31.12.2011 16:22
Gleðilegt nýtt ár 2012
Þið sem hafði heimsótt síðuna mína á árinu, fengið hjá mér lestur á netinu eða komið í einkatíma hér í bænum og úti á landi.
Ég trúi því og treysti að árið framundan verði gott ár einfaldlega vegna þess að hvert okkar mun gera það besta úr árinu sem það færir okkur.
Ég óska ykkur bjartsýni dugnaði og gleði í stundum ykkar sem framundan eru.
Notum tíman vel því hvert augnablik er mikilvægt í að móta það næsta. Leyfum okkur að eiga kósí stund þegar sú þörf kemur yfir og látum ekki annara tilfinningar ruglast við okkar nema jákvæðar séu
árið 2012 ber töluna 5 og ef lagt er við fæðingartöluna sem í mínu tilfelli er 11 eða 2 fáum við 7 en.. þar sem ég á ekki afmæli fyrr en í nóvember þá byrjar nýtt talna ár ekki fyrr en þá. Þannig að ég held áfram á 6 :)
Fókusum á það sem er mikilvægast samskipti okkar við börninn okkar og samferðarfólk ekki dauða hluti.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2012 byrjar ísland að rísa upp á við og við förum að sjá jákvæðar breytingar fyrir heimilin í landinu strax í febrúar.
Ég segi að verðbreytinginn fari á árinu.
Öflum okkur upplýsinga og gerum kröfu um hjálp og hugsum okkur inn í velmegnun. (setja secret á leslistan)
Það er engin einn eða ein við höfum öll okkar verndarenlga og vætti sem bíða þess að við biðjum um aðstoð og að við treystum á þá tilfinningu og innsæi sem innra okkar býr því þar er auðveldast að senda okkur skilaboð.
Löbbum inn í nýtt ár treystandi því að lífið hefur upp á svo skemmtilega hluti að bjóða ef við erum tilbúin að setja niður svartsýnisgleraugun og lítum í spegil áður en við gagnrýnum aðra.
breytingar koma alltaf fyrst innra frá. Og við ráðum því sjálf hvernig við tökumst á við þá erfiðleika sem koma til okkar.
reiði tekur meiri orku en jafnaðargeð og við þurfum alla okkar orku og kærleika til okkar barna og sjáfs okkar.
Kærleikurinn er sterkastur þegar við beinum honum að okkur sjálfum
nýjars kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta