Færslur: 2010 September

21.09.2010 15:27

Akureyri 24 - 26 sept.


Þá er það norðurlandið á ný og verð ég að spá þar um næstu helgi.
Ég er byrjuð að bóka í tíma en á einhverja tíma lausa :)

Verður gott að komast norður og endurnæra sig fyrir veturinn.

17.09.2010 21:49

Hvað getur þú gert til að bæta líf þitt ?

Þegar við höfum áttað okkur á að sú orka sem við gefum af okkur í formi tilfinninga eða hugsana er óháð tíma og rúmi erum við frjáls.

Frjáls til að nota orku okkar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt án eftirsjár eða sem eyðileggingu fyrir okkur sjálf g aðra.

Hvernig þú hugsar um umhverfi þitt og sjálf endurspeglar sig í framtíð þinni og veröld.

líttu í kringum þig og sjá hvaða tól þú hefur og hversu lítill hlutur getur skipt miklu máli

Eitt orð getur brotið mann eða bætt . nei eða já

Hvaða lit hefur þú valið í líf þitt í dag ? Svartan til að fela þig og orku þína.. verja þig ?
hvítan til að sýna þig og sakleysi þitt innra barn sveipa þig krafti svo þú sýnist stærri ?
bleikan í átt að ástinni vínrauðan í átt að ástríðu þinni rauðan í átt að krafti þínum og framkvæmdum
grænan til að koma af stað vexti og hreifingu í líf þitt.
fjólubláan og bláan fyrir hina andlegu tengingu.. en hengdu þig ekki í skýjinn með ljósbláum

verum vakandi fyrir þeim litum sem okkur líður vel í og prófum okkur áfram í jarðtengingu með brúnum tónum..

veldu þér smá appelsínugulan í hugan og þess utan næst þegar þú telur þig þurfa heilunar..

Svona gæti ég haldið endalaust áfram.. Hversu oft klæðum við okkur í Gulan lit dómgreindar og visku?

13.09.2010 20:39

Heimsljós :)

Um helgina var dagur heildrænar heilsu í Mosfellsbæ í lágafellskóla og var þar ótrúlegt úrval af allskonar kynningum á starfsemi sem passar kannski ekki inn í heilbrigðiskerfið en passar inn í heilsuna og vilja okkar til að bæta okkur og betra. Sá margt áhugavert og hefði viljað skoða meira eins og öreinda skanna sem gefur til kynna hvað við höfum ofnæmi fyrir í mat, fá að prófa bowen og láta spá fyrir mér.

Fékk þó að prófa gott te og smá spá með sígunaspilum sem ég hafði ekki séð áður, tók ég með mér nokkuð af bæklingum sem bíða þess að ég skoði nákvæmlega.

Þessa helgi bauð ég upp á Árulestur og leiðsögn, þar að segja kom með þá liti sem ég sá mest áberandi í árunni og lestur á persónu og líkama í kjölfar þess, leiðbeindi í hvaða liti væri gott að taka inn því litir hafa áhrif á salatetrið okkar. Og gaf reiki heilun.

Mér til ánægju virtust allir vera voða sáttir við það sem kom fram og vona ég að það fylgi þeim áfram.

Þegar ég byrjaði aftur að spá og taka í einkatíma á ný fyrir um 3 árum gerði ég þá breytingu að ég byrjaði tímann á því að gefa heilun og vildi ég þá með því gefa fólki aðeins extra, smá saman hefur þetta þróast út í lestur á áru og svo hefur tenginginn styrkst með þessari heilun sem leið fyrir upplýsingar að berast.

Ég er miðill upplýsinga og orku. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir fyrir fólk eða geta í eyðurnar. Ég get einungis komið á framfæri því sem til mín kemur hvort sem það er í myndum eða máli.

En það er samt ánægulegt að fá gott feed back þrátt fyrir vinnuálag sem vissulega var um helgina þá gaf þétta mér ótrúlega mikið að leyfa heiluninni og miðluninni að vera í aðalhlutverki :)

Takk þið sem hjálpuðu og þið sem fenguð að njóta að mér meðtalinni :)

Ég er bara ég

10.09.2010 00:27

Akureyri helgina 24 sept.


En á ný stefni ég norður, er planið að vera helgina 24 til 26 og verður gott að komast aðeins út úr bænum.

Þessi tími september mánuður virðist ætla að líða ansi fljótt sem aldrei fyrr og mikið a ske.

núna um helgina verður til dæmis www.heimsljos.is  og verð ég þar með stutta lestra, árulestur og heilun sem sagt gaman.

ég hef verið að skoða soldið hugmyndir um Dýra Tótem og lesa um það.

Spurninginn sem maður veltir líka fyrir sér hvað er Tótem og hvað þá Dýra Tótem.

Ég skil það þannig að þarna sé um að ræða dýr sem veitir okkur innblástur eða stendur fyrir ákveðnum tilfinningum eða einkennum sem við viljum búa yfir okkur til þroska og hagsbóta á ákveðnum tímapunkti. Ég vona að þetta meiki sens því ég svona er að reyna að skilja á sama tíma.

samkvæmt indjánum þá ertu fæddur inn í ákveðið dýr samanber vestrænu stjörnumerkinn og svo getur þú íhugað og þá á dýrið sem vinnur með þér að birtast þér.

Myndinn af dýrinu mínu var fljótt að koma til mín. Það var mér til undrunar fjallaljón eða púma en þegar ég les skýringar þá passar það fullkomlega.

það er gaman að kynna sér mismunandi hugmyndir l

Ég stend oft og mörgu sinnum fram fyrir einni mjög mikilvægari spurningu

Er þetta raunverulega til?  mér finnst ég verða fyrir sífelldri ögrun í því að hvað er þessi venjulegi heimur og svo anda heimur. Það að samþykkja að það sé eitthvað þarna hinum megin er náttúrulega stórt skref en .. hinu megin hvar ?

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 179
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 378296
Samtals gestir: 57773
Tölur uppfærðar: 22.7.2024 18:06:46

Spáspjall