Flokkur: okt2012

26.10.2012 03:14

Reiki á netinu


Ég hef oft hugsað hvað það væri gaman að láta gera vísindalega rannsókn á virkni Reiki og datt í smá leitarham eftir sambærilegum rannsóknum erlendis. 

Það sem ég hef komist að kemur mér ekki á óvart en Reiki er notað víða og hefur verið rannsakað að einhverju leiti með öðrum aðferðum frá 1993 að því mér hefur sýnst. 

Ég rakst á þessa rannsókn meðal annars 



Svo rakst ég á þessa doktors ritgerð er tengist Hjúkrunarkonum sem nota reiki. 


Fann einnig þessa síðu sem virðist hafa helling af áhugaverðum linkum sem snúa að Reiki en ég ábyrgist auðvitað ekkert það efni sem er á þessari síðu frekar en annari. 


Og svo eru svona linkar eins og þessi sem leiðbeinir hvernig meigi læra reiki heiman frá sér og selur 
fólki þá hugmynd að það geti lært reiki með því að læra efnið og svo framvegins.

Það skal tekið fram að ég tel að við höfum öll í okkur nátturulega getu til að heila hvort annað með snertingu. En mín skoðun er sú að í því tilfelli erum við að gefa af okkur eigin orku eða kærleika. 

við vitum jú all flest hvað gott og hlýtt faðmlag getur látið okkur líða vel. Hversu vel okkur getur liðið að halda á ungabarni eða þegar dýrin okkar vilja kúra hjá okkur. 

Munurinn á reiki heilun er nátturulega sá að þá er það utan að komandi orka Reiki orkan sem við sækjum okkur til heilunar og aðrir geta sótt í gegnum okkur sem reiki heilara og þá skiptir ekki máli hvaða stigi hefur verið lokið í reiki heilun þegar um er að ræða heilun með snertingu. Fjarheilun á einungis við þegar tekið hefur 2 stig, 3 stig eða meistarinn. 

Því verður maður soldið vonsvikinn að sjá svona efni sem hefur ekkert að gera með hvernig Reiki á að kennast. 

Aðgangur að Reiki orkunni virkjast ekki nema með vígslu hjá Reikimeistara. Og mikilvægt að leita sér upplýsinga hvernig viðkomandi sem gefur sig út fyrir að veita reiki heilun hefur lært og að viðkomandi geti sýnt fram á að hafa lokið sínu stigi með tilheyrandi skirteini frá reikimeistara. 



Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa reiki heilun eða vita hvað í henni felst þá má endilega hafa samband við mig í síma 8673647 eða á [email protected]

Ef þig langar til að biðja um fjarheilun vegna þín eða einhvers sem þú telur að þurfi á aukaorku að halda máttu endilega senda mér email með nafni staðsetningu og hvort það sé eitthvað sérstakt sem eigi að senda vegna. Allar upplýsingar eru trúnaðarupplýsingar. 

hér er svo linkur sem sýnir sjálfboðastarf á vegum rauðakrossins í singapore þar sem reikiheilarar fara inn á sjúkrastofnanir og vinna sjálfboðastarf. 





  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 352
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 456590
Samtals gestir: 65790
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 23:44:13

Spáspjall