Færslur: 2011 Nóvember

30.11.2011 16:09

Reiki námskeið 17-18 Desember

Reiki 1 námskeið og einkatímar í Desember

Til upplýsinga þá er  hægt að panta einkatíma hjá mér og er ég þá niður í  versluninni Gjafir jarðar.

Einkatíminn er rúmur klukkutími og í honum er Heilun, árulestur og svo spámiðlun með persónulegri leiðsögn.

Oft á tíðum fær ég upplýsingar um fylgjur og leiðbeinendur en hver tími er mjög einstaklingsbundinn að þessu leiti.

Ég nota nú að mestu næmni mína og innsæi en einnig Tarot og englaspil.

Það er hægt að panta tíma  og er það þá gert í 8673647 eða [email protected]


REIKI 1 Námskeið er planað helgina 17 - 18. Desember

Staðsetning námskeiðsins fer eftir fjölda þáttakenda og nánari upplýsingar til þeirra sem skrá sig.

Námskeiðið kostar 10.000 kr. 

Námskeiðið er í formi verklegrar kennslu og fræðslu,

Heilun og Námskeiðsgögn innifalinn.

Nánari upplýsingar eru í [email protected] eða í gsm 8673647

það er líka hægt að lesa upplýsingar á síðunni minni undir Heilun.

Hafðu það gott í dag og ævinlega

Hólmfríður

20.11.2011 21:40

20.11.2011 Dagur endurnýjunar :)

Það er serstakur dagur í dag :) 20.11.2011 sem gerir töluna 8 

8 er tala tækifæra og endurnýjunar. Með minni fæðingartölu 11 sem er meistara tala er tala dagsins 1 

1 er tala byrjunar og í dag var persónulegur afreka dagur þar sem ég útskrifaði mína fyrstu reikiheilara í dag. 


Ég stefni á að vera með að minnsta kosti 1 reikinámskeið í mánuði  í framhaldinu. 

Reiki er einföld leið til heilunar á öllum sviðum 

Stefni á næsta 1.stigs námskeið 3 og 4. des  


Reiki er óháð trú kyni, aldri og fyrri störfum. 



Hafðu það gott fyrir þig í dag 


Hólmfríður  

Reikimeistari og Kennari :) 









02.11.2011 01:52

Líður að Reiki námskeiðum

Góða kvöldið :) 


Ég þarf stundum að stilla mig um að dásama Reiki ekki um of  því þá trúir fólk mér varla. 

Mín saga með Reiki byrjaði fyrir 17 árum. 
Eftir ansi stormasaman tíma í lífi mínu var ég að vinna í rækjuvinnslu á Blönduósi í sumarfríi frá skólanum mínum.

Ég sá auglýsingu í Bæjarblaðinu sem hafði stórum stöfum auglýst REIKI námskeið. 

ég hringdi og spurðist fyrir og var nú frekar vantrúuð og eiginlega bara fannst þetta fáránlegt að þetta væri eitthvað sem ætti að vera mögulegt og til. 

Það sem kannski þarf að taka fram er að fólk og þá sérstaklega ungt fólk sem er andlega opið upplifir tilfinningar annara og atburði i kringum sig miklu sterkar en aðrir. 

tekur meira inn á sig og verður í raun að hafa ansi sterkan skráp eða geta aðskilið eigin tilfinningar frá öðrum. Samhyggðin er það mikil. 

Oft er opið fólk eftir því sem ég hef séð og skynjað með fínlegri orku..sem á auðveldara með að blandast orku annara. 

Það er mín skoðun að til þess að einstaklingi geti liðið vel þarf hann eða hún að hafa skýra jákvæða mynd af sjálfum sér óháð tilfinningum annara. 

þetta svo kallaða persónulega pláss (personal space) fyrir hugsanir okkar langanir tilfinningar. 

Og þá er ég alls ekki að segja að við ættum ekki að deila með öðrum. Við þurfum bara okkar pláss með okkur án þess að stjórnast af meðvirkni. 

Kynnast okkur til að við vitum á hvaða grunni við erum að byggja. Hvað er það sem við erum að deila með öðrum? 


En hvernig tengist þetta Reiki ? 

Ég tek það í raun sem sjálfsagðan hlut í dag að ég geti alltaf látið mér líða betur, ég fái alltaf aðstoð ef mig vantar lausn og ég geti alltaf lokað sári ef mig eða aðra blæðir. 

Þetta er svona einfalt. 

Og ég hef endalausan aðgang að orku til að byggja mig upp og deila með öðrum sem það vilja. 

Eins er ég varin og get varið mig gagnvart neikvæðum áhrifum, Og guð veit engin er fullkominn og síst ég. Er ekkert heilagari eða merkilegri en næsta manneskja. 

Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað hafa fleiri tækifæri til að gefa fólki Reiki á hin hefðbundna hátt. Á bekk með undir teppi með góðri hugleiðslu tónlist en á móti er ég ekki vön að fara hefðbundnar leiðir að neinu og gott að þekkja bæði. 

Sjáið til..það er jákvætt í öllu alveg sama hvað það er. 


Það er altaf lærdómur og tilgangur en undir okkur sjálfum komið að þekkja takmörk okkar og takmarkaleysi. 

Það er hellingur af sorglegum hlutum sem gerast í heiminum en hamingja skal ekki metin í aur eða tíma heldur í þeim kærleika sem hvert augnablik gefur þér 

Óháð kyni, trúarbrögðum, samfélagshóp, flokkum eða landi. 





  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 290758
Samtals gestir: 42084
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:47:05

Spáspjall