Flokkur: September2011

27.09.2011 00:14

Reiki 1 námskeið í Október

Reiki námskeið 1 stig verður Helgina 7 til 9 okt.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar eða taka þátt er velkomið að hafa samband í tölvupósti í [email protected] eða bara í síma 8673647

Þegar farið er á 1 stig í reikiheilun þá er opnað fyrir þann möguleika að heila sig sjálfur,og að aðrir geti dregið orku í gegnum okkur. Það er ansi magnað að hafa aðgang að allri þeirri alheimsorku sem líkami okkar og sál gæti hugsanlega vantað.

Heilun er í raun að gera heilt það sem hefur vegna álags eða annara orsaka hefur ekki náð að vera heilt og heilun fer fram á þann hátt að viðtakandi eða við sjálf drögum alheimsorkuna okkur til heilunar.

Það gengur allt fyrir orku alveg sama hvað það er. Það er einnig allt samansett úr orku. Með því að sækja okkur alheimsorku getum við hjálpað okkur sjálfum og öðrum sem það vilja að verða heil.

Stór orð ég veit það.

Ég hef lifað með Reiki í 17 ár og þessi leið hefur aðstoðað mig við að vinna úr ótrúlegustu hlutum og komið jafnvægi á tilfinningar mínar og líkama við ótrúlegustu aðstæður en lika bara við þetta daglega.

Reiki er hluti af mínu daglega lífi. Bara til dæmis ef ég fæ blóðnasir eins og gerðist í gær upp úr þurru var nóg að setja hendur yfir nefið á mér og það hætti að blæða innan 2 mín án þess að ég væri með bómul í nefinu.

Lagt hendur á hjartastöðina ef ég er eitthvað down eða rótarstöðina við túrverkjum. Og eins að það sé ekki dregin frá manni eigin orka.

Þetta er í raun bara brot af möguleikunum og þegar opnað hefur fyrir aðgang að reiki orkunni er hann alltaf til staðar.

Og þú sem ert búin að taka reiki eitt og jafnvel tvö en ert ekki að nota reiki reglulega fyrir sjálfa þig, þá er kominn tími á það :0)

Það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki unnið úr gömlum sárum og liðið vel með okkur sjálf.

Ef þetta er eitthvað sem þú hefðir áhuga á að kynnast þá er bara að setja sig í sambandi við mig.

Um er að ræða helgarnámskeið og það er skyldumæting á alla dagana reikna skal með fullum laugardegi og sunnudegi frá kl10 til 16

Námskeiðið kostar 10.000 kr. og er takmarkaður fjöldi til að byrja með.

Hver er tilfinninginn þegar þú lest orðið REIKI HEILUN tókstu smá kipp.. kannski er þetta hintið þitt að þú sért kominn á þann stað í lífinu að þetta sé næsta skrefið fram á við.

Hafðu það gott :)

Þeir sem vilja prófa að koma í reiki en ekki á námskeið geta pantað tíma hjá mér.

með reiki getum við :

                      Losað okkur við streitu,                                      
 • ·Losað okkur við verki,
 • ·Losað okkur við sjúkdóma,
 • ·Losað okkur við hræðslu,
 • ·Losað okkur við kvíða
 • ·Aukið innsæi okkar og næmi
 • ·Komið jafnvægi á orkustöðvarnar
 • ·Komið jafnvægi á innkirtla starfsemina,
 • ·Öðlast sjálfsöryggi,
 • ·Öðlast innri ró,
 • ·Aukið umburðarlyndi okkar


  Reiki 1 er fyrir fólk á öllum aldri og gerir til dæmis unglingum mjög gott eins og öllum öðrum.

  Ég gæti talað endalaust um Reiki og hversu gott það gerir en ætla að láta staðar numið og leyfa þér sem ert að lesa þetta að melta aðeins upplýsingarnar og ákveða hvort þinn tími sé kominn.

  Góða framtíð :)

  kveðja

  Hólmfríður Ásta


  • 1

  Eldra efni

  Flokkar:

  Flettingar í dag: 217
  Gestir í dag: 60
  Flettingar í gær: 382
  Gestir í gær: 144
  Samtals flettingar: 335694
  Samtals gestir: 50110
  Tölur uppfærðar: 24.5.2024 18:13:56

  Spáspjall