Flokkur: júli2012

03.07.2012 09:54

Það byrjar allt með þér

hver er sinn gæfusmiður og sorterari.. 

það er svo mikilvægt að við tökum þau tækifæri sem að okkur réttast og nýtum þau. Að vera jákvæð og leyfa þessari hugsun að komast að sem segir að aðeins það sem er gott fyrir mig stoppar hjá mér. 

það segir sig sjálft að við hittum allskonar fólk á lífsleiðinni og sumir vilja eitthvað frá okkur og aðrir vilja gefa okkur af sér. 

En valið er alltaf okkar varðandi hvaða fólk við viljum að umkringi okkur. Við erum soldið eins og börninn stundum í óöryggi okkar "einhver athygli er betri en engin athygli" og sýni einhver okkur athygli þá finnst okkur við sérstök þótt það sé neikvæð athygli. 

Þetta á serstaklega við um þá sem eru óöryggir með eigið ágæti og sækja viðurkenningu í gegnum aðra. 

Því fyrr sem við áttum okkur á því að öll tilfinning um eigin verðleika og styrk kemur að innan því frjálsari erum við til að byggja okkur upp. 

það veit engin nema við hver við erum en það er líka gott stundum að spegla sig fólki sem maður veit að þykir vænt um mann. Sjá hvað aðrir sjá og athuga hvort það sé eitthvað sem við þurfu að skoða. 

Er hegðun okkar að sýna þá manneskju sem við viljum vera? hvað erum við að segja? er það eitthvað sem bergmálar okkar innri persónu eða erum við að eltast við að reyna að segja það sem við höldum að aðrir vilji heyra. 

hvað viltu? Hvað langar þig að gera? hvað viltu panta ? 

Geturðu svarað þessum spurningum án þess að ráðfæra þig við aðra?

hvar serðu þig eftir 5 ár? 10 ár? 

Hvernig sérðu þig sem persónu? Hverjar eru þarfir þínar og langanir sem þessi persóna. 

Það er nokkuð ljóst og verður ljósara með hverjum degi að við stjórnum okkar eigin lífi, með viðhorfi okkar jákvæðu eða neikvæðu, með gerðum okkar því sem við gerum og sleppum að gera . 
Og orðum okkar því sem við segjum og látum ósagt. 

Við breytum ekki öðrum og aðrir breyta okkur ekki. 

Kjarninn okkar er alltaf þarna til staðar en stundum flækjast umbúðirnar fyrir okkur og þær þarf að laga til. 

Ég heyrði snilldar setningu um daginn, "borðaðu eins og manneskjan sem þú vilt líta út fyrir að vera " 

og það má heimfæra þetta á allt. Hvernig viltu vera? Hagaðu þá lífi þínu eins og sú manneskja sem þú sérð sem betri útgáfan af sjálfri þér.






  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 352
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 456555
Samtals gestir: 65789
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 23:22:55

Spáspjall