04.01.2022 00:16

2022 nýtt ár ný tækifæri hugmyndir og lausnir


Það kom að því að ég yrði aftur virk á spamidill.is, það er nefnilega þannig að spámiðlar eru líka fólk, og til þess að geta miðlað leiðbeint og veit innsýn þarf maður að lifa lífinu líka, með öllum áskorunum og lærdómi sem því fylgir. 

Því miður barst mér sú frétt frá Modernus að Svarboxþjónustan sem slík verður ekki í boði frá og með 31.12.2021 síðast liðnum. 

Ég var svo uppfinningasöm að vera frumkvöðull að nota Svarbox á síðunni minni, eini einyrkinn í ákveðin tíma og hafði það margt gott fram að færa en líka ýmsar tæknilegar áskoranir. 

Það hefur samt gefið mér gleði þegar fólk hefur haft samband eftir að hafa lesið yfir spánna og látið mig vita hvað hefur ræst vel úr. 

Spamidill.is mun fara í gegnum ákveðna upplyftingu og ég mun setja inn nýja möguleika til að tengjast og það mun vera hægt að fá spá áfram með því að senda mér tölvupóst eða hringja. 

Við búum við ákveðnar áskoranir en við því er eina svarið að finna lausnir. Hvort sem það er C19 eða hvar framtíðinn liggur. 


Í öllu sem við gerum í lífinu er mikilvægt að vita Hver er ég? hvað þarf ég raunverulega til að vera ég, finna innri frið, hlægja vera hamingjusöm samur. Þarf ég hraða eða ró? Hver sem innri kjarni okkar er þurfum við öll að vita hver hann er til að auðvelda fyrir okkur leiðina að okkar hamingjustað, hamingjustaðurinn er þar sem við erum við, tökum ábyrgð á okkur, gerum hluti sem gefa okkur en gefa líka öðrum, því við getum ekki gefið okkur nema gefið öðrum í leiðinni. Við getum ekki framleitt eitthvað sem engin vill eða miðlað einhverju sem engin vill hlusta á. Það þarf þetta gefa og þyggja í allt. við getum skapað, listir gleði, peninga, upplýsingar, fræði, börn, 

Við getum líka endurskapað og endur uppgvötvað okkur sjálf, hugsað upp á nýtt þarfir og þrár og leyft okkur að njóta og blómstra. En til þess þarf jarðvegurinn að vera góður og ræktanlegur. Það er ekki síður mikilvægt þeim sem eru án jarðtengingar "andlegir" (ekki ein jarðarpláhneta í mínu stjörnukorti) að finna sína jarðtengingu, þekkja sjálfan sig, vita hvar er hægt að lenda, hafa startpunkt. á sama tíma þurfa þeir sem sökkva dýpra og dýpra í jörðina að fá vind undir vængi sína til þess að lyfta þeim upp til sólar. 

Þeir heppnu og kannski pínu kláru eru þeir sem hafa lært að vera eins og farfuglinn, eiga sér sína föstu staði til að lenda á en njóta þess líka að fljúga um loftin blá með yfirsýn yfir loft og jörð, með skilning fyrir mikilvægi beggja. 

Allt sem við áorkum jákvætt eða neikvætt, kemur frá okkur sjálfum, orð gerðir athafnir, og því berum við ábyrgð á þeim og njótum afraksturs eða missir vegna þeirra. 

Að gera sér grein fyrir þessari Sjálfsábyrgð er að vera frjáls en líka ábyrgur á eigin lífi. Það mótaði þig eitthvað í æsku en þú átt þig núna. Það talar einhver til þín en þú ræður hvernig þú svarar. Það gerir einhver eitthvað við þig eða fyrir þig og þú ræður hvernig þú bregst við. Þú ræður hvort þú stígur fyrsta skrefið en svo er það undir öðrum komið að stíga á móti eða ekki. Þú stjórnar bara þínum sporum. 

Er það ekki soldið yndislegt og er ekki lífið bara soldið gott, 

Hugurinn ber þig hálfa leið fæturnir hinn helminginn

31.10.2019 22:16

Að rata rétta leið fyrir þig


Iðulega segi ég við fólk, hlustaðu á það sem er verið að segja þér, leiðbeining kemur í hugmyndum þínum gegnum innsæið, þú lest um eitthvað á netinu (það er nú mismunandi hversu tilviljunarkennt það er) það sem þú heyrir í umhverfi þínu og svo hvort sömu skilaboðinn eru að koma aftur og aftur í takt við langanir þínar. 

Mér finnst mjög þægilegt þegar líf mitt er bara í flæði, þá meina ég að hlutir bara gerast eins og þeir eiga að gerast og ég get bara treyst og fylgt með og hlutirnir bara flæða áfram. Stundum finnst mér erfitt að bíða og ég vil taka stjórnina og flýta fyrir en oftast kemur það bara í hausinn á mér aftur. 

Mér hefur alltaf þótt gaman að tækni, og tölvum, ég hef fiktað í myndvinnslu, vefsíðugerð, og kynntist netspjall möguleika löngu áður en það þótti sjálfsagður hlutur eins og í dag. Í dag er það varla fyrirtæki á islandi sem er ekki með möguleika á netspjalli, árið 2001 þegar ég kynntist því fyrst þá var engin á þeim buxunum. 

Það er nauðsynlegt að þróast og aflasér þekkingar, ég er ekki á því að ég þurfi að vera sérfræðingur í öllu sem ég hef lesið og prófað hef ekki þessa æfina í það. En mér finnst mikilvægt að öll sú færni og þekking  sem ég hef "Smakkað á" nýtist mér í því sem ég tek mér fyrir hendur og skapa fyrir sjálfa mig. Ég er ekkert fyrir að fara lengri leiðina að hlutum, ég vil finna skilvirkustu leiðina sem virkar. 

ég þarf ekkert uppfyllingarefni meðlæti með kjötinu bara kjötið sjálft. auðvitað er voða gott að hafa góða sósu með og gott salat, algjör snilld sem gerir heildina að meiri upplifun. en það lifir engin á meðlæti. 

Á sama hátt er næmleiki, skynjun, forspárhæfileikar, næmleiki á orkuheimin, hvernig líkami og andi er í raun samtenging margra örsmára eininga sem hanga saman á sólarorkunni og vatni. 

Það geta allir spáð og það hafa allir tilfinningu fyrir því sem koma skal, það er bara mismunandi hversu við heiðrum þá tilfinningu. 

ég fékk símtal í fyrra dag, boðuð á námskeið sem mér finnst áhugavert og var búin að skrá mig á, en í allan dag hef ég haft á tilfinningunni að ég ætti ekkert að fara eða væri ekki að fara. Hafði samband við viðkomandi, sem ætlaði svo að senda mér upplýsingar en alltaf þessi efi í huga mér, Og ég tók ákvörðunina að hætta við námskeiðið sendi skilaboð þegar ekki var svarað að ég vildi afskrá mig. 

í kvöld sá ég svo tölvupóst þar sem tilkynnt var niðurfelling á námskeiðinu, þetta var aldrei mín ákvörðun, heldur það flæði sem´er i´kringum mig núna, ég fékk einfaldlega þau skilaboð frá innsæi mínu að ég væri ekkert að fara á þetta námskeið um helgina. Og framkvæmdi eftir því. 

Þá er alltaf þessi spurning, hversu mikið er flæði /forlög og hvað er hreinlega tölvan þín eða síminn að hlusta og færa þér upplýsingar útfrá því sem þú segir, svona eins og já manneskja sem samþykkir allt sem þú vilt.  

þegar þú treystir innsæinu og flæðinu og tekur ákvarðanir útfrá því, eða breytir hegðun, orðum, gerðum útfrá því hversu gott flæði er í líkama þínum, á leið þinni í gegnum umhverfið þitt eða hreinlega hversu vel þér líður í umhverfi þínu og hvernig það styður eða hamlar þér þá er í raun ekkert sem stoppar þig í að gera óskir þínar að veruleika. það eru alltaf leiðir, þær eru bara mis erfiðar eftir því hversu langt frá jafnvæginu voginn hallar. 

þu vinnur með það sem þú hefur og skapar möguleika og framþróun eða stöðugleika. Og ræktar garðinn þinn. Það er engin heilagur eða fullkominn og það eiga allir tíma sem þeir vanrækja sig eða skamma sig eða finnst þeir geta gert betur, það er bara partur af því að vera manneskja, að finna þörf fyrir að nota hugan rétt eins og þörf fyrir að nota líkaman. þegar við hættum að þjálfa og treysta á hugan og innsæið þá fer það að ryðga. alveg eins og líkaminn okkar staðnar. 

Alveg sama hversu illa þér líður Brostu! alveg sama hversu pirraður þú ert, brostu, það heyrist þegar þú brosir, það sést þegar þú brosir, þú ferð að brosa að innan þegar þú brosir, það fer þér miklu betur að brosa, það kemur til með að veita þér gleði að brosa, og þá hefur þú enþá betri ástæðu til að brosa, því þegar þú brosir brosir heimurinn við þér. speglaðu sjálfan þig í brosi. 

31.10.2019 21:46

Næmni Hindrun eða hæfileiki til góðs

Næmleiki er orð sem er mjög stórt orð og hægt að gefa því mismunandi meiningu og setja margar hugmyndir á bakvið það. 
Oft á tíðum hef ég upplifað að Næmleika sem einhverskonar veikleika, að vera svo næmur fyrir umhverfi sínu að að það stjórni orðum hegðun gerðum og hugsunum. 

Ég hef oft heyrt næmleika notaðan sem afsökun fyrir að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og gerðum. 

Fyrst langar mig til að ræða hvað er að vera ónæmur? ónæmur fyrir umhverfinu er þegar þú ert innhverfur? þegar þú lifir í eigin heimi, en það þýðir ekki að þú sjáir ekki umhverfið þitt, þú bera nemur það á ólíkan hátt, þú lætur það ekki stjórna þér eða þá tekur eftir öðrum hlutum en aðrir. 

sumir eru mjög næmir fyrir nátturu á meðan aðrir eru næmir á fólk, aðrir á tónlist, Svo er fólk sem telur sig vera næmt á annað orkusvið, geta séð eitthvað sem aðrir geta ekki. 

ég tel alveg sama hversu næm eða ónæm þú ert, þá ert það alltaf undir þér sjálfri komið að stjórna eigin líðan hugsunum og gerðum. 

Þetta er bara spurning um að finna réttu leiðina sem hentar þér. Fyrsta spurninginn ætti að vera hversu næm eða næmur ertu á sjálfan þig, þú stendur þér næst, hver ert þú? hvernig líður þér í hinum eða þessum aðstæðum, hvaða hugsanir leita á þig þegar þú hittir mismunandi fólk, ert í mismunandi aðstæðum. 

ertu meðvitaður um þegar umhverfið er farið að móta þig á neikvæðan hátt? að þú finnur fyrir vanlíðan þegar þú fannst ekki fyrir henni aður. ertu næm fyrir því þegar félagsskapur þinn mótar þig, þegar umhverfið þitt mótar þig. Ertu næmur fyrir því hvaða gerðir eru útfrá því sem aðrir segja og hvað er út frá því sem innsæi þitt segir þér? 

Hvaðan koma orð þín um þig innra með þér? koma þau frá gömlum minningum eða frá innsæinu þínu og innri rödd sem þekkir þig og þinn innsta kjarna. Mannskepnan er leir sem endalaust er hægt að móta. Er það virkilega? Þurfum við ekki að fara í gegnum ákveðin þroskaskeið áður en við teljumst talandi, gangandi, sjálfstæðar verur með eigin sjálfsmynd og eiginleika, sérkenni sem eru okkar. Þarf heilinn okkar ekki að fá að þroskast á nátturulegan hátt án inngripa, þurfum við ekki sólarljós eða Dvítamín til að okkur líði vel borðum við ekki til að vaxa og dafna líkamlega. Er ekki allt sem við gerum og segjum það sem mótar okkur, það hvaða afstöðu við tökum gagnvart uppeldi okkar mótar okkur ekki uppeldið. það er hver og einn eyland í eigin líkama og sál, því alveg sama hvað við erum næm á umhverfið okkar þá getur engin tekið frá okkur hugsun okkar. persónuleika. Ég blæs á þá hugmynd að "að vera næm eða ofurnæm" sé nógu góð afsökun til að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og lífi, í hegðun og gerðum. Næmleiki er gjöf ekki byrði. Það er allt annað að halda á stóri úlpu í fanginu en að fara bara í hana og njóta. Ef þú ferð ekki í hana og ákveður að halda á henni þá er það þín ákvörðun, og ef það er of heitt til að vera í úlpu áttir þú ekkert að taka hana með. Stundum er fólk of tilbúið í eitthvað sem ekki gerist eins og að halda á úlpu þegar spáð er sól,. Hversu næm/næm ertu fyrir stórum staf í byrjun setningar, gastu lesið í gegn án þess að það truflaði þig kannski er þetta uppeldið þitt, kannski forituninn sem námið þitt hefur fært þér og kannski tókstu ekkert eftir því. En í raun skiptir það engu máli í stóra samhenginu þú gast skilið það sem skrifað er. 

18.07.2019 03:08

Vantar þig leiðsögn?


Mín reynsla er sú að besta leiðsögninn kemur að innan, þessi tilfinning sem segir "nei bíddu aðeins" eða "ja því ekki" og sú sem segir "það versta sem gæti gerst væri að..." ef maður tekur stökkið og treystir tilfinningunni. 

Þegar þessi hugsun kemur; að maður verði að gera eitt eða annað vegna þess að hinn eða þessi muni annars bregðast við á ákveðin hátt sem við annars óskum eða óskum ekki þá skulum við draga okkur í pásu og spyrja okkur: "erum við að fara eftir innri röddinni eða er meðvirkni í gangi, erum við að þjóna ímynduðum væntingum annara eða vilja?"

þangað til að ég lærði að vera meðvituð um innri röddina mína og hafa sjálfstraust til að fylgja henni, nú segja einhverjir sem þekkja mig, "þú hefur alltaf gert það sem þér hefur dottið í hug" og já ég hef alveg gert það en það að gera alltaf það sem maður vill eða dettur i hug hefur ekki endilega alltaf jákvæða niðurstöðu fyrir okkur. Það er gott að stoppa við og sækja sér staðfestingar. 

Það er oft fólk að koma til mín í spá með það í huga að fá staðfestingar á því plani eða óskum sem það hefur innra með sér. 

Mér finnst mikilvægt þegar fólk komi til mín að til að byrja með og þess vegna allan tíman segi það mér ekkert um sína hagi. Þannig er það sem ég segi byggt einungis á mínu innsæi sem ég ju treysti. 

Best í  finnst mér að enda lestur  á því að spyrja "já og eru einhverjar spurningar að lokum?" og fá svarið " nei ég held þú hafir farið inn á allt sem ég var að pæla" 

Auðvitað segir innsæið mér oft hluti sem fólk veit alveg en var ekki tilbúið að meðtaka, og ég hef alveg fengið reiði (reyndar sjaldan) þar sem viðkomandi er ekki sáttur við að fá ekki það sem hann eða hún vildi heyra. En ég fagna því líka þegar ég fæ lítin sætan tölvupóst árum seinna þar sem mér var þakkað fyrir að segja eins og er akkurat það sem viðkomandi þurfti að heyra. Það gleður hjartað. 

En það þarf ekki alltaf að fara til spámiðils eða spákonu, Guð veit að ég á oft erfitt með að finna einhvern sem ég er sátt með. Ég hef því notað bækur, Ég opna einfaldlega bók blindandi og les hvað stendur, Ein af mínum uppáhalds er "Óður Lífsins-Speki Frumbyggja Ameriku " ritstýrð af Hexley. 

i tilefni þess opnaði ég bókina og þetta sagði hún mér í dag:

 "Það er Hollt að minnast þess að við eigum okkur öll ólíka drauma" Speki Crow Indjána. 


12.07.2018 04:05

Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt?


Það þarf það ekki. Í fyrsta lagi eru allar þarfir fyrir utan grunnþarfir okkar til að komast af tilbúnar.

Þannig að ekkert þarf nema vatn mat súrefni og jú mannleg samskipti þegar við erum að vaxa úr grasi. samanber til að þroska málþroska þurfum við samskipti með máli fyrir 6 ára aldur, til að þroska geðtengsl þá er mikilvægt að mynda tengsl á fyrstu ári og árum æfinar. En svona öllum grunnþörfum sleptum þá þurfum við ekki neitt. Eða hvað?

Til að skýra andargift mína þetta kvöldið þá var ég að horfa á myndina um Steve Jobs. Það er eitt að þurfa og annað að langa. 

Það eru einstaklingar sem fæðast handa og fótalausir og samt þjálfa upp hjá sér leikni til að gera nákvæmlega sömu hlutina og þeir sem hafa alla útlimi. Flestum okkar finnst þetta alveg stórmerkilegt hvernig viðkomandi getur þjálfað upp þessa færni sem okkur hefði aldrei dottið í hug að prófa. 

Þetta er spurning um kosti, ef við höfum hendur þá þurfum við ekki að grípa með tánnum svo við prófum það ekki. 

Það sem kom mér af stað var þessi setning að heimurinn er skapaður af fólki í kringum þig og að átta sig á að þú ert ekkert minni en þetta fólk og getur þar að leiðandi haft áhrif á þinn heim og tekið stjórnina. Við stjórnum ekki öðrum, og við stjórnum ekki heiminum, en við stjórnum okkur sjálfum og hvernig við hegðum okkur og hugsum og bregðumst við því sem gerist í honum og í okkar nær umhverfi. Það sem við segjum gerum hugsum upplifum þetta stjórnast af okkar litla en samt svo stóra huga. 
Gagnrýn hugsun, bjartsýni, að deila hugsunum sínum að stíga til hliðar, að stíga fram eða einfaldlega labba í burtu og jafnvel hlaupa í burtu. "hann lét mig gera það" Nei. 

Ég missti mig aðens þarna en það sem fékk mig líka til að setjast niður er þessi spurning, ef það er ekki erfitt er það þá þess virði? finnst okkur það sem er okkur léttvægt ekki eins mikilvægt og það sem er okkur erfitt? er það sem er erfitt meira virði en það sem er létt? Verður ekki bara það sem var nýtt og erfitt auðveldara með tímanum en missir ekki gildi sitt. Þarf allt að vera áskorun, er ekki bara allt í lagi að taka þá leið sem við getum leyst og fundið ákveðið jafnvægi í. 

Afhverju er ekki allt í lagi að ég geti verið heilbrigð bara með því að setja eigin hendur á líkama minn á hverjum degi. 

afhverju er það svo fjarstæðukennt? jú af því hlutirnir eru þess virði sem haft er fyrir þeim, það er sett í kollinn á okkur frá barnæsku, Það er of auðvelt til að geta verið staðreynd. þegar áinn flæðir eins og venjulega er hún þá eitthvað minni á? það er alveg hægt að þrengja á ymsum stöðum og þá verða til færri stærri svæði en vatnsmagnið er alveg það sama það er bara ekki eins jafnt og þétt. Því ekki bara leyfa henni að fara sína lygnu leið með nóg pláss.

Því miður  hlakkar líka í mörgum þegar þeir sem "fæðast með silfurskeiðina í muninum" fibbast. Af því þeir hafa ekki haft það erfitt að annara mati. En hvað er erfitt, er ekki eitthvað erfitt fyrir öllum. Flestir sjúkdómar fara ekki í aðgreiningu, fíkn kemur fram í öllum fjölskyldum, ofbeldi er á öllum stigum þjóðfélagsins, það geta allir lennt í slysum. Fólk hefur jafn oft misst allt og aðrir hafa eignast allt. Svo er önnur spurning hvað er "allt". Hvað er þetta allt sem þú þarft. Þú þarft í rauninni ekki neitt og þú stjórnar þér alveg sjálfur. á sama hátt og þú getur brotið þig niður getur þú byggt þig upp frá botninum. Hugurinn er aðeins takmarkaður af því sem við kennum honum ölum hann upp í og endurf oritum. ég veit ekkert hvort þú sem lest þetta skilur hvað ég er að meina og það er allt í lagi, við nefnilega lesum mismunandi meiningu út úr texta eftir því hver við erum sjálf og hvaðan okkar hugarheimur kemur. Það er allt í lagi mín vegna og hefur ekki áhrif á mig, ég er ekki ég fyrir aðra ég er ég fyrir mig. 

Mörkinn okkar verða til útfrá viðbrögðum okkar gagnvart umhverfinu. Og umhverfið gengur á okkur þar til þeð rekst á grindverkið okkar sem eru mörkinn okkar. ef engin er hurð á húsinu þínu er nokkuð ljóst að einhver mun labba inn á þitt einkasvæði á einhverjum tímapunkti. Treystir þú þér til að lifa á tjaldstæði þar sem allir geta labbað að tjaldinu þínu hvernær sem er og jafnvel farið inn í það, og gert hvað sem er í kringum það. er ekki tilfinninginn soldið spess að hafa svona lítið yfirráðasvæði, hvað þá ef þú lætur eftir stjórn á líkama þínum og þínu nánasta umhverfi, taktu eftir "lætur eftir stjórn". Tjaldið stækkar ekkert en þú getur fengið þér stærra sett það niður þar sem er minna um mannaferðir og svo getur einfaldlega sofið í bílnum eða fengið þér gistingu. Þú ræður þessu sjálfur, nákvæmlega. það er ekkert sem er óbreytanlegt í dag, eða ekki hægt að vinna með. Þetta er bara spurning um hverstu stórt eða smátt við viljum hugsa og framkvæma og hvað við erum tilbúin að setja mikin tíma í það. frávirkni þegar við förum frá því sem er ætlast til, krafist eða við höfum vanist á að gera í það að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Við erum samt í raun öll eins bara með mismunandi venjur uppeldi og útlit. og allt þetta er hægt að fletta af okkur og breyta,og svo er umhverfi okkar ekkert óbreytanlegt við komust jú þangað sem við erum afhverjum komumst við ekki lengra. 

jæja þetta er orðið gott. Lífið þarf ekki að vera erfitt til að vera þess virði að lifa því. það er alveg líf þótt við sleppum því að pæla í hvað okkur vanti eða erum neikvæð út í það sem við getum hvort sem er ekki stjórnað.  lífið er spegill hugarins 


29.06.2018 21:59

Þegar Karma bítur


Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það sem maður lætur út það kemur margfalt til baka. 
Fyrst verð ég að segja að mér finnst gott kaffi voða gott, og þá sérstaklega tvöfaldur chappochino. 

ég verð að segja mér til varnar að fyrir fyrsta bollan er ég alveg viðræðuhæf en kaffi þráinn er sterk að morgni. 

Ég átti erindi í bókhlöðuna í morgun og eftir fund minn þar arkaði ég beinskeit á kaffiteriuna og bað um 2 faldan chappochino en samkvæmt afgreiðsludömunni og vélinni var víst ekki til tvöfaldur eða ekki í boði. Ég gaf henni einfalda lausn því það væri nú ekki flóknara en að bæta bara expresso út í. 
hún tók vel í það en gerði annars enga athugasemd. afgreiddi mig með mitt rúmstykki og kaffi, reyndar talaði hún aldrei um nein verð við mig. og ég satt að segja spurði ekki um verð, eftir á fékk ég að vita að það væri skýrum stöfum á veggnum á islensku sem afgreiðslukonan mín talaði því miður ekki. 

Eg ætla svo að borga fyrir annars mjög góða rumstykki, var boðið upp á auka ostsneið, og það var þegið og svo kom að því að borga.. og þá svona kom aðeins babb í bátinn því mér fannst nú verðlagið ansi hátt farið fyrir eitt rúmstykki tvær ostsneiðar og kaffi. 
þá fékk ég þær upplýsingar að jú ég fengi auka ostsneið en hver ostsneið kostar 50 kr. rúmstykkið var um 450 en ég ætti að borga fyrir tvo kaffi drykki því ég jú bað um expresso út í til að búa til tvöfaldan chapochino. Ég bara kváði.. 900 kr fyrir kaffi bolla, Ég tilkynnti henni að það gengi ekki og ég myndi ekki borga það verð nein staðar. Hennar rök voru sú að þar sem hún væri búin að gera þennan vélar kaffi bolla ætti ég að borga, og ég sagðist þá bara sleppa því, þar sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum borga þetta verð neinstaðar, sérstaklega þar sem það hefði ekki verið tekið fram hvað nein vara  myndi kosta.
 Eftir að hafa starfað við þjónustu í yfir 10 ár þá er ég nokkuð seif með hvað skal tekið fram í verðlagi og vanin eða góð þjónusta yfirleit á þann veg að láta borga fyrir veitingar áður en kaffi er búið til sérstaklega. Stelpu greyið sá fram á að ég myndi ekki greiða fyrir neitt kaffi þar sem ég væri ekki skyldug til að hætta ekki við þetta blessaða vélarkaffi, lækkaði kaffið hún má eiga það og sagðist myndi þá bara borga mismuninn, sem mér finnst eiginlega hálf fáránlegt, ég efast ekki um að vinnuveitandi hennar sjái á eftir einum expresso. Og svona leikur til að koma einhverju samviskubiti að hjá mér virkar ekki. Ég borgaði minn 930 kall og valdi eitt af tómu borðunum en vildi ekki betur en svo að ég rak mig í og hellti niður sem samsvarar einum expresso yfir borð stól og gólf. Ég fæ víst bara það sem ég borga fyrir.. 

13.04.2018 00:57

Það er aldrei of seint að vera besta útgáfan af sjálfum sér fyrir sjálfan sig. 

Hver viljum við vera? hvaðan erum við og hvaða áhrif hefur það á okkur. Það sorglegasta sem ég 
horfi upp á er þegar fólk er fast í fangelsi samfélags. Þróast frá því að upplifa sig á kant reglur sem gilda í því samfélagi eða fjölskyldu sem það fæddist í. að hafa þessar hugsanir og telja sjálfum sér trú um að þeir séu sjálfstæðir einstaklingar af því viðkomandi gerir sína útgáfu af lífinu sem í raun allir búa við. Svo með tímanum er viðkomandi meiri og meiri fangi regla og venja að viðkomandi hættir að taka eftir því og sér í raun ekki fangelsi sitt. 

Þessar aðstæður geta átt við allan heiminn, alveg eins arabi sem vill meira frelsi eða húsmóðir sem finnst hún þurfa að eiga minnsta kosti einn imaggi vasa og alto grip. Geturðu gengið á meðal fólks án þess að vera máluð eða klædd á ákveðin hátt. Hefur umhverfi þitt áhrif á þig á þann hátt að þer finnst þú þurfa að bera grímu eða klæðast búningi. 

Sannleikurinn er sá að það er öllum sama hvort þú ert í búningnum þínum fyrir utan þá sem eru óöryggir með sjálfan sig og það óöryggi kemur út í að vilja stjórna öllu umhverfinu því þá er það öruggt sem er ákveðin tálsýn á sama hátt að maður fæddur í múslima landi telur að lífið komi til með að ganga upp sjálfkrafa ef þeir biðja 5 sinnum á dag og fylgja reglunum. En dáir svo bob marley á laun og kemst ekkert áfram þvi  viðkomandi er a eyða orku í að vera í mótsögn við sinn innri mann. 

Það er ekkert að því að fólk hafi áhuga á hönnunarvöru hönnunarvörunar vegna, einhver gripur heillar og fær sinn fasta sess a heimilinu. Og flestum konum sem huga að sjálfum sér og rækta sig klæða sig eftir tilfinningu og verkefnum en líka viðmiðum samfélagsins, hversu margir eru í svörtu og hvítu þegar flóran er skoðuð? Hversu margir þora að vera þeir sjálfir, eru öryggir í eigin skinni og sál, fara eftir eigin hentisem af tilitsleysi við umhverfið. það er engin eins alveg sama hvað við klæðum okkur eins.

Er ekki sá steinn sterkastur sem stendur af sér Árstraumana 

22.02.2015 03:40

þessi andlega týpa er ekki til eða hvað?


Hvernig er þessi andlega týpa? jú, hún eða hann, hefur oftast erfiða æsku, annað hvort sögu af eineldti, einhverskonar ofbeldi, misnotkun eða hefur öðlast trú í gegnum bárráttu við fíkn. 

Þessi andlega týpa fann oft fyrir einangrun sem barn, að það væri engin eins hún/hann, eins og viðkomandi passaði ekki innan eigin aldursflokk. 

Sem unglingar eru þessir einstaklingar oft með uppreisn eða ganga meðfram veggjum og flýja í bækur. 

Fróðleiks eða reynslu drifið ungt fólk. Getur ekki beðið eftir því að unglingsárin hætti að halda aftur af því. 

Þegar þetta fólk lítur til baka er alltaf einhver eldri manneskja sem reyndist þeim best eða skildi þau best. 

Þeim leið best með eldra fólki eða börnum. 

Þessi endalaust leit að hinum eina sanleika, tilgangi, draumar af annari tilveru sem önnur manneskja. Upplifa það sem barn að þú tilheyrir ekki fólkinu sem þó segist vera fjölskylda þín. 

Gruna að þú sért hugsanlega ættleiddur/ættleidd. Þangað til þú uppgvötvar líkindi með líkama þínum og þeim sem standa þér næst. 

Bókmenntir eins og Mikael fræðinn, Mörg líf Margir meistarar, spámaðurinn, ísfólkið,  hugsanlega biblían, Goðafræði, trúarbragðafræði, Skáldsögur sem sviðsettar eru á öðrum tíma. og fleira. 

Þörf til að tjá sig og tilfinningar í gegnum listsköpun, listsköpun bjargar þessu fólki oft og verður hækja þess í lífinu.

Þetta fólk er sinn versti óvinur. 

Oft hefur þetta fólk verð lokað inni á stofnunum fyrir það eitt að skynja heiminn ekki eins og aðrir og misst stjórn á því, eða verið lyfjað upp. 

Geri mér grein fyrir að þetta eru sterkar staðhæfingar en við skulum bara horfa á hlutina eins og þeir eru, Lyf eru ofnotuð á íslandi vegna þess að þjóðfélagið er ekki einstaklingsmiðað. 

Ef Þú fittar ekki inn ertu settur í einhverskonar geymslu vegna þess þú passar ekki með hinum. 

Lyf er ein tegund af geymslu. Hvort sem þú ert "ofvirkt" barn eða gamalmenni sem ekki er til fólk til að sinna.

En oft hefur það einhvern stuðnings aðila í lífinu eða meðfæddan hæfileika til að þegja yfir hugsunum sínum. 

Þetta fólk á að forðast vímuefni og áfengi því það missir jarðfestuna sína algjörlega, undir þessum áhrifum og á mjög erfitt með að hætta þegar þessi leið er genginn. 

Ímyndaðu þér að sitja inni í herbergi með 10 manns. Hver og einn með sinn persónuleika, hugsanir, tilfinningar, og skynja þessar tilfinningar eins og banka í þig frá hverri hlið, aðra stundina kemur yfir þig þreyta, hina kærleiki, reiði, sorg, hlutleysi, og þú finnur ekki skýringuna, þú veist ekki afhverju þessi er reiður út í þig, þú veist ekki hvað þú hefur gert til að þessi sé sorgmæddur og þú ert upprifin yfir því að þessi manneskja sé ástfangin af þér. 

Sannleikurinn er reyndar sá að ekkert af þessum tilfinningum tengist þér á nokkurn hátt. Ekki nema orð og framkvæmd fylgi þar á eftir. 

það geta allir þjálfað með sér næmni, séð árur, tengst öðrum andlega, og við tengjumst öll andlega. 

En það sem aðgreinir þessa "andlegu týpu"  frá hinum er oft skortur á jarðtengingu, Skortur á jarðtengingu kemur fram í erfiðleikum að einbeita sér, sveiflur í skapi, viðkvæmni fyrir umhverfi sínu, Gerir eitthvað af því þessum var svo illt, gæti ekki gert eitthvað vegna þess að þá yrði einhver svo leiður, verður að gera eitthvað af því þá verður annar svo glaður. Meðvirkni er ágætis orð. 

En í raun er meðvirkni afsökun fyrir því að taka ekki ábyrgð á sjálfum sér. Nú gæti einhver hafa móðgast en róum okkur. 

Þegar þú lest þessi orð getur þú ákveðið að lesa þau og taka þau persónulega, ég hef ráðist á þína persónu og þú gætir tekið því móðgandi. 
Þú getur ákveðið að þar sem ég þekki ekki lesanda minn þá get ég ekki sagt til um hver hann er og er ekki. Þú getur ákveðið að það stjórni engin því hver þú ert nema þú. þar að leiðandi ert það þú sem velur hver viðbrögð þín eru við þessum pistli. Hverju skiptir annars einhver pistill frá manneskju út í bæ sem þekkir þig ekki neitt. 

það verða hellingur af fólki þarna úti sem eru svo kallaðar andegar orkusugur, sem elska að hafa einhvern sem þarfnast þeirra, sem elska að gefa ráð og segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu. 

nú er ég kannski að skjóta mig í fótinn en satt af segja af þeim ansi mörgum spákonum og spámiðlum sem ég hef farið til þá eru þeir bestir  sem vinna af ábyrgð. 


Um leið og einhver er farin að segja við þig hvað þú átt að gera hvað þú eigir velja áttu að hætta að hlusta. En um leið og einhver gefur þér möguleika til að velja þá skaltu skoða málinn. 

Það er svo gott að geta sagt, "En hann sagði mér að gera þetta svona" á meðan þú hefur sjálfstæðan huga og getu til að framkvæma, spyrja spurninga og leita svara stjórnar þú ferðinni. 

Ekki nota afsökunina að þú sért andlega týpan að þú sért að leita hins eina sanleika, þegar þú ert bara að forðast að tækla reikningana þína, eða díla við sambandið þitt, börninn þín, ábyrgðina sem þú þarft að taka í þessu lífi. Jarðtenginguna þína. Þú komst til jarðar til að lifa á jörðinni þannig að kondu þér að verki. 


24.04.2014 00:00

Gleðilegt sumar :)


Það er ansi skemmtileg dagsetning á sumardeginum fyrsta í ár 24.04.2014 

Og þetta verður með eindemum gleðilegt sumar nákvæmlega vegna þess að það er nú planið :) 

Það er gott að hafa plan, en það er líka gott að geta verið sveigjanlegur og skoðað tækifærinn sem 

berast okkur. 

Litlar hugmyndir sem við fáum, fólkið okkar sem er farið en kemur upp í hugan endrum og eins, 

Allt eru þetta skilaboð, Skilaboð um tækfæri fyrir okkur til að betra okkar líf og vitneskja um að þótt 

þeir sem eru farnir séu ekki fyrir andlitinu á okkur á hverjum degi þá hverfur ekki kærleikin sem tengdi. 

Ég hef sagt svo oft að allt lendi eins og það á að lenda svo lengi sem við gerum eins vel og hægt er. 


Sumarið er varla dottið inn og það eru komin Reiki plön. Helgina 10-11 mai verð ég með 2.stigs 

Námskeið. 

á planinu er svo 1.stigs námskeið helgina 24-25.mai. 

Þess á milli á ég lausa tíma í spámiðlun og svo að koma í heilun. 


Reikiheilun hefur verið partur af mínum einkatímum síðan ég byrjaði aftur að taka í einkatíma 2008.

En það er líka hægt að koma í heilun þá eingöngu. 

En ég geri þá kröfu að viðkomandi sem kemur í fyrsta sinn komi í 3 skipti í röð. 

Þessi þrjú skipti eru lámark til að ná ákveðnu jafnvægi en til þess að ná varanlegum árangri til 

dæmis með heilsuvandarmál sem hafa fengið að grassera í langan tíma þarf fleiri skipti. 

það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef einbeitt mér frekar að því að vera með Reiki námskeið 

opna fyrir að fólk geti heilað sig sjálft frekar en að það komi í tíma. Auðvitað er velkomið að koma í 

heilun. En hver og einn verður að velja fyrir sig sjálfur. 


Það geta allir lært að vera reiki heilarar sem á annað borð hafa áhuga á því. Þú þarft ekki að vera 

"andlega þenkjandi" eða áhuga á yfirskilvitlegum hlutum. Þetta virkar alltaf því þetta er nátturulegur 

eiginleiki sem býr í okkur öllum en fékk ekki tækifæri til að þroskast. 


Það er til fólk sem vinnur með fólk og gefur af sér alla sína orku. það er annað. Þetta fólk gæti verið 


miðla í gegnum sig orku í stað þess að ganga á sína eigin. það eru til sannkallaðir orkugjafar þarna 

úti en mig langar að hafa helling af orkumiðlurum og ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir aðra. 

En sjálfið er alltaf fyrst þar sem það speglar út á við. Alveg sama hvað við reynum að sýnast vera 

Það virkar aldrei raunverulegt og heilt nema við "walk the talk" eins og það er kallað. 


Árið 2013 fór ég talsvert til Noregs þá til að spá og vera með reiki námskeið. Í ár er stefnan sett á 

Danmörk. helgina 5-9. júni næstkomandi verð ég með einkatíma í spámiðlun með reiki heilun í 

Söndeborg. 

Ég efa að ég verði með reiki námskeið þá helgi. En ef þig langar að prófa reiki og ert búsett á því 

svæði þá er þér velkomið að hafa samband. Það er jafnvel á planinu ef guð lofar og vel gengur að 

vera með reikinámskeið á sama svæði seinna í haust. En það fer allt eftir eftirspurn. það sig soldið 

sjálft að ég er ekki að fara að fljúga af stað án þess að vita hvað bíður mín :) 

þess vegna bið ég þig sem ert að lesa þetta og langar að fá að prófa heilun, eða spá í framtíðina, 

að hafa þá samband. Öðruvísi veit ég ekki af þér. 


Það gerist nefnilega ekki neitt nema maður stígi skrefin í þá átt. það þarf að stunda kynlíf til að 

eignast börn, nema við séum þá guð ;)

Gleðilegt sumar 


24.02.2014 04:34

Kærleiksvika i kvosinni konudaginn

Alla seinustu viku hefur verið sannkölluð kærleiksvika i mosfellsbæ sem endaði a sunnudaginn 23.februar. Það var sannkölluð ánægja fyrir mig að taka þátt með þvi að bjóða upp a ör spá a kaffikvossinni 

Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt en sem áður býð eg upp a einkatima bæði i persónu og i gegnum svarboxið. Eg verð sérstaklega vakandi fyrir svarboxinu þessa vikuna.

Svo er eg að Skoða með dagsetningar fyrir reiki námskeið i mars þannig að ef þig langar að forvitnast þá eru námskeiðinu með óbreyttu sniði helgar námskeið. Hægt er að senda mér fyrirspurn i gegnum svar boðið. Þess ma einnig geta að ekki kostar að tengjast við svarboxið gengið er fra greiðslu eftir að náðst hefur samband. 

Lífið i lukku en ekki i krukku það er svo fj..hamlandi ;)

12.02.2014 02:13

Hamingjan er í huganum


Það var helst til kalt í dag og mín ekkert voða vel klædd, sem er óvenjulegt. vantaði alveg húfu og vettlinga. 

Ég var næstum farin að stressa mig yfir vagninum þegar ég leit á klukkuna og planið og sá að ég var 3 mínútum á undan honum. 

Á leiðinni heim snéri ég bakið í áfanga stað minn og horfði út um gluggan, naut þess að fá sólina í andlitið og hugsaði hvað ég í raun væri hamingjusöm. 

Dagurinn var einstaklega vel heppnaður, Átti mjög góðan morgun með ástinni minni og rétt náði strætó í skólan og þótt ég væri kannski ekki alveg nógu lesin fyrir tíman þá náði ég að vinna það upp og eins og alltaf var mjög gaman. Ég hef áhuga á því sem ég er að læra og kennarinn opnaði fyrir skilning á efninu sem gerði það áhugaverðara. 

í stað þess að hlaupa i strætó þá leyfði ég mér að fá mér sushi og smá skyrdesert ..sem er bara lúxus í mínum huga og svo las ég aðeins áður en ég rölti í strætó heim. 

og í þessari strætóferð minni naut ég litlu atriðana eins og litlu hvirfilvindana sem mynduðust á gangstéttinni, að sjá strák ná að hlaupa upp strætó. Sólina í andlitið, 

Og ró mín var slík að þegar dóttir mín byrjaði með sitt að verða vanalega greyi ég þá virkaði það ekki og hún bara sleppti því. 

Ég átta mig alveg á hvað er í gangi, það er hugarfar mitt og líðan. 

Ég var nefnilega með Reiki námskeið um helgina, Ég er fyrst til að viðurkenna að ég gleymi oft að sinna sjálfri mér. Og eins og ég nota reiki heilun mjög mikið á aðra þá gleymi ég oft að taka mig alla í gegn. 


En fyrir og á reiki námskeiðum er ekki annað hægt. Og þar sem allt virðist vera að falla í góðan jarðveg á öðrum sviðum lífs míns þá ákvað ég að nú væri kominn tími á daglega meðferð. 

Þetta er það sem ég presentera fyrir nemendum mínum að skipti svo miklu máli. Og það gerir það. 

Ég fékk skeiðklukkuna mína fyrir helgi sem hafði verið að heiman og því var engin hætta á að ég myndi sofna út frá sólarplexusinum svo um leið og ég kom heim, eftir að hafa fengið mér einn kaffibolla og smá með því settist mín í sófan og tók sjálfan sig í reiki eina og hálfa mín á hvern stað. 

Ég mundi nefnilega eftir því að það sem hjálpar við að vera hamingjusöm er mitt hugarfar gagnvart því sem ég mæti á hverjum degi. 

Ég gæti snúið öllum deginum mínum upp í ranghverfu sína bara með því að vera neikvæð og niðurdrepandi, 

reiki hjálpar mér og styrkir, það verður allt svo auðvelt, bjart og lífið fer að snúast um lausnir en ekki hindranir. 

Ég elska að kenna Usui Reiki það er fátt sem gefur mér meira en að sjá fólk átta sig á að það hefur fengið nýtt vald á lífi sínu. 


Ég segi við stelpuna mína 6 ára að ég sé að gefa henni ljós þegar hún fær reiki. Og ég vona að í framtíðinni fái margir tækifæri til að gera slíkt hið sama. 


Það kemur fyrir að ég fer í vinkonu party og gef hlutaheilun og spái í spilin og miðla fyrir hópum. 


Um seinustu helgi þá gerði ég slíkt. Ekkert svo sem um það að segja annað en ég er ferlega stollt að ungt fólk í dag velji sér frekar að fá atriði eins og mig og borga fyrir það en að fara á fillerí. 

og ég áttaði mig líka á hvað ég er orðin gömul í árum. Því ég sjálf lærði reiki á þeim aldri sem þessi vinkonu hópur var. 

Og ég hugsaði með mér.. hvað væri frábært ef ungt fólk fengi það sem veganesti inn í lífið að geta alltaf brugðist við, með innbyggða eigin skyndihjálp fyrir sál og líkama. Eitthvað sem við þurfum öll. 

mín sýn er sú að besti samherjin hjálpar þér ekki á fætur heldur kennir þér að bjarga þér á fætur ef hann skildi ekki vera til staðar næst þegar þú dettur. 

Þetta er þitt líf. Taktu ábyrgð á því og hugarfari þínu gagnvart því. þannig stjórnar þú þínu lífi, þú stjórnar því nú þegar, bara ómeðvitað. fáðu meðvitund og vertu meðvitaður stjórnandi í lífi þínu til hins betra að þínu mati. 

Febrúar námskeiðið er búið það var seinustu helgi. En næsta námskeið verður 8 - 9.mars næstkomandi 

Nánari upplýsingar í [email protected] 

Farðu vel með þig þú ert einstakt eintak og engin annar eins.


kveðja 

Hólmfríður 

Reikimeistari 2011-2014

Reiki heilari 1994-2014


19.01.2014 04:17

til Umhugsunar þegar skoðað er á netinu um Reiki

Ég er soldið búin að fylgjast með undanfarið á netinu, Og hef séð góða hluti en líka ansi fjarstæðukenndar hugmyndir tengdar reiki. Hvernig skuli kenna það og ranghugmyndir að mínu viti. Ég held þetta snúist soldið um aga. og þörf fyrir að skreyta skapa og bæta við það sem þó virkar. Og í sumum hlutum virkar það alveg og getur verið skemmtilegt. En það eru ákveðnar basic reglur og hlutir sem þurfa að vera til staðar. Ef þú hefur lokið Reiki námskeiði þá hefur þú gert það hjá meistara. Hef takmarkaða trú á að nemandi sem hefur "lært" reiki í gegnum netið sé að fá það sama út úr náminu og í persónu. Já það eru engar takmarkanir í því hvað við getum gert með reiki nema það sem sjálf þess sem tekur til sín reiki orkuna hefur ákveðið. En þú hefur ekki lokið reiki námskeiði nema hafa farið á námskeið. Þetta er mín skoðun og ég stend við hana. Fyrir fjarheilun þarf nafn á viðkomandi ef á að vinna með hann persónulega og meinið hans. Að senda á Jón uppi á landsspítala þá draga allir jónar á landsspítalanum og þeir eru nokkrir. Það er allskonar hlutir í gangi. en Það sem ég sé er að fólk vill gera góða hluti og það er að biðja fyrir fólki og sá kraftur er sterkur. En Reiki hefur ákveðin grunn sem verður að fylgja. Ákveðin prinsip. Það er gott að vera pikkí. EF það kemur upp EF í hugan fylgja því. ef þu vilt bíða, bíddu þá, ef þú vilt vita meira, aflaðu þér upplýsinga. Ef þu vilt labba í burtu og ekki vita meira. Vertu sæll og gangi Þér vel. 

Svo hef ég séð alveg æðislega hluti. Hvernig reiki hefur breiðst út og hvar greinilega gott fólk er að gera góða hluti :) Og það einhvern vegin glóir af því gæskan :) það er sterkt og rólegt, það er sjálfsöruggt og ekki meðvirkt. 
Því líður greinilega vel því á hverjum degi hefur það möguleika á að vinna með allar hliðar á sjálfum sér og hefur náð ákveðnu jafnvægi sem okkur öllum er gefin möguleiki á en kunnum stundum ekki að höndla. þetta er allt í höndunum á okkur.  

Það Reiki sem ég hef lært er Usui Ryoho reiki sem yfirleitt er kallað Traditional Reiki í þeirri umræðu sem ég hef rekist á. 

Til þess að Reiki geti kallast Usui reiki þarf að fylgja ákveðnum reglum og hefðum. 

þegar þú lærir Reiki 1 level þá ert þú ekki í einhvern tíma að stúdera að verða heilari. þú verður heilari við Reiki 1 og Reiki level 1 Heilari er alveg eins góður Heilari fyrir aðra eins og Reiki meistari. 


Heilarinn heilar engan. Heilarin leyfir viðkomandi að fá heilun í gegnum sig með því að draga reiki orkuna í gegnum sig. Heilarinn lætur tíman sinn í að vera milli stykki við reiki orkuna. 


Ég hef orðið vör við ákveðin metnað í að klára Reikimeistaran, eða meistara gráðu. Þú þarft að vera tilbúin. því tíðni orkunar hækkar með hverju leveli. Og með því fylgir að tíðni þín þarf að hækka, þú þarft að vera tilbúin að skoða sjálfan þig og sjá hvar get ég gert betur, er eitthvað karma sem ég þarf að vinna með? Er ég tilbúin í að verða betri manneskja, loka á áhrif sem hafa neikvæð áhrif á mig. það fylgir ofboðslega mikil vinna með sjálfan sig að vinna með Reiki. 

Ef þú sem heilari ætlar að vinna með annað fólk verður þú að hafa unnið með sjálfa þig fyrst. Geta verið hlutlaus. Þegar fólk kemur í reiki heilun Orkustöðvameðferð þar sem eru teknar allar orkustöðvarnar og líkaminn. það fylgir því ofboðslega góð tilfinning, en þú þarft að vera með þitt á hreinu, hvað ertu að nema varðandi hvar þarf að vinna meira en annarstaðar, geturðu staðið í einn til tvo tíma á meðan þú ert að vinna með aðra manneskju á bekknum? í minnsta kosti 3 daga í röð. Ertu jarðtengd/ur? Það er auðvelt að týna tímanum og hugurinn fer á fleigi ferð þegar reiki orkan streymir í gegnum þig. 

það má aldrei troða Reiki upp á fólk en það má bjóða það.

Mér líður aldrei eins vel og þegar ég hef verið að miðla reiki orkunni. Einhvern vegin mann maður alltaf betur eftir öðrum en sjálfum sér en það verður samt að vera í lagi. 

Ég miðla, ég miðla upplýsingum ég miðla Reiki orkunni. Alheimsorku sem allt lifandi notar til að bæta sitt ástand á sem best það getur. 

Þú mund aldrei geta tekið orkuna mína en þú getur dregið orku í gegnum mig sem er gott fyrir okkur bæði. 

Þegar fólk kemur til mín í einkatíma í spámiðlun með reiki heilun. Þá gef ég hluta heilun, 3 staðir, ekki fleiri. 

Oftast eru axlir höfuð og hálstöð það sem ég tek fyrir, en líka hjartastöðin og lungun. Þetta er mismunandi. 

þetta tekur svona 20 mín stundum meira. en orkan fer þangað sem mest er þörfin fyrir hana. Mér þætti gaman að vita hvort hægt væri að mæla hitan á höndunum stundum þegar reiki orkan streymir í gegn, og í öllum líkamanum þess vegna :) ég hefði rosalega gaman að því ef einhver raunvísindamaður eða kona hefði áhuga á að stúdera reiki á hlutlausan hátt. 


Spurninginn er, ef allir hefðu það í höndum sér að heila sjálfan sig myndu þeir gera það? 

22.10.2013 14:15

Reiki námskeið í nóvember og desember.

Nú stendur til að fara af stað með Námskeið í Reiki heilun 1 í Nóvember og Desember. 


Ég ætla að auglýsa þetta með góðum fyrirvara til að gefa fólki tækifæri til að plana sig fyrir jólinn. 


Það eru ekki komnar ákveðnar dagsetningar í nóvember ætla ég að láta það ráðast eftir þeim 
sem koma á námskeiðið. 


Námskeiðið er ávallt 2 dagar. frá um 10 að morgni til 16  og er skylda að vera báða dagana. 

Námskeiðið er annars vegar um helgi og þá laugardagur eða sunnudagur eða í miðri viku. 

Að loknu Reiki 1stigs námskeiði fær viðkomandi alþjóðlegt skirteini upp á að hafa lokið námskeiðinu 

hefur þar að leiðandi réttindi til að bjóða upp á reikiheilun. En á sama tíma þá er gengið út frá því að 

Sá sem hugsar vel um sjálfan sig er betur stakkbúin til að hugsa um aðra. 

Reiki 1 gefur þér möguleika á að sækja Reiki orkuna sem er Alheimsorka, jákvæð orka sem er ekki 

rafmagn en virkar á allt lifandi. Allt sem hefur líf dregur til sín Reiki orkuna. Ég hugsa þetta stundum 

sem að tengjast ótæmandi orkustöð kærleika. 

Áhrifin sem Reiki hefur á viðkomandi er að það kemur ákveðin vörn varðandi neikvæðni, aukning á 

sjálfsöryggi, Hæfni til að græða og taka verki, Þú vinnur með reikiorkuna til að koma jafnvægi á 

líkamlega og andlega líðan. 


Og sem móðir þá hefur þetta komið sér mjög vel við allskonar smá skrámur, blóðnasi, Svefn og

ofnæmi, og ýmislegt sem komið hefur uppá. Varðandi streitu og kvíða virkar Reiki mjög vel. 

Ég mæli samt alltaf með því að fara til læknis og fá greiningu. Og það er þá hægt að vinna út frá 

henni. Reiki hjálpar bara og vinnur vel með öðru. 

Með því að taka Reiki opnuna þá eykurðu líka þína andlegu næmni en á sama tíma færð vörn. Og 

lærir hvernig þú getur hreinsað heimili þitt og umhverfi af neikvæðri orku.. 

Reiki er bæði fyrirbyggjandi og læknandi. 


Reiki 1 felur í sér að þú færð opnun fyrir að miðla Reiki orkunni í gegnum höfuðstöðina niður í 

gegnum handleggina. Og þetta er opið alltaf og alla æfi. 

Því meiri reiki orku sem er miðlað í gegnum þig því meira færð þu sjálf. Fyrir utan það sem þú 

dregur á þínar orkustöðvar. Ég veit alveg að þetta hljómar ótrúlegt en satt, en eftir 19 ár með Reiki þá er þetta orðin 

órjúfanlegur hluti af mér. Hvort sem ég sker mig á hníf við að skera niður papriku og loka sárinu. 

svæfi barnið mitt með því að leggja hendina á sólarplexus. Stoppa blóðnasi hjá barninu mínu eða 

mér, Hjálpa mér að vinna á kvíða eða sofna. Dóttir mín var milli 2 og 3 ára þegar hún fékk gat á 

ennið og ég gat stoppað blóðflæðið strax en fór samt með hana til að sauma saman barmana 

niður á bráðavakt. Eftir nokkra klukkustunda bið þar sem hún lék sér þá var byrjað á því að sprauta 

vökva undir lokað sárið til að hreinsa, þar sem það hafði gróið. 

Það er yndislegt að lifa með Reiki og ég vona að fleiri fái þess aðnjótandi. 


Reiki námskeiðið 2 dagar 1.stig er á 15.000 kr. 

Námskeið í :

Nóvember: 
Helgina 5-6 nóvember 


Desember : 

Helgina 14-15. des.  Reiki 1.stig 

Lámarks fjöldi á hvert námskeið eru 2 þar sem viðkomandi kemur til með að bæði fá að æfa sig 

að gefa fulla heilun og svo fá heila meðferð. 

Ef aðrar helgar henta betur má alltaf samt sem áður hafa samband og aldrei að vita nema 

það sé þarna einhver sem kemst akkurat sömu helgi og þú. Þessu er raðað eftir því hvað hentar 

hverjum og einum. 


Gangi þér vel :) 24.09.2013 21:39

Tapaði tíminn frá barninu þínu er ómetanlegur


Maður er alltaf að gera uppgvötvanir sem foreldri, Ég á eina 6 ára dömu. 

Ég held til dæmis að barninu mínu hafi verið ætlað að finna mig því ég er alltaf að komast að því hvað hún er frábær í að vera góð við mömmu sína, og kenna henni varðandi kærleikan, og hvað hún kynnist bara góðu í sínu umhverfi í skólanum.

 Eftir helgar tvöl hjá pabba sínum þá labbaði hún sér heim úr skólanum og sagði mamma "getum við ekki gert eitthvað saman, farið eitthvað út saman" " farið í gönguferð eða eitthvað" 

og ég varð við því og hugsaði það er engin ástæða til að neita barninu um það, bæði gott fyrir hana og gott fyrir mig.

 Við fórum af stað og hún hjólaði og ég labbaði. Svo varð nú úr að hún vildi ekki hafa hjólið með sér ákveðin spotta og fór í það að festa við tré og ég benti á að kannski væri sniðugra að festa við ljósastaurinn og þá kom " Mamma ! þú ert svo hugmyndarík" Það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mann, en þarna fékk ég algjörlega til baka það sem lagt hefur verið inn með jákvæðri hvatningu og hrósi. 

Við ætluðum nefnilega að labba upp að æfingatækjunum.. og við náðum því markmiði, Eg bauð henn oft að fara bara heim, en nei hún ætlaði.  
Alveg eins og ég bíð henni oft að það sé allt í lagi að lesa bara tvær blaðsíður eða 5 í lestra bókinni.

Það er ótrúlega frábært að upplifa í gegnum barnið sitt hvernig hlutirnir eiga að vera, 

þótt engin sé auðvitað fullkominn þá er það engin afsökun til lengri tíma. 

Ég vona að ég muni aldrei týna mér svo af áhyggjum yfir peningum eða fréttunum eða áhugamálunum að ég verði ekki til staðar til að hvetja barnið mitt áfram í lífinu. 

Og kenni henni að hún er frábær eins og hún er og allt sem hún ætli sér sem er jákvætt geti hún leikandi. 

Það eru nefnilega hlutir eins og læra að pissa úti á bakvið tré þegar maður er alveg í spreng og langt er heim sem lærist bara hjá þeim sem gefur manni mestan tíma. 

Sem foreldri til foreldris vona ég að þú gefir þér tíma með barninu þínu. 

07.08.2013 15:30

Reiki Námskeið og einkatímar.


Til stendur að hafa Reiki 1 námskeið í ágúst. og þá er Næsta helgi eða næsta vika sem kemur sterkast inn. 

Ég er að stefna á að vera á austurlandinu helgina 24 ágúst og svo Sauðarkróki seinustu helgina í ágúst. Verður það auglýst síðar á því svæði. 

Tímapantanir varðandi Einkatímana og fyrirspurnir vegna námskeiða er í síma 8673647

kveðja 

Hólmfríður 

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 591
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 357245
Samtals gestir: 54815
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 23:35:58

Spáspjall