Færslur: 2011 Júní

27.06.2011 01:28

Sumar sama sem fara út á land og spá :)

Um leið og ég finn sumarið koma þá fæ ég kláða í tærnar og bensíngjöfina að komast út á land.

Seinasta sumar fór ég vestur á kærleiksdaga og á Akureyri enda er norðurlandið mér mjög kært en núna þetta árið eru nokkrir nýjir staðir í deiglunni.

Ég settist inn á kaffihús í eyjum síðustu verslunarmannahelgi og fór að rabba þar við góða konu og sú fræddi mig um að ekki væri mikið um spámiðla eða spákonur í eyjum.

Hvatti hún mig til að koma endilega og vinna. Nú verður úr að ég fer til eyja helgina 8 til 10 júli og verð þar með einkatíma.

Svo setti ég mig í sambandi við Góða konu á Sauðarkróki sem rekur verslunina Töfraglóð og verður úr að ég verð á króknum á hennar vegum og hlakka ég til þess. Orðið soldið langt siðan ég kom á krókinn seinast verð ég að viðurkenna :o)

Ég hugsað að ég verið soldið með annan fótinn fyrir norðan í sumar þar sem ég er að taka Reikimeistaraþjálfunina mína hjá Henni Birgittu Halldórsdóttir og verð á nokkrum námskeiðum með henni.

Það eru nokkrir staðir sem mig langar til að vinna á eins og Skagaströnd og auðvitað fer ég á Akureyri þótt ekki væri til annars en að hitta það góða fólk sem ég þekki þar :0)

Svo var góð frænka mín að bjóða mér að koma vestur á Bolungarvík í júli og aldrei að vita nema ég þyggi það :0) og bjóði upp á einkatíma í heilun og spámiðlun í leiðinni.Eina sem í raun stoppar mig til að fara á hina og þessa staðina er aðstaðan svo ef þú ert úti á landi og langar til að hýsa mig í einn til tvo daga á meðan ég kem og vinn þá má alltaf skoða það.


Það er í rauninni allt opið og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og við erum opin fyrir tækifærum og tilviljunum sem rekast inn á fjörur okkar.

Ég er að sjá það með hverjum degi að það eru ekki til vandarmál aðeins lausnir.

Og við berum ábyrgð á okkar hamingju sjálf.

lifðu í lukku en ekki í annara manna krukku :0)


15.06.2011 23:12

Spátímar um helgina 17 til 19 júni :)

Sumarið þýðir fyrir mér að fara norður :)  og út á land að komast i nánari snertingu við nátturuna og spá heila og miðla fyrir gott fólk.

Helgina 17 til 19 verð ég að vinna með Elsku Birgittu minni á Löngumýri í reikiþjálfuninni en mun á sama tíma bjóða upp á einkatíma :)

Tímarnir mínir byrja þannig að ég gef heilun og ég tek fyrir 3 staði  höfuðstöðina fyrir tenginguna, hálsstöðina og svo hjartastöðina

ég miðla til þín því sem ég fæ að vita með uppruna þinn. Ég kem með upplýsingar um þá sem leiðbeina þér og fer inn í framtíðina.

Ég myndi segja að ég bjóði upp á leiðsögn segi hlutina eins og ég myndi vilja heyra þá sjálf.

án gyllingar og hreint út en með ábyrgð og tek ekki ákvarðanir fyrir þig.  

Mér finnst mikilvægt að gefa fólki hugmyndum hvert það

er að stefna hvað það getur gert sér til aðstoðar, Það að þér líði vel og þér finnist þú vita hvert þú stefnir og fáir staðfestingu á því sem þú hafðir hint um en vissir ekki hvort væri rétt.

Mér finnst ekkert skemmtilegra en að láta spá fyrir mér..enda er ég mjög forvitin að eðlisfari :)

hvort sem það eru einkatími eða vinkonu hópar vona ég að við getum átt góða stund saman :)

Hólmfríður Ásta

tímapantanir : 867364710.06.2011 00:02

Að ylja sér við eldinnÁkveðin setning var hömruð í mig og örugglega fleiri þegar þeir voru yngri "brennt barn forðast eldin"

sem þo er betri en "þú byrgir ekki brunninn eftir á"  með loforð um framhald.


Þegar við fæðumst erum við að mestu til í allt, við höfum fítons krafta miðað við stærð og okkur finnst við geta allt og allt sé sjálfsagt að komast yfir og afreka.

við gefumst ekki upp og okkar innri eldur er óbeislaður og beintengdur í aðgerðir okkar,

við brennum upp allan eldivið sem að okkur er rétt og erum til í að kanna heiminn keyrð áfram af forvitni og lífsvilja.

Hægt og rólega eru byggðir í kringum okkur veggir. Siðareglur, bönn, boð og félagsleg viðmið.

Allt hefur þetta gildi í góðu hófi.

En það sem er eiginlega verst að okkur er kennt að óttast okkar eigin eld og kraft. Og þeir einstaklingar sem halda í þennan eld eru oft álitnir allt frá því að vera snillingar brjálæðingar meistarar gúrú og fram eftir götunum.

það eru ótrúlega margir snillingar sem hafa farið alltof fljótt þar sem þeir hafa brunnið upp fyrir aldurfram  eða álitnir ógn við hin venjubundnu viðmið.

Hvað var ekki sagt um Elvis og mjaðmahnykkina hans á sínum tíma.. en það er þetta að vera "consumed by the fire"  að vera ekki þessi sem kveikir elda allt í kringum sig heillast af hitanum og ljósinu en brennir burt allt súrefnið sem hann jú þarf til að lifa lokar sig inni í eldhring. Saman ber ring of fire með Johnny Cash  svo er það nátturulega "light my fire" með the Doors og einfaldlega Fire með Jimi hendrix

Eldur er áskorun!

um að gæta öryggis, og hófs, að sýna virðingu og framkvæma eftir því, að sína aðhald og viðhald, að þekkja sín takmörk, að vita hvenær er best að slökkva eldinn og hvenær hann má loga glatt þangað til hann deyr sjálfur. Eldur er alltaf eldur  og hann er fullur af möguleikum fyrir stærra bál

skiptir ekki máli hvort í þér býr lítil glóð eða stærðar bál áhrifin eru bara lengri tíma að koma fram.

um leið og við förum að hlúa að litlu glóðinni okkar dafnar hún og verður að stærra báli á sama tíma og að um leið og við tökum fyrir súrefni og eldivið kafnar stóra bálið okkar.

kertaloginn kveikir hjartabál því verður ekki neitað þarf engan arineld í það.

konur og menn eru soldið eins og eldspítan og eldspítnakassinn
kassinn verndar hana gegn raka og því að tínast
kveikir í henni en ekki án þess að hún hvíli í honum eða hún láti strjúka sér eldsnöggt utan í hann.
En eldspítna kassin er þannig gerður að ekki þýðir að nudda eldspitunni við hvaða hlið sem er
ef kveikja á loga.  

að lokum ef þú leggur logandi eldspítu að eldspítna kassanum brenna þau upp saman

spurning að beina kannski ekki of miklum eldi að kallinum..

gæti kviknaði í honum og þú brunnið upp

eftir standa brunarúsir sem þó skiluðu fallegum loga og sætri angan :0)

Fyrir eld sem hefði verið hægt að blása af í byrjun.


Verndaðu logan í brjósti þínu hann var gefin þér til eldmóðs

kveikjum ekki nýja elda án þess að hann nýtist og lærum að beisla hann í réttar áttir án eyðileggingar

sinnum okkar eldi og eldstæði svo okkur verði áfram hlýtt en sofnum ekki á verðinum

deilum eldinum okkar öðrum til hlýjunar og birtu og verum ekki feiminn að nálgast eldstæði annara.

Komum okkur niður á jörðina þegar eldurinn verður of mikill. 

Of mikill eldur felur í sér eyðileggingu sársauka og Ör sem seint gróa en án hans áttu á hættu að frjósa úr kulda. 

megi þú verða meistari eigin elds

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 382
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 335734
Samtals gestir: 50115
Tölur uppfærðar: 24.5.2024 19:19:13

Spáspjall