24.09.2013 21:39

Tapaði tíminn frá barninu þínu er ómetanlegur


Maður er alltaf að gera uppgvötvanir sem foreldri, Ég á eina 6 ára dömu. 

Ég held til dæmis að barninu mínu hafi verið ætlað að finna mig því ég er alltaf að komast að því hvað hún er frábær í að vera góð við mömmu sína, og kenna henni varðandi kærleikan, og hvað hún kynnist bara góðu í sínu umhverfi í skólanum.

 Eftir helgar tvöl hjá pabba sínum þá labbaði hún sér heim úr skólanum og sagði mamma "getum við ekki gert eitthvað saman, farið eitthvað út saman" " farið í gönguferð eða eitthvað" 

og ég varð við því og hugsaði það er engin ástæða til að neita barninu um það, bæði gott fyrir hana og gott fyrir mig.

 Við fórum af stað og hún hjólaði og ég labbaði. Svo varð nú úr að hún vildi ekki hafa hjólið með sér ákveðin spotta og fór í það að festa við tré og ég benti á að kannski væri sniðugra að festa við ljósastaurinn og þá kom " Mamma ! þú ert svo hugmyndarík" Það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mann, en þarna fékk ég algjörlega til baka það sem lagt hefur verið inn með jákvæðri hvatningu og hrósi. 

Við ætluðum nefnilega að labba upp að æfingatækjunum.. og við náðum því markmiði, Eg bauð henn oft að fara bara heim, en nei hún ætlaði.  
Alveg eins og ég bíð henni oft að það sé allt í lagi að lesa bara tvær blaðsíður eða 5 í lestra bókinni.

Það er ótrúlega frábært að upplifa í gegnum barnið sitt hvernig hlutirnir eiga að vera, 

þótt engin sé auðvitað fullkominn þá er það engin afsökun til lengri tíma. 

Ég vona að ég muni aldrei týna mér svo af áhyggjum yfir peningum eða fréttunum eða áhugamálunum að ég verði ekki til staðar til að hvetja barnið mitt áfram í lífinu. 

Og kenni henni að hún er frábær eins og hún er og allt sem hún ætli sér sem er jákvætt geti hún leikandi. 

Það eru nefnilega hlutir eins og læra að pissa úti á bakvið tré þegar maður er alveg í spreng og langt er heim sem lærist bara hjá þeim sem gefur manni mestan tíma. 

Sem foreldri til foreldris vona ég að þú gefir þér tíma með barninu þínu. 

07.08.2013 15:30

Reiki Námskeið og einkatímar.


Til stendur að hafa Reiki 1 námskeið í ágúst. og þá er Næsta helgi eða næsta vika sem kemur sterkast inn. 

Ég er að stefna á að vera á austurlandinu helgina 24 ágúst og svo Sauðarkróki seinustu helgina í ágúst. Verður það auglýst síðar á því svæði. 

Tímapantanir varðandi Einkatímana og fyrirspurnir vegna námskeiða er í síma 8673647

kveðja 

Hólmfríður 

22.07.2013 17:07

Besta lexían

það er ansi margt sem ég hef lært bæði um sjálfa mig og aðra á minni annars ekki löngu æfi. 
 
en mest hugsa ég að ég hafi verið meðvituð um þennan lærdóm síðustu 6 árinn. 


Það sem ég tel vera bestu lexíuna er einföld "ég er minn meistari" Hljómar voða formlegt og stíft og ægilega heilagt. 

en í einföldu máli ber ég ábyrgð á mínum gerðum, viðbrögðum og hugsunum. Og á sama tíma ber ég ekki ábyrgð á annara manna gerðum viðbrögðum og hugsunum. 

Ef ég lem þig i andlitið þá ræður þú algjörlega hvernig þú bregst við. Þú getur lamið mig til baka, þú getur öskrað, þú getur staðið kjurr og ekki gert neitt. Þú getur labbað í burtu. 

Ég tók þá ákvörðun að lemja og því uppsker ég eftir því hvað þú ákveður að gera. 


Hvort sem ég faðma þig eða lem þá ræður þú viðbrögðum þínum og öfugt. 

Þetta sama á við tilfinningar og ákvarðanir annara. Við getum haft jákvæð og neikvæð áhrif á fólk en ákvarðanirnar og hegðun er það sem við ákveðum sjálf. Og þannig höfum við áhrif á nútíðina og framtíðina. 

Höfnun er mörgum erfið og eðlilega. En við höfum líka rétt til að hafna þeim kostum sem okkur þykir ekki físilegir. 

og það er þá okkar ákvörðun og við höfum rétt á því. Við veljum ekki fyrir aðra en við veljum fyrir okkur sjálf. 


Þegar þessi lærdómur hefur farið fram getum við skoðað eigin framkomu og séð hvort við erum að framkvæma á móti eða með okkur sjálfum. 

Við verðum líka að átta okkur á að meðvirkni þjónar okkur ekki. Því ætti einhver að virða okkar ákvarðanir og vilja ef við erum alltaf að þjóna annara vilja og bíða ákvarðana utan frá. 

Persónulegur styrkur kemur frá því að standa með sjálfum sér og virða vilja og ákvarðanir annara. Og á sama tíma virða sinn eigin vilja ef þeir vilja fá virðingu. 


Að fá nei er ekki það versta í heim að fá kannski er verra. Og að fá Já er auðvitað gott ef þú baðst um eitthvað sem þú sannarlega vildir. 




14.07.2013 14:18

Hver er sterkur?

Eða skulum við segja hvað er að vera sterkur? 

Hvað er að hafa styrkleika? en þá getum við líka sagt hvað er að hafa veikleika? Getur veikleiki snúist upp í styrkleika. 

Amma mín hefur til dæmis ótrúlegan styrkleika, alveg sama hvað hefur gengið á alltaf heldur hún ró sinni og kemst í gegnum hvern ólgusjóinn. 

Er það ekki styrkleiki hennar að hafa alltaf til mat handa svöngu liði hugsa um heimili og tryggja að öðrum líði vel. 

Er það ekki heilmikið verk ? Þetta úthald að sama hvað kemur inn um dyrnar þínar að halda áfram og gefast ekki upp. 

En er það ekki líka styrkleiki að geta sagt nei nú er nóg komið. Þekkja sín mörk og verja þau. 


Er það ekki styrkleiki að geta verið til án þess að þurfa að velta fyrir sér viðhorfi annara eða skoðunum gangvart því. 

Að vera sjálfstæð eining. Margar sjálfstæðar einingar geta byggt upp saman. Eins og sterkur múrsteins veggur, við þurfum bara að hafa gott lím sem heldur okkur saman. 

lím eins og virðingu, sjálfsvirðingu, umhyggju og kærleika. Það er hægt að brjóta niður vegginn og leyfa honum að standa en við verðum samt alltaf múrsteinar sem erum einstakir en samt hluti af heild. 

Hver er þinn styrkleiki? 

12.07.2013 20:42

Noregur í júli

Það er gott að ferðast, komast í nytt umhverfi og sja annað utsyni en það sem blasir við á hverjum degi. 

Ég hef eins og allir aðrir verið á ákveðnu ferðalagi í gegnum lífið. Ferðalög eru mismunandi. Sum eru til þess fallinn að læra eitthvað nýtt önnur eru til gamans. 

Við förum í ferðalag inn í hugan og við förum í ferðalag á nýjum vegum. Það er eðlilegt að kvíða þegar lagt er upp í nýtt ferðalag og þá serstaklega þegar um nýja ferðafélaga er að ræða. 

en ótti við að stíga ut á vegin kemur í veg fyrir að ferdalagid geti hafist. Lífið er eitt ferðalag og ef við óttumst sífellt hvað bíður okkur úti á nýjum vegum komumst við aldrei úr stað. 

við getum eflaust fundið okkur helling að gera heima við til að seinka ferðalagi okkar, en því gera það þegar svo margt skemmtilegt gæti orðið á vegi okkar. 

Pökkum góðu nesti og jákvæðninni og þá gengur ferðalagið vel alveg sama hverju vindurinn blæs inn. 

Aldrei að vita nema við eignumst nýja ferðafélaga á leið okkar á nýja staði. 



Núna er ég á ferðalagi um Noreg og hef verið að bjoða upp á einkatíma í spámiðlun með reiki heilun. Én líka auðvitað að hitta gott fólk og njóta góða veðursins. 

Ég er stödd í Jessheim og mun bjoða upp á einkatíma á meðan ég er hér næstu 2 vikur. 

Ég mun líka bjóða upp á reikinámskeið og er ég byrjuð að skrá á það en vantar að ná lámarks fjölda. 

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starf mitt eða Reiki þá bendi ég á google og svo bara hafa samband. 

Aflaðu þér upplýsinga áður en lagt er í nýtt ferðalag..en ekki ákveða fyrirfram hvernig ferðinn verður nema þá með jákvæðu hugarfari. 

Góða ferð. 

02.07.2013 02:49

Hin ósýnilega girðing

þegar okkur dreymir hús þá ber að skoða hvaða hluta hússins okkur dreymir og hvað erum við að gera þar. 
Húsið stendur fyrir okkur sjálf. Ef við erum að grafa í kjallaranum þá erum við að vinna í rótarstöðinni okkar sem er neðst. Ég fór inn á háaloft í húsi um daginn og þar voru þröngar dyr sem mér tókst svo að opna með gamaldags beygluhurð. ég er sem sagt að vinna í Topstykkinu og að stækka þá hurð sem þar er fyrir með gömlum aðferðum. 


Þar fyrir innan var maður að baka brauð sem mér þóttu nú heldur stór og óvenjuleg. Verður að koma í ljós hvað það þýðir :) 

En Talandi um hús þá í mörgum tilfellum er grindverk í kringum hús og þessi grindverk girða af svæði í kringum húsið sem ætlað er til einkanota fyrir íbúa húsins. 

Ekki er það nú alltaf svo að allir beri virðingu fyrir þessari girðingu og fara inn á þetta einkasvæði án þess að hirða um greinilegar girðingar og hlið. 

En Eigendur húsins ráða nú líka hvort þeir leyfi þessum óboðnu gestum að ganga lausum á þeirra einkasvæði. Það jú má alveg bjóða fólk velkomið á einkasvæðið. En það má nú samt ekki gera ráð fyrir að því sé frjálst að koma á það svæði á hvaða tíma sólahrings sem er í framtíðinni. Það þarf ekki að vera að þessir gestir séu eitthvað verri en aðrir heldur einfaldlega að þetta er einkasvæði og þar eiga ekki óboðnir gestir að koma og þá boðnir gestir á þeim tíma sem þeim er boðið. 

Ef eigandi hirðir ekki um að girða sitt einkasvæði í kringum húsið (sjálfan sig) er hætt við að hver sem er gangi yfir hans einkasvæði og geri það sem hann vilji. Það er voða erfitt að rækta upp garð sem aldrei er í hvíld frá hugsanlegri áreitni. 

Við mannfólkið erum soldið eins og þetta hús. Sum okkar vitum stundum ekki hvar garðurinn okkar endar og annara byrjar og svo er þetta að þótt girðinginn sé uppi þá er henni ekki viðhaldið og hver sem er getur komið inn fyrir hliðið án þess að við segjum neitt og jafnvel losað sig þar við rusl sem er svo í okkar verkahring að hreinsa upp ef við viljum að okkar einkasvæði sé sæmilega útlítandi og geti vaxið og dafnað. 

Ef ég vil fá að vera ein i garðinum mínum að sóla mig ..kemur það engum við.. Ég er í garðinum mínum. Og sama á við um nágranna minn. Þegar við mætum nýju fólki á gangi í götunni okkar.. mætum því við hliðið en ekki inn i stofunni okkar. tökum okkur tíma við girðinguna og setjum umgengis reglur innan okkar svæðiðs og virðum reglur annara þegar við erum hinum megin við hliðið. 

Láttum það ganga fyrir að ditta að húsinu okkar og girðingu, leyfum einkasvæðinu okkar garðinum að fá tækifæri til að dafna og stöndum vörð um girðinguna okkar og mörk sem gefur línuna hvar fólk má standa. 


Heima er best :) 

05.06.2013 02:14

Reikinámskeið og Einkatímar úti á landi


Stundum er erfitt að vita

hvert leiðin liggur breið

hvar endarnir mínir þræðast 

og finna sér þroskandi leið 


Stundum er erfitt að vita hvar á að byrja og hver raunveruleg verkefni okkar eru. 

þá vaknar ennfremur upp spurningin er ég að nýta alla mína möguleika vel ? 

Er ég að gera það sem er rétt fyrir mig? 

Mun það sem ég geri í dag ávaxtast fyrir mig í framtíðinni eða er ég í einhverjum hring sem aldrei endar.


Það eru allir með spurningar sem þeir stundum fá svör við en það er nokkuð ljóst að svörinn okkar eru flest innra með okkur. 

Við gerum okkar besta og vonum það besta. Ef við getum gengið frá borði og sagt 

" að minnsta kosti fylgdi ég eigin sannfæringu og gerði mitt besta" 

þá ættum við að vera sátt, eða hvað?

Getum við ekki alltaf gert aðeins betur en við gerum? Erum við alltaf að beita réttri aðferð?

En hvar eru mörkin? hvernig vitum við að okkar mörk eru þau sem eru eðlileg eða rétt? 

Við getum skoðað fjöldan og borið okkur saman við hann, við getum skoðað eigin líkama og hvað 

hann á að geta gert en er ekki að gera, höfum við fundið friðinn i kollinum á sjálfum okkur og hjarta eða leitum við út fyrir okkur.

það getur engin að mínu mati sagt að hann eða hún sé að fullu heil fyrr en viðkomandi nýtur félagsskaps síns sjálfs burt séð frá því  hvort viðkomandi hafi þarfir fyrir samskipti við aðra eða ekki. 

Þolum við félagsskap sjálfsins sem hvílir innra með okkur? 

Tölum saman og tökum sátt við sjálfið og það mun vinna með okkur þar sem það er jú að vinna fyrir sig sjálfa. 


Reiki þessi yndislega leið til að sækja sér jákvæðni, lækningu og styrkingu í gegnum Reiki orkuna 

Þessi fullkomna leið til að gefa í gegnum sig en samt fá orku sjálf. 

Ég á óteljandi lexiur að baki miðað við ár en ég hef líka tekist á við þær og ræktað persónuna mína og veit hver ég er.. líkaminn og ég eigum eftir að takast soldið á en hið andlega ég erum alveg í takti. 

Ég er ekki viss um að ég væri ég hefði ég ekki lært Reiki fyrir 19 árum síðan og vona ég að í stað að rétta fólk við og reisa upp á leið minni geti ég frekar miðlað því hvernig það getur sjálft haldið sér uppréttu án þess að treysta á utanaðkomandi. 


Ég mun fara núna um landið og hugsanlega út fyrir landsteinana í sumar kenna Reiki heilun stig 1 og 2 þar sem þess er óskað. 

  • Hægt er að vera með námskeið frá einum og upp úr en best þegar eru 2 eða fleiri. 
  • Ég mun bjóða upp á einkatíma í heilun eingöngu og svo einkatíma í spámiðlun með reikiheilun. 
  • Ég tek heim og svo er ég með aðstöðu Niðri í Gjafir jarðar. 


Ég verð á Höfn helgina 14 til 17 júni. og fer þaðan hugsanlega lengra austur og svo norður. 

En þo ekki norður og niður ;0) 

tímapantanir eru í síma 8673647 og email [email protected]


Hafðu það nú krúttlegt blítt og gott í sátt við sjálfan þig emoticon



06.03.2013 00:14

Ulsaker Noregi 14 til 18 mars.

Helgina 14 - 18. mars verð ég á Ulsaker/Bö Noregi

Ég verð með einkatíma í spá miðlun og heilun með árulestri. 

Ef þáttaka er nóg þá verð ég með Reiki 1 námskeið en það námskeið 2 daga. 

Endilega hafa samband í tíma varðandi tímapantanir og nánari upplýsingar. 

kveðja 

Hólmfríður 


+3548673647

27.02.2013 13:59

Reiki sem hluti af hefðbundnum lækningum

Nú þegar vorið er að nálgast fer ég aftur að vera með reiki námskeið. 

Hver Reiki meistari eða iðkandi hefur sína leið til að nota reiki fyrir sig persónulega, fyrir aðra, með öðru eins og nuddi eða jóga. 

Eingöngu Reikimeistarar geta samt sem áður kennt Reiki. 


Ég nota oft flugvélar myndlíkinguna þegar ég útskýri mikilvægi þess að hugsa fyrst vel um okkur sjálf í stað þess að einblína á að hjálpa öðrum. 

Þegar þú færð leiðbeiningar um viðbrögð í flugi og ert með barnið þitt með þér. Það detta niður súrefnisgrímur og þá ! átt þú að setja grímu fyrst á sjálfa þig og svo á barnið þitt. 

Ef þú missir meðvitund hver setur þá grímu á barnið þitt? ef barnið þitt missir meðvitund þá getur þú samt sem áður sett grímuna á það og það getur náð aftur meðvitund. 

Reiki er fyrst og fremst sjálfsrækt, hjálp við að minnka stress og álag á líkama okkar og andlegu líðan okkar til að gera líkama okkar auðveldara fyrir að heila sig sjálfan. 

Líkaminn grær en hann gerir það hraðar með Reiki orkunni. Ég hef alltaf haft þá skoðun að þeir sem eru mikið í að sinna sjúkum eða í ummönnunarstörfum, eða bara starfa með börnum, myndu "græða" á því að hafa reikiorkuna, Bæði til þess að brenna ekki upp eða ganga á eigin orku í starfi heldur vera miðlun orku og geta þá hjálpað en frekar. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan er viðtal við Reikimeistara sem starfar í Bandaríkjunum sem ég hef fylgst soldið með og hún hefur starfað inn á sjúkrastofnunum með sjúklingum og hjúkrunarfólkinu og þótt það sé langt er það vel þess virði að horfa á. 

http://www.goodlifeproject.com/pamela-miles-reiki/

Reiki er einfalt jákvætt og getur ekki skaðað á neinn hátt. 


Ég byrja svo með Reiki námskeið 1 og 2 stig um miðjan mai og áfram í sumar.

jákvæðni bros æðruleysi  náungakærleikur sjálfsvirðing og sjálfsvitund  verkjaleysi 
jafnvægi í líkama og sál  þetta er eitt af mörgum kostum sem fylgja því að stunda reiki á sjálfum sér. 




15.12.2012 20:53

Spámiðlun og reikiheilun einkatímar í Noregi á nýju ári :)

Það hefur nú ekki farið mikið fyrir að ég sé að spá eða vinna reiki vinnuna mína nema þá kannski í einkalífinu þessa síðustu mánuði. 

frökenin ákvað að skella sé í nám og hefur því verið soldið vant við látinn. 


Nú er stefnan sett á að vera í Noregi yfir Jól og áramót og inn í janúarmánuð. 

Ég ætla að bjóða upp á einkatíma á milli jóla og nýjars í Stafanger og í byrjun janúar. En svo verð ég reyndar líka í Fredriksted. 

Þeir íslendingar sem hafa áhuga á að fá tíma í Spámiðlun endilega hafa samband í [email protected] eins ef bara langar að fá nánari upplýsingar. 

Það má líka senda mér skilaboð á facebook :) 

Hafið það rosagott um jólinn og megi nýtt ár færa ykkur gleði í hjarta og bros á vör :) 











26.10.2012 03:14

Reiki á netinu


Ég hef oft hugsað hvað það væri gaman að láta gera vísindalega rannsókn á virkni Reiki og datt í smá leitarham eftir sambærilegum rannsóknum erlendis. 

Það sem ég hef komist að kemur mér ekki á óvart en Reiki er notað víða og hefur verið rannsakað að einhverju leiti með öðrum aðferðum frá 1993 að því mér hefur sýnst. 

Ég rakst á þessa rannsókn meðal annars 



Svo rakst ég á þessa doktors ritgerð er tengist Hjúkrunarkonum sem nota reiki. 


Fann einnig þessa síðu sem virðist hafa helling af áhugaverðum linkum sem snúa að Reiki en ég ábyrgist auðvitað ekkert það efni sem er á þessari síðu frekar en annari. 


Og svo eru svona linkar eins og þessi sem leiðbeinir hvernig meigi læra reiki heiman frá sér og selur 
fólki þá hugmynd að það geti lært reiki með því að læra efnið og svo framvegins.

Það skal tekið fram að ég tel að við höfum öll í okkur nátturulega getu til að heila hvort annað með snertingu. En mín skoðun er sú að í því tilfelli erum við að gefa af okkur eigin orku eða kærleika. 

við vitum jú all flest hvað gott og hlýtt faðmlag getur látið okkur líða vel. Hversu vel okkur getur liðið að halda á ungabarni eða þegar dýrin okkar vilja kúra hjá okkur. 

Munurinn á reiki heilun er nátturulega sá að þá er það utan að komandi orka Reiki orkan sem við sækjum okkur til heilunar og aðrir geta sótt í gegnum okkur sem reiki heilara og þá skiptir ekki máli hvaða stigi hefur verið lokið í reiki heilun þegar um er að ræða heilun með snertingu. Fjarheilun á einungis við þegar tekið hefur 2 stig, 3 stig eða meistarinn. 

Því verður maður soldið vonsvikinn að sjá svona efni sem hefur ekkert að gera með hvernig Reiki á að kennast. 

Aðgangur að Reiki orkunni virkjast ekki nema með vígslu hjá Reikimeistara. Og mikilvægt að leita sér upplýsinga hvernig viðkomandi sem gefur sig út fyrir að veita reiki heilun hefur lært og að viðkomandi geti sýnt fram á að hafa lokið sínu stigi með tilheyrandi skirteini frá reikimeistara. 



Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa reiki heilun eða vita hvað í henni felst þá má endilega hafa samband við mig í síma 8673647 eða á [email protected]

Ef þig langar til að biðja um fjarheilun vegna þín eða einhvers sem þú telur að þurfi á aukaorku að halda máttu endilega senda mér email með nafni staðsetningu og hvort það sé eitthvað sérstakt sem eigi að senda vegna. Allar upplýsingar eru trúnaðarupplýsingar. 

hér er svo linkur sem sýnir sjálfboðastarf á vegum rauðakrossins í singapore þar sem reikiheilarar fara inn á sjúkrastofnanir og vinna sjálfboðastarf. 





23.10.2012 13:24

Hvað finnst þér?


Þú sem ert að skoða síðuna mína eftir hverju ertu að leita?


Ég vona að þú finnir það :) 



En það sem er á næstunni hjá mér er að ég er byrjuð að bóka á reiki 1 og reiki 2 námskeið. 

Er að gæla við Reiki námskeið núna næstu helgi 28 og 29 okt. Og svo í enda Nóvember. 


Það sem hefur breyst er að ég er núna við yfir daginn í gegnum svarboxið og er hægt að fá spá að deginum sem áður var bara hægt á kvöldinn. 


En voða gott er líka bara að senda mér tölvupóst eða skilaboð og við finnum tíma. 


Ég á lausa tím á næstunni í einkatíma í spámiðlun með Reiki og svo er ég farin að bjóða upp á reikiheilun orkustöðvameðferðir að deginum. 

Annars vona ég bara að þú eigir góðan dag og glasið þitt verði alltaf hálf fullt :) 

Góðar stundir 

Hólmfríður 

8673647

02.10.2012 23:49

Uppgjör sumarsins og framhaldið :)

Þegar ég horfi yfir árið sem núna er langt komið þá get ég ekki annað en hugsað um hversu sterkt maður er leiddur áfram á réttan stað þegar traustið er algjört. 

Ég er ekki að segja að það sé ekki fyrir hendi sjálfstæður vilji sem velji ekki bara það sem ég vil heldur líka það sem ég vil ekki. 

Það eru próf á sjálfsvirðingu og getu til að bjarga sér og standa með sjálfum sér. 

En það eru líka verðlaun fyrir þá vinnu sem látin er út og með því að vera heiðarlegur og standa við sitt þá kemur það margfalt til baka. 

Hver við erum, hvað við segjum gerum og ætlum skiptir máli. 

það að koma fram við okkur sjálf eins og við vildum að aðrir kæmu fram við okkur. 

Sem kona viltu að manni þyki þú falleg..en hvað með þínar eigin hugsanir gagnvart sjálfri þér? 

ertu endalaust að leita að einhverju til að laga? Eða horfir þú á þig sem fallega veru sem á allt það besta skilið?

Þú meðhöndlar sjálfan þig eins og þú hugsar til þín. Horfðu á sjálfan þig með augum þess sem elskar þig. 

hugsaðu um sjálfan þig eins og einhver sem elskar þig? 

gerðu kröfur til þín að þú hugsir fallega til þín að þú hugsir hvað þú hefur og getur orðið en ekki hvað þú hefur ekki áorkað í fortíðinni. 

Þú ert falleg vera sem á allt gott skilið og getur allt sem þú ætlar þér. 


Svo er þetta að bera ábyrgð á sjálfri sér ..vera meðvituð um eigin orð og framkomu áætlanir og stefnu. 

Þeir sem horfast aldrei í augu við sjálfan sig fara ekki auðveldlega framá við. 



Ég er búin að vera dugleg að kenna þetta árið og er ofboðslega stollt af nemendum mínum sem ég hef fulla trú á að eiga eftir að nýta reiki vel fyrir sig og þá sem þess vilja njóta. 


En fyrst og fremst er tilgangur þess að læra reikiheilun að vinna með sjálfan sig ..að hraða eigin þroska og verða heill sem andleg og líkamleg mannvera. 

það að fá tengingu við Reikiorkuna virkjaða kemur líka af stað ákveðnu þroskaferli þú virkjast og það fara að opnast fyrir þér tækifæri á hlutum sem færa þér þroska. 

Þú ferð að kynnast fólki sem tengist því sem þú ert að læra sambandi við sjálfan þig, Og þú ferð að geta séð sjálfan þig sem einstaka veru að skilda frá tilfinningum annara, ef þú hefur átt við meðvirkni að stríða eða fundist erfitt að aðskilja tilfinningar og orku þína frá öðrum þá finnur þú mun og þá sérstaklega þegar litið er til baka. 

Lífið hættir ekkert að ögra þér en þú átt auðveldara með að takast á við áskorunina. 

Við erum hérna til þess að læra og verða heilli sem manneskjur og öðlast æðri þroska það er engin lauming á því. 

stundum er lærdómurinn einfaldlega sá að við eigum öll rétt á að vera hamingjusöm og vera ekki hrædd í hvert skipti sem okkur líður vel og við erum sátt að það verði tekið af okkur. 


Ég las Bók í sumar sem virkilega opnaði augu mín bæði gagnvart því hvernig ég hef verið að vinna í takt við gamlar hefðir Reiki frá tímum upphafsmannsins og svo um tilgang reiki. 


Það er ofboðslega mikil tíska í gangi varðandi andlega uppljómun að vera "góð manneskja" og á hverjum degi fæ ég sendar inn á vegginn minn á facebook fallegar myndir sem eru uppbyggandi og bera í sér falleg skilaboð um að allt sé gott og blessað á meðan jákvæðu hugarfari er haldið til haga. 

og það er allt gott og blessað. 

En við lifum líka venjulegu lífi þar sem ýmislegt kemur uppá, börn veikjast, detta við skerum okkur það eru pestir að ganga við verðum fyrir áföllum, það koma kannski inn ófyrirséðar breytingar eins og atvinnu missir og hvatning til okkar að breyta lífi okkar. 


þetta eru dæmi um hluti sem við öll á einhverjum tímapunkti þurfum að takast á við þetta venjulega dagsdaglega. 

Ég las bókina hans Guðlaugs Bergmanns "þú ert það sem þú hugsar" árið 2009 og eitt af því frábæra sem hann kom með er að við getum ekki verið 100% jákvæð 

Það er bara ekki hægt mesta lagi 80% og Það sem mér finnst Reiki orkan gefa mér mest er að halda einmitt uppi jákvæðu orkunni, að halda uppi trúnni á að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman og ég geti bara treysti því að ef ég geri mitt besta þá komi restinn inn. 

Og þegar ég lít til baka þá hefur það alveg staðist. púslið raðast upp eins og því er ætlað. 

Það er ekki allt fullkomið en allt hefst sem ætlað er. 


Reiki er það sem ég nota þegar ég sker mig og mér blæðir, sem heldur mér í jafnvægi líkamlega og andlega. 

Það er ekkert sem við ekki getum.. það þarf bara að vera áhugi fyrir því og stundum þurfum við að geta farlægt okkur og breytt þeirri sýn sem við höfum á okkur sjálf. 


Hafið kennslustund á því hvernig við viljum láta koma fram við okkur með því að setja upp línurnar og fara svo eftir því. 

reiki orkan er þessi umbreytanlega og stöðuga orka sem virkar á allt og gefur okkur orku til alls sem við viljum nota hana í svo lengi sem það er jákvætt. 

Svona alveg eins og Kærleikinn 

07.08.2012 15:19

Eskifjörður 10-13 ágúst

Þá er kominn tími til að leggja land undir fót og fara út á land að spá miðla gefa reiki og kenna reiki. 

Ég verð í góðu yfirlæti á Eskifirði um næstu helgi og er þegar byrjuð að bóka einkatíma svo um að gera að hafa samband tímanlega. 

Það verður voða gott að koma austur og hlakka ég til að taka á móti þeim sem til mín koma :) 

Ég er byrjuð að bóka á laugardaginn og á ég tima lausa seinnipart laugardags Fyrri part sunnudag og svo á föstudagskvöldinu. 

Ég er kominn með lámarksfjölda á reikinámskeið en get bætt við :) endilega hafa samband í tíma :) 

Einkatíminn hjá mér felur í sér að ég gef reiki í nokkrar mínútur, les í áruna og miðla því sem ég sé varðandi líkaman, fer í leiðbeinendur eða miðla. 

Svo kíki ég á framtíðina með Tarot spilum eða með upplýsingum frá leiðbeinendum hvers og eins. 

Það má endilega koma með beinar spurningar. 

emoticon
kveðja 

Hólmfríður 

01.08.2012 17:22

Spádómar og Reiki Námskeið

það er einhvern vegin allt að gerast þessa dagana og búið að vera ansi mikið í gangi í sumar :) 

Og ég er ekki undanskilin með það. 

Síðasta árið eða frá því í Október hef ég verið svo heppinn að fá að kenna úrvalsfólki Reiki Heilun og Það starf er rétt að byrja. 

Fyrir mér eru það ákveðin mannréttindi að fá opnun fyrir Reiki orkuna.  

svo ég útskýri mál mitt fyrir þá sem ekki hafa kynnst reiki þá með því að hafa aðgang að þessari orku Reiki orkunni sem er alheimsorka, kærleikur orka sem er okkur æðri og okkur til boða. 

það geta allir lært Reiki heilun og þó ekki nema fyrir sjálfan sig. 

Reiki gefur okkur tækifæri til að vera meira tilbúin að takast á við lífið, tilfinningar okkar, líkama og umhverfi. 

Gefur okkur ákveðna stjórn en stjórnast þó af okkar eigin undirmeðvitund og sjálfi. 

Það gefur okkur innsiglingu að því leiti að við tökum ekki inn á okkur tilfinningar annara þannig að þær verði okkar. 

Auðvitað berum við áfram tilfinningar til fólks. En við látum ekki stjórnast eins mikið af tilfinningum annara og hegðun. 

Við fáum þessa tilfinningu ég er ég og þú ert þú. En öll erum við tengt samt sem áður á kærleikanum. 


Gagvart unglingum finnst mér að reiki ætti líka að vera sjálfsagður kostur. Þau þurfa að geta hlúð að sér eins og við hin en þess heldur þar sem þau verða oft fyrir miklu áreiti. 

Þau eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífínu og tilverunni og uppgvötva sjálfan sig. 

Og hvað er þá Reiki Heilun? 


Heilun er það að gera það sem er ekki heilt eða vantar upp á heilt. Að núllstillast eins og ég kalla það. 

jafnaðargeð, Að stjórnast ekki af streitu eða neikvæðum tilfinningum að geta horft á hlutina frá sjónarhornum annara að vera meðvitaður um eigin tilfinningar og eigið sjálf. 

Að vera meðvitaður um eigin líkama og bregðast við hverskonar krankleika með reiki er líka mikilsvirði. 

Og eins þá verður næmleikin sterkari. 

Við vinnum með líkama okkar og anda með því að draga niður Reiki orkuna og beina henni þar sem hennar er best þörf samkvæmt orkustöðvakerfinu. 

(sjá til dæmis www.chahraenergy.com fyrir kort yfir hverja orkustöð og hvernig hún tengist inn á líkama okkar og hvernig ójafnvægi kemur fram. )

Allt þetta fylgir því að taka Reiki 1.stig og meira til. 

Reiki felur líka í sér aukna ábyrgð á sínu eigin. Þarna höfum við tæki til að ná jafnvægi á öllum sviðum lífsins og því er það einungis undir okkur komið að nota það. 

Ástundun er annað lykilatrið sem oft virðist gleymast. 

það er nefnilega þannig að alveg eins og það að mæta í ræktina reglulega hefur áhrif á líkama þinn þá þarftu að draga reikiorkuna reglulega niður í líkama þinn og anda til að halda jafnvægi. 


það eru ansi margir sem hafa í gegnum tíðina tekið reiki 1 stig og jafnvel 2.stig en hafa svo með tímanum ekki áttað sig á því hvað það skiptir máli að nota reiki reglulega. Stunda það að vera góður við sig og taka sér þann tíma til að vinna með sjálfan sig. 

Ég er ekkert saklaus af því sjálf. ég hef tekið upp verkja töflu og svo bara.. "Ásta hvað ertu að hugsa þú lagar þetta bara sjálf" og svo sleppt henni og unnið með verkinn sjál. 

Finna orsök og vinna svo út frá því. Takmarkanir eru engar eina sem þarf er ástundun. 

Oft er gott þegar fleiri en einn reiki heilari taka sig saman og verður þá kröftug heilun og hef ég leitað eftir slíkri hjálp sjálf og fundið ótrúlegan árangur. 

Allt í okkar lífi er undir okkur sjálfum komið og hvaða ákvarðanir við tökum í lífinu. 


Ef þú á einhverjum tímapunkti tókst Reiki 1.stig eða Reiki 2.stig og langar að rifja upp Reiki þá mun ég bjóða upp á upprifjunarnámskeið í sept. 

hafa bara samband í [email protected] eða 8673647 


það verða reglulega áfram Reiki námskeið 1.stig og 2.stigi. 

Ég hef verið með helgarnámskeið en mun byrja með námskeið virka daga í september. 

Ég auglýsi það síðar. 


3 stigið að mínu viti er fyrir þá sem eru virkilega að stunda reiki og hafa tekið ákveðna orkuhækkun og munu svo taka orkuhækkun við 3 stigið sem þeir verða að vera tilbúnir fyrir. 


Það sem er aftur á móti framundan næstu vikur er að það verður hægt að koma til mín í reiki meðferð fulla meðferð. 

Og svo er ég að fara að koma út á land bæði með Spámiðlun með heilun tímana mína og svo reiki námskeiðinn. 


Fyrsta ferðinn mín verður núna helgina 10-13 ágúst. þar sem ég verð staðsett á Eskifirði og bíð upp á einkatíma í Spámiðlun með reiki. 

Allir sem koma til mín í einkatíma fá reiki heilun í byrjun og tengi ég mig inn á áruna og fæ vísbendingar um líkama og sál. 

Ég tala um það sem er að gerast núna og hvernig það kemur til með hafa áhrif inn í framtíðina. 

Ég tala um hvað er að koma í framtíðinni. Hugsanlegar breytingar sem eru á leiðinni og svo hvaða afleiðingar þær hafa. 

í sumum tilfellum koma þeir sem standa okkur næstir sem farnir eru og vilja láta vita af sér. 

Leiðbeinendur koma á framfæri skilaboðum og staðfestingum á því að það sé verið að hlusta á þig í þínum bænum og hvað sé framundan. Staðfesting á því að þau hint sem þú hefur verið að fá um stefnuna í lífinu og tilverunni séu rétt eða röng. 

Hver og einn tími er ofboðslega einstaklingsbundinn og tekur um klukkustund. 

það sem eru aftur á móti fastir punktar eru 

Reiki heilun og árulestur

Lófalestur/ Tarot lestur/ miðlun 


Ef þið vitið af einhverjum sem á virkilega sárt um að binda og vantar svona smá hjálp má benda á mig. 

Hafðu það svo virkilega gott í dag og alla daga :) Lífið er alveg yndislegt og bjart þegar við gefum því séns og traust á það að allt sem kemur til okkar er gott og við munum hafa allt sem okkur mögulega vantar. 

það sem okkur vantar verður svo að engu þegar við byrjum að verðmeta hlutina okkar eftir raunverulegu gildi þeirra og gerfi þarfir víkja fyrir raunverulegum þörfum. 

Verum hamingjusöm hvernig sem lífið er því tilhvers að hafa fyrir þessu ef ekki til þess að njóta þess :) 

við erum það sem við hugsum .. hugsum því "ég er björt falleg vera sem á allt það best skilið og það tekur það engin frá mér nema ég leyfi það" 


Hafðu það gott 

Hólmfríður Ásta 


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 375
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 352
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 456538
Samtals gestir: 65789
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 23:01:54

Spáspjall