Færslur: 2013 Júlí

22.07.2013 17:07

Besta lexían

það er ansi margt sem ég hef lært bæði um sjálfa mig og aðra á minni annars ekki löngu æfi. 
 
en mest hugsa ég að ég hafi verið meðvituð um þennan lærdóm síðustu 6 árinn. 


Það sem ég tel vera bestu lexíuna er einföld "ég er minn meistari" Hljómar voða formlegt og stíft og ægilega heilagt. 

en í einföldu máli ber ég ábyrgð á mínum gerðum, viðbrögðum og hugsunum. Og á sama tíma ber ég ekki ábyrgð á annara manna gerðum viðbrögðum og hugsunum. 

Ef ég lem þig i andlitið þá ræður þú algjörlega hvernig þú bregst við. Þú getur lamið mig til baka, þú getur öskrað, þú getur staðið kjurr og ekki gert neitt. Þú getur labbað í burtu. 

Ég tók þá ákvörðun að lemja og því uppsker ég eftir því hvað þú ákveður að gera. 


Hvort sem ég faðma þig eða lem þá ræður þú viðbrögðum þínum og öfugt. 

Þetta sama á við tilfinningar og ákvarðanir annara. Við getum haft jákvæð og neikvæð áhrif á fólk en ákvarðanirnar og hegðun er það sem við ákveðum sjálf. Og þannig höfum við áhrif á nútíðina og framtíðina. 

Höfnun er mörgum erfið og eðlilega. En við höfum líka rétt til að hafna þeim kostum sem okkur þykir ekki físilegir. 

og það er þá okkar ákvörðun og við höfum rétt á því. Við veljum ekki fyrir aðra en við veljum fyrir okkur sjálf. 


Þegar þessi lærdómur hefur farið fram getum við skoðað eigin framkomu og séð hvort við erum að framkvæma á móti eða með okkur sjálfum. 

Við verðum líka að átta okkur á að meðvirkni þjónar okkur ekki. Því ætti einhver að virða okkar ákvarðanir og vilja ef við erum alltaf að þjóna annara vilja og bíða ákvarðana utan frá. 

Persónulegur styrkur kemur frá því að standa með sjálfum sér og virða vilja og ákvarðanir annara. Og á sama tíma virða sinn eigin vilja ef þeir vilja fá virðingu. 


Að fá nei er ekki það versta í heim að fá kannski er verra. Og að fá Já er auðvitað gott ef þú baðst um eitthvað sem þú sannarlega vildir. 
14.07.2013 14:18

Hver er sterkur?

Eða skulum við segja hvað er að vera sterkur? 

Hvað er að hafa styrkleika? en þá getum við líka sagt hvað er að hafa veikleika? Getur veikleiki snúist upp í styrkleika. 

Amma mín hefur til dæmis ótrúlegan styrkleika, alveg sama hvað hefur gengið á alltaf heldur hún ró sinni og kemst í gegnum hvern ólgusjóinn. 

Er það ekki styrkleiki hennar að hafa alltaf til mat handa svöngu liði hugsa um heimili og tryggja að öðrum líði vel. 

Er það ekki heilmikið verk ? Þetta úthald að sama hvað kemur inn um dyrnar þínar að halda áfram og gefast ekki upp. 

En er það ekki líka styrkleiki að geta sagt nei nú er nóg komið. Þekkja sín mörk og verja þau. 


Er það ekki styrkleiki að geta verið til án þess að þurfa að velta fyrir sér viðhorfi annara eða skoðunum gangvart því. 

Að vera sjálfstæð eining. Margar sjálfstæðar einingar geta byggt upp saman. Eins og sterkur múrsteins veggur, við þurfum bara að hafa gott lím sem heldur okkur saman. 

lím eins og virðingu, sjálfsvirðingu, umhyggju og kærleika. Það er hægt að brjóta niður vegginn og leyfa honum að standa en við verðum samt alltaf múrsteinar sem erum einstakir en samt hluti af heild. 

Hver er þinn styrkleiki? 

12.07.2013 20:42

Noregur í júli

Það er gott að ferðast, komast í nytt umhverfi og sja annað utsyni en það sem blasir við á hverjum degi. 

Ég hef eins og allir aðrir verið á ákveðnu ferðalagi í gegnum lífið. Ferðalög eru mismunandi. Sum eru til þess fallinn að læra eitthvað nýtt önnur eru til gamans. 

Við förum í ferðalag inn í hugan og við förum í ferðalag á nýjum vegum. Það er eðlilegt að kvíða þegar lagt er upp í nýtt ferðalag og þá serstaklega þegar um nýja ferðafélaga er að ræða. 

en ótti við að stíga ut á vegin kemur í veg fyrir að ferdalagid geti hafist. Lífið er eitt ferðalag og ef við óttumst sífellt hvað bíður okkur úti á nýjum vegum komumst við aldrei úr stað. 

við getum eflaust fundið okkur helling að gera heima við til að seinka ferðalagi okkar, en því gera það þegar svo margt skemmtilegt gæti orðið á vegi okkar. 

Pökkum góðu nesti og jákvæðninni og þá gengur ferðalagið vel alveg sama hverju vindurinn blæs inn. 

Aldrei að vita nema við eignumst nýja ferðafélaga á leið okkar á nýja staði. Núna er ég á ferðalagi um Noreg og hef verið að bjoða upp á einkatíma í spámiðlun með reiki heilun. Én líka auðvitað að hitta gott fólk og njóta góða veðursins. 

Ég er stödd í Jessheim og mun bjoða upp á einkatíma á meðan ég er hér næstu 2 vikur. 

Ég mun líka bjóða upp á reikinámskeið og er ég byrjuð að skrá á það en vantar að ná lámarks fjölda. 

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starf mitt eða Reiki þá bendi ég á google og svo bara hafa samband. 

Aflaðu þér upplýsinga áður en lagt er í nýtt ferðalag..en ekki ákveða fyrirfram hvernig ferðinn verður nema þá með jákvæðu hugarfari. 

Góða ferð. 

02.07.2013 02:49

Hin ósýnilega girðing

þegar okkur dreymir hús þá ber að skoða hvaða hluta hússins okkur dreymir og hvað erum við að gera þar. 
Húsið stendur fyrir okkur sjálf. Ef við erum að grafa í kjallaranum þá erum við að vinna í rótarstöðinni okkar sem er neðst. Ég fór inn á háaloft í húsi um daginn og þar voru þröngar dyr sem mér tókst svo að opna með gamaldags beygluhurð. ég er sem sagt að vinna í Topstykkinu og að stækka þá hurð sem þar er fyrir með gömlum aðferðum. 


Þar fyrir innan var maður að baka brauð sem mér þóttu nú heldur stór og óvenjuleg. Verður að koma í ljós hvað það þýðir :) 

En Talandi um hús þá í mörgum tilfellum er grindverk í kringum hús og þessi grindverk girða af svæði í kringum húsið sem ætlað er til einkanota fyrir íbúa húsins. 

Ekki er það nú alltaf svo að allir beri virðingu fyrir þessari girðingu og fara inn á þetta einkasvæði án þess að hirða um greinilegar girðingar og hlið. 

En Eigendur húsins ráða nú líka hvort þeir leyfi þessum óboðnu gestum að ganga lausum á þeirra einkasvæði. Það jú má alveg bjóða fólk velkomið á einkasvæðið. En það má nú samt ekki gera ráð fyrir að því sé frjálst að koma á það svæði á hvaða tíma sólahrings sem er í framtíðinni. Það þarf ekki að vera að þessir gestir séu eitthvað verri en aðrir heldur einfaldlega að þetta er einkasvæði og þar eiga ekki óboðnir gestir að koma og þá boðnir gestir á þeim tíma sem þeim er boðið. 

Ef eigandi hirðir ekki um að girða sitt einkasvæði í kringum húsið (sjálfan sig) er hætt við að hver sem er gangi yfir hans einkasvæði og geri það sem hann vilji. Það er voða erfitt að rækta upp garð sem aldrei er í hvíld frá hugsanlegri áreitni. 

Við mannfólkið erum soldið eins og þetta hús. Sum okkar vitum stundum ekki hvar garðurinn okkar endar og annara byrjar og svo er þetta að þótt girðinginn sé uppi þá er henni ekki viðhaldið og hver sem er getur komið inn fyrir hliðið án þess að við segjum neitt og jafnvel losað sig þar við rusl sem er svo í okkar verkahring að hreinsa upp ef við viljum að okkar einkasvæði sé sæmilega útlítandi og geti vaxið og dafnað. 

Ef ég vil fá að vera ein i garðinum mínum að sóla mig ..kemur það engum við.. Ég er í garðinum mínum. Og sama á við um nágranna minn. Þegar við mætum nýju fólki á gangi í götunni okkar.. mætum því við hliðið en ekki inn i stofunni okkar. tökum okkur tíma við girðinguna og setjum umgengis reglur innan okkar svæðiðs og virðum reglur annara þegar við erum hinum megin við hliðið. 

Láttum það ganga fyrir að ditta að húsinu okkar og girðingu, leyfum einkasvæðinu okkar garðinum að fá tækifæri til að dafna og stöndum vörð um girðinguna okkar og mörk sem gefur línuna hvar fólk má standa. 


Heima er best :) 
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 571
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 357225
Samtals gestir: 54814
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 23:14:54

Spáspjall