10.06.2011 00:02

Að ylja sér við eldinn



Ákveðin setning var hömruð í mig og örugglega fleiri þegar þeir voru yngri "brennt barn forðast eldin"

sem þo er betri en "þú byrgir ekki brunninn eftir á"  með loforð um framhald.


Þegar við fæðumst erum við að mestu til í allt, við höfum fítons krafta miðað við stærð og okkur finnst við geta allt og allt sé sjálfsagt að komast yfir og afreka.

við gefumst ekki upp og okkar innri eldur er óbeislaður og beintengdur í aðgerðir okkar,

við brennum upp allan eldivið sem að okkur er rétt og erum til í að kanna heiminn keyrð áfram af forvitni og lífsvilja.

Hægt og rólega eru byggðir í kringum okkur veggir. Siðareglur, bönn, boð og félagsleg viðmið.

Allt hefur þetta gildi í góðu hófi.

En það sem er eiginlega verst að okkur er kennt að óttast okkar eigin eld og kraft. Og þeir einstaklingar sem halda í þennan eld eru oft álitnir allt frá því að vera snillingar brjálæðingar meistarar gúrú og fram eftir götunum.

það eru ótrúlega margir snillingar sem hafa farið alltof fljótt þar sem þeir hafa brunnið upp fyrir aldurfram  eða álitnir ógn við hin venjubundnu viðmið.

Hvað var ekki sagt um Elvis og mjaðmahnykkina hans á sínum tíma.. en það er þetta að vera "consumed by the fire"  að vera ekki þessi sem kveikir elda allt í kringum sig heillast af hitanum og ljósinu en brennir burt allt súrefnið sem hann jú þarf til að lifa lokar sig inni í eldhring. Saman ber ring of fire með Johnny Cash  svo er það nátturulega "light my fire" með the Doors og einfaldlega Fire með Jimi hendrix

Eldur er áskorun!

um að gæta öryggis, og hófs, að sýna virðingu og framkvæma eftir því, að sína aðhald og viðhald, að þekkja sín takmörk, að vita hvenær er best að slökkva eldinn og hvenær hann má loga glatt þangað til hann deyr sjálfur. Eldur er alltaf eldur  og hann er fullur af möguleikum fyrir stærra bál

skiptir ekki máli hvort í þér býr lítil glóð eða stærðar bál áhrifin eru bara lengri tíma að koma fram.

um leið og við förum að hlúa að litlu glóðinni okkar dafnar hún og verður að stærra báli á sama tíma og að um leið og við tökum fyrir súrefni og eldivið kafnar stóra bálið okkar.

kertaloginn kveikir hjartabál því verður ekki neitað þarf engan arineld í það.

konur og menn eru soldið eins og eldspítan og eldspítnakassinn
kassinn verndar hana gegn raka og því að tínast
kveikir í henni en ekki án þess að hún hvíli í honum eða hún láti strjúka sér eldsnöggt utan í hann.
En eldspítna kassin er þannig gerður að ekki þýðir að nudda eldspitunni við hvaða hlið sem er
ef kveikja á loga.  

að lokum ef þú leggur logandi eldspítu að eldspítna kassanum brenna þau upp saman

spurning að beina kannski ekki of miklum eldi að kallinum..

gæti kviknaði í honum og þú brunnið upp

eftir standa brunarúsir sem þó skiluðu fallegum loga og sætri angan :0)

Fyrir eld sem hefði verið hægt að blása af í byrjun.


Verndaðu logan í brjósti þínu hann var gefin þér til eldmóðs

kveikjum ekki nýja elda án þess að hann nýtist og lærum að beisla hann í réttar áttir án eyðileggingar

sinnum okkar eldi og eldstæði svo okkur verði áfram hlýtt en sofnum ekki á verðinum

deilum eldinum okkar öðrum til hlýjunar og birtu og verum ekki feiminn að nálgast eldstæði annara.

Komum okkur niður á jörðina þegar eldurinn verður of mikill. 

Of mikill eldur felur í sér eyðileggingu sársauka og Ör sem seint gróa en án hans áttu á hættu að frjósa úr kulda. 

megi þú verða meistari eigin elds





Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1037
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 585640
Samtals gestir: 76271
Tölur uppfærðar: 11.4.2025 23:25:23

Spáspjall