okkar út frá því hversu mikið við erum til staðar fyrir aðra. Hversu mikið við hjálpum öðrum, erum til staðar sem foreldri, vinur og starfskraftur jafnvel.

En hver er okkar innri styrkur ef hann er byggður á utan aðkomandi breytum. Ef allt þetta væri tekið frá okkur, fólkið sem reiðir sig á okkur, Börninn fara jú að heiman, makinn fellur frá, við hugsanlega missum vinnuna hvar er þá styrkleiki okkar?

Jú þá finnum við svo sannarlega hver okkar eiginlegi styrkur er. Okkar innri styrkur.

Ég vil mæla okkar innri styrk í því hversu vel við stöndum með okkur sjálfum og hversu vel við hugsum um eigið sálartetur þannig að við gætum staðið óstudd ef til þess kæmi.

Það er víst nokkuð ljóst að lífið verður á einhverjum tímapunkti erfitt og það eru ekki alltaf einhverjir til að styðja sig við.

Manneskja sem sannarlega hefur mikinn innri styrk er meira upptekinn af því að þú getur staðið sjálfur en að þú getir hallað þér að henni. Og er tilbúin að hjálpa þér við það.

Móðir sem lifir í gegnum börninn sýn týnist á meðan móðir sem styður við sjálfstæði barna sinna heldur áfram vitandi hver hún er.

Það að nota aðra sem afsökun er líka ekki sanngjarnt gagnvart okkar nánasta fólki.

Það er engum að kenna að þú ert svona eða hinsegin. Þú hefur alltaf val þú getur lennt í allskonar aðstæðum, hræðilegum áföllum,vandræðanlegum atvikum, niðurlægjandi aðstöðu, Það er allt til í lífinu sem hægt er að henda þér út í bara svo þú lærir að þinn innri styrkur fellst ekki í hvaða valkostir þér hafa verið gefnir heldur hvað þú valdir og hvort þú valdir fyrir sjálfa þig eða aðra.

Allar ákvarðanir sem þú tekur berðu ábyrgð á. Þú gerir maninum þínum ekki greiða með að vera áfram með honum ef þú ert ekki hamingjusöm. Hvaða maður vill konu sem er ekki ánægð með honum og öfugt.

Við berum ekki ábyrgð á öðrum sem komnir eru með vit og æru. en við berum ábyrgð á okkur sjálfum, orðum okkar aðgerðum og þá ákvörðun að aðhafast ekki.

Um leið og sátt skapast um það að við getum einungis breytt okkur sjálfum og betrum bætt og engin annar nema kannski börninn okkar, gerum við okkur grein fyrir að við höfum engan rétt til að breyta öðrum. Hvar er línan sem við leggjum fyrir aðra þar sem þeir meiga stíga í kringum okkur.

Komum fram við náungan eins og við viljum láta koma fram við okkur .

Ef þú ert ekki sammála þá er það allt í lagi því þú hefur rétt á þinni skoðun. Og þú hefur rétt á að tjá þá skoðun en þú hefur ekki rétt á að traðka niður viðrhorf annara

Ekki kenna barninu þínu um að þú fórst ekki í skóla vegna þess þú varst ólétt og varðst að hætta. Þú tókst ákvörðinina og þú átt alltaf valkost að fara aftur í skóla.

Það má alltaf finna afsakanir og það má alltaf réttlæta afhverju þú fylgdir ekki því sem þig langaði til.

En Taktu ábyrgð. Ef þú gerir mistök horfstu í augu við sjálfa þig og sjá þú hefur valkost.


Það er alltaf lausn á öllum vandarmálum, það eru ekkert endilega skemmtilegar lausnir en lausnir samt sem áður. Það er jú nokkuð ljóst að Eggið þarf að brotna til að unginn komist út og geti hafið nýtt líf

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 382
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 335752
Samtals gestir: 50117
Tölur uppfærðar: 24.5.2024 19:41:48

Spáspjall