18.07.2019 03:08

Vantar þig leiðsögn?


Mín reynsla er sú að besta leiðsögninn kemur að innan, þessi tilfinning sem segir "nei bíddu aðeins" eða "ja því ekki" og sú sem segir "það versta sem gæti gerst væri að..." ef maður tekur stökkið og treystir tilfinningunni. 

Þegar þessi hugsun kemur; að maður verði að gera eitt eða annað vegna þess að hinn eða þessi muni annars bregðast við á ákveðin hátt sem við annars óskum eða óskum ekki þá skulum við draga okkur í pásu og spyrja okkur: "erum við að fara eftir innri röddinni eða er meðvirkni í gangi, erum við að þjóna ímynduðum væntingum annara eða vilja?"

þangað til að ég lærði að vera meðvituð um innri röddina mína og hafa sjálfstraust til að fylgja henni, nú segja einhverjir sem þekkja mig, "þú hefur alltaf gert það sem þér hefur dottið í hug" og já ég hef alveg gert það en það að gera alltaf það sem maður vill eða dettur i hug hefur ekki endilega alltaf jákvæða niðurstöðu fyrir okkur. Það er gott að stoppa við og sækja sér staðfestingar. 

Það er oft fólk að koma til mín í spá með það í huga að fá staðfestingar á því plani eða óskum sem það hefur innra með sér. 

Mér finnst mikilvægt þegar fólk komi til mín að til að byrja með og þess vegna allan tíman segi það mér ekkert um sína hagi. Þannig er það sem ég segi byggt einungis á mínu innsæi sem ég ju treysti. 

Best í  finnst mér að enda lestur  á því að spyrja "já og eru einhverjar spurningar að lokum?" og fá svarið " nei ég held þú hafir farið inn á allt sem ég var að pæla" 

Auðvitað segir innsæið mér oft hluti sem fólk veit alveg en var ekki tilbúið að meðtaka, og ég hef alveg fengið reiði (reyndar sjaldan) þar sem viðkomandi er ekki sáttur við að fá ekki það sem hann eða hún vildi heyra. En ég fagna því líka þegar ég fæ lítin sætan tölvupóst árum seinna þar sem mér var þakkað fyrir að segja eins og er akkurat það sem viðkomandi þurfti að heyra. Það gleður hjartað. 

En það þarf ekki alltaf að fara til spámiðils eða spákonu, Guð veit að ég á oft erfitt með að finna einhvern sem ég er sátt með. Ég hef því notað bækur, Ég opna einfaldlega bók blindandi og les hvað stendur, Ein af mínum uppáhalds er "Óður Lífsins-Speki Frumbyggja Ameriku " ritstýrð af Hexley. 

i tilefni þess opnaði ég bókina og þetta sagði hún mér í dag:

 "Það er Hollt að minnast þess að við eigum okkur öll ólíka drauma" Speki Crow Indjána. 


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 179
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 378296
Samtals gestir: 57773
Tölur uppfærðar: 22.7.2024 18:06:46

Spáspjall