Færslur: 2018 Júlí

12.07.2018 04:05

Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt?


Það þarf það ekki. Í fyrsta lagi eru allar þarfir fyrir utan grunnþarfir okkar til að komast af tilbúnar.

Þannig að ekkert þarf nema vatn mat súrefni og jú mannleg samskipti þegar við erum að vaxa úr grasi. samanber til að þroska málþroska þurfum við samskipti með máli fyrir 6 ára aldur, til að þroska geðtengsl þá er mikilvægt að mynda tengsl á fyrstu ári og árum æfinar. En svona öllum grunnþörfum sleptum þá þurfum við ekki neitt. Eða hvað?

Til að skýra andargift mína þetta kvöldið þá var ég að horfa á myndina um Steve Jobs. Það er eitt að þurfa og annað að langa. 

Það eru einstaklingar sem fæðast handa og fótalausir og samt þjálfa upp hjá sér leikni til að gera nákvæmlega sömu hlutina og þeir sem hafa alla útlimi. Flestum okkar finnst þetta alveg stórmerkilegt hvernig viðkomandi getur þjálfað upp þessa færni sem okkur hefði aldrei dottið í hug að prófa. 

Þetta er spurning um kosti, ef við höfum hendur þá þurfum við ekki að grípa með tánnum svo við prófum það ekki. 

Það sem kom mér af stað var þessi setning að heimurinn er skapaður af fólki í kringum þig og að átta sig á að þú ert ekkert minni en þetta fólk og getur þar að leiðandi haft áhrif á þinn heim og tekið stjórnina. Við stjórnum ekki öðrum, og við stjórnum ekki heiminum, en við stjórnum okkur sjálfum og hvernig við hegðum okkur og hugsum og bregðumst við því sem gerist í honum og í okkar nær umhverfi. Það sem við segjum gerum hugsum upplifum þetta stjórnast af okkar litla en samt svo stóra huga. 
Gagnrýn hugsun, bjartsýni, að deila hugsunum sínum að stíga til hliðar, að stíga fram eða einfaldlega labba í burtu og jafnvel hlaupa í burtu. "hann lét mig gera það" Nei. 

Ég missti mig aðens þarna en það sem fékk mig líka til að setjast niður er þessi spurning, ef það er ekki erfitt er það þá þess virði? finnst okkur það sem er okkur léttvægt ekki eins mikilvægt og það sem er okkur erfitt? er það sem er erfitt meira virði en það sem er létt? Verður ekki bara það sem var nýtt og erfitt auðveldara með tímanum en missir ekki gildi sitt. Þarf allt að vera áskorun, er ekki bara allt í lagi að taka þá leið sem við getum leyst og fundið ákveðið jafnvægi í. 

Afhverju er ekki allt í lagi að ég geti verið heilbrigð bara með því að setja eigin hendur á líkama minn á hverjum degi. 

afhverju er það svo fjarstæðukennt? jú af því hlutirnir eru þess virði sem haft er fyrir þeim, það er sett í kollinn á okkur frá barnæsku, Það er of auðvelt til að geta verið staðreynd. þegar áinn flæðir eins og venjulega er hún þá eitthvað minni á? það er alveg hægt að þrengja á ymsum stöðum og þá verða til færri stærri svæði en vatnsmagnið er alveg það sama það er bara ekki eins jafnt og þétt. Því ekki bara leyfa henni að fara sína lygnu leið með nóg pláss.

Því miður  hlakkar líka í mörgum þegar þeir sem "fæðast með silfurskeiðina í muninum" fibbast. Af því þeir hafa ekki haft það erfitt að annara mati. En hvað er erfitt, er ekki eitthvað erfitt fyrir öllum. Flestir sjúkdómar fara ekki í aðgreiningu, fíkn kemur fram í öllum fjölskyldum, ofbeldi er á öllum stigum þjóðfélagsins, það geta allir lennt í slysum. Fólk hefur jafn oft misst allt og aðrir hafa eignast allt. Svo er önnur spurning hvað er "allt". Hvað er þetta allt sem þú þarft. Þú þarft í rauninni ekki neitt og þú stjórnar þér alveg sjálfur. á sama hátt og þú getur brotið þig niður getur þú byggt þig upp frá botninum. Hugurinn er aðeins takmarkaður af því sem við kennum honum ölum hann upp í og endurf oritum. ég veit ekkert hvort þú sem lest þetta skilur hvað ég er að meina og það er allt í lagi, við nefnilega lesum mismunandi meiningu út úr texta eftir því hver við erum sjálf og hvaðan okkar hugarheimur kemur. Það er allt í lagi mín vegna og hefur ekki áhrif á mig, ég er ekki ég fyrir aðra ég er ég fyrir mig. 

Mörkinn okkar verða til útfrá viðbrögðum okkar gagnvart umhverfinu. Og umhverfið gengur á okkur þar til þeð rekst á grindverkið okkar sem eru mörkinn okkar. ef engin er hurð á húsinu þínu er nokkuð ljóst að einhver mun labba inn á þitt einkasvæði á einhverjum tímapunkti. Treystir þú þér til að lifa á tjaldstæði þar sem allir geta labbað að tjaldinu þínu hvernær sem er og jafnvel farið inn í það, og gert hvað sem er í kringum það. er ekki tilfinninginn soldið spess að hafa svona lítið yfirráðasvæði, hvað þá ef þú lætur eftir stjórn á líkama þínum og þínu nánasta umhverfi, taktu eftir "lætur eftir stjórn". Tjaldið stækkar ekkert en þú getur fengið þér stærra sett það niður þar sem er minna um mannaferðir og svo getur einfaldlega sofið í bílnum eða fengið þér gistingu. Þú ræður þessu sjálfur, nákvæmlega. það er ekkert sem er óbreytanlegt í dag, eða ekki hægt að vinna með. Þetta er bara spurning um hverstu stórt eða smátt við viljum hugsa og framkvæma og hvað við erum tilbúin að setja mikin tíma í það. frávirkni þegar við förum frá því sem er ætlast til, krafist eða við höfum vanist á að gera í það að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Við erum samt í raun öll eins bara með mismunandi venjur uppeldi og útlit. og allt þetta er hægt að fletta af okkur og breyta,og svo er umhverfi okkar ekkert óbreytanlegt við komust jú þangað sem við erum afhverjum komumst við ekki lengra. 

jæja þetta er orðið gott. Lífið þarf ekki að vera erfitt til að vera þess virði að lifa því. það er alveg líf þótt við sleppum því að pæla í hvað okkur vanti eða erum neikvæð út í það sem við getum hvort sem er ekki stjórnað.  lífið er spegill hugarins 


  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 357322
Samtals gestir: 54821
Tölur uppfærðar: 26.6.2024 00:40:12

Spáspjall