Færslur: 2013 Júní

05.06.2013 02:14

Reikinámskeið og Einkatímar úti á landi


Stundum er erfitt að vita

hvert leiðin liggur breið

hvar endarnir mínir þræðast 

og finna sér þroskandi leið 


Stundum er erfitt að vita hvar á að byrja og hver raunveruleg verkefni okkar eru. 

þá vaknar ennfremur upp spurningin er ég að nýta alla mína möguleika vel ? 

Er ég að gera það sem er rétt fyrir mig? 

Mun það sem ég geri í dag ávaxtast fyrir mig í framtíðinni eða er ég í einhverjum hring sem aldrei endar.


Það eru allir með spurningar sem þeir stundum fá svör við en það er nokkuð ljóst að svörinn okkar eru flest innra með okkur. 

Við gerum okkar besta og vonum það besta. Ef við getum gengið frá borði og sagt 

" að minnsta kosti fylgdi ég eigin sannfæringu og gerði mitt besta" 

þá ættum við að vera sátt, eða hvað?

Getum við ekki alltaf gert aðeins betur en við gerum? Erum við alltaf að beita réttri aðferð?

En hvar eru mörkin? hvernig vitum við að okkar mörk eru þau sem eru eðlileg eða rétt? 

Við getum skoðað fjöldan og borið okkur saman við hann, við getum skoðað eigin líkama og hvað 

hann á að geta gert en er ekki að gera, höfum við fundið friðinn i kollinum á sjálfum okkur og hjarta eða leitum við út fyrir okkur.

það getur engin að mínu mati sagt að hann eða hún sé að fullu heil fyrr en viðkomandi nýtur félagsskaps síns sjálfs burt séð frá því  hvort viðkomandi hafi þarfir fyrir samskipti við aðra eða ekki. 

Þolum við félagsskap sjálfsins sem hvílir innra með okkur? 

Tölum saman og tökum sátt við sjálfið og það mun vinna með okkur þar sem það er jú að vinna fyrir sig sjálfa. 


Reiki þessi yndislega leið til að sækja sér jákvæðni, lækningu og styrkingu í gegnum Reiki orkuna 

Þessi fullkomna leið til að gefa í gegnum sig en samt fá orku sjálf. 

Ég á óteljandi lexiur að baki miðað við ár en ég hef líka tekist á við þær og ræktað persónuna mína og veit hver ég er.. líkaminn og ég eigum eftir að takast soldið á en hið andlega ég erum alveg í takti. 

Ég er ekki viss um að ég væri ég hefði ég ekki lært Reiki fyrir 19 árum síðan og vona ég að í stað að rétta fólk við og reisa upp á leið minni geti ég frekar miðlað því hvernig það getur sjálft haldið sér uppréttu án þess að treysta á utanaðkomandi. 


Ég mun fara núna um landið og hugsanlega út fyrir landsteinana í sumar kenna Reiki heilun stig 1 og 2 þar sem þess er óskað. 

  • Hægt er að vera með námskeið frá einum og upp úr en best þegar eru 2 eða fleiri. 
  • Ég mun bjóða upp á einkatíma í heilun eingöngu og svo einkatíma í spámiðlun með reikiheilun. 
  • Ég tek heim og svo er ég með aðstöðu Niðri í Gjafir jarðar. 


Ég verð á Höfn helgina 14 til 17 júni. og fer þaðan hugsanlega lengra austur og svo norður. 

En þo ekki norður og niður ;0) 

tímapantanir eru í síma 8673647 og email [email protected]


Hafðu það nú krúttlegt blítt og gott í sátt við sjálfan þig emoticon



  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 1658
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 436673
Samtals gestir: 63514
Tölur uppfærðar: 12.10.2024 23:37:32

Spáspjall