03.07.2012 09:54
Það byrjar allt með þér
hver er sinn gæfusmiður og sorterari..
það er svo mikilvægt að við tökum þau tækifæri sem að okkur réttast og nýtum þau. Að vera jákvæð og leyfa þessari hugsun að komast að sem segir að aðeins það sem er gott fyrir mig stoppar hjá mér.
það segir sig sjálft að við hittum allskonar fólk á lífsleiðinni og sumir vilja eitthvað frá okkur og aðrir vilja gefa okkur af sér.
En valið er alltaf okkar varðandi hvaða fólk við viljum að umkringi okkur. Við erum soldið eins og börninn stundum í óöryggi okkar "einhver athygli er betri en engin athygli" og sýni einhver okkur athygli þá finnst okkur við sérstök þótt það sé neikvæð athygli.
Þetta á serstaklega við um þá sem eru óöryggir með eigið ágæti og sækja viðurkenningu í gegnum aðra.
Því fyrr sem við áttum okkur á því að öll tilfinning um eigin verðleika og styrk kemur að innan því frjálsari erum við til að byggja okkur upp.
það veit engin nema við hver við erum en það er líka gott stundum að spegla sig fólki sem maður veit að þykir vænt um mann. Sjá hvað aðrir sjá og athuga hvort það sé eitthvað sem við þurfu að skoða.
Er hegðun okkar að sýna þá manneskju sem við viljum vera? hvað erum við að segja? er það eitthvað sem bergmálar okkar innri persónu eða erum við að eltast við að reyna að segja það sem við höldum að aðrir vilji heyra.
hvað viltu? Hvað langar þig að gera? hvað viltu panta ?
Geturðu svarað þessum spurningum án þess að ráðfæra þig við aðra?
hvar serðu þig eftir 5 ár? 10 ár?
Hvernig sérðu þig sem persónu? Hverjar eru þarfir þínar og langanir sem þessi persóna.
Það er nokkuð ljóst og verður ljósara með hverjum degi að við stjórnum okkar eigin lífi, með viðhorfi okkar jákvæðu eða neikvæðu, með gerðum okkar því sem við gerum og sleppum að gera .
Og orðum okkar því sem við segjum og látum ósagt.
Við breytum ekki öðrum og aðrir breyta okkur ekki.
Kjarninn okkar er alltaf þarna til staðar en stundum flækjast umbúðirnar fyrir okkur og þær þarf að laga til.
Ég heyrði snilldar setningu um daginn, "borðaðu eins og manneskjan sem þú vilt líta út fyrir að vera "
og það má heimfæra þetta á allt. Hvernig viltu vera? Hagaðu þá lífi þínu eins og sú manneskja sem þú sérð sem betri útgáfan af sjálfri þér.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
20.06.2012 10:05
Frábær byrjun á Sumri
Endalaust er búið að vera gaman hjá mér síðustu viku og lofar góðu varðandi sumarið :)
Ég hef gert það stundum að taka svona vinkonuspá, þar að segja það koma til mín tvær vinkonur í spá og við fáum okkur kaffi og súkkulaði saman, fáum reiki og spámiðlun.
Seinustu helgi voru þær reyndar 3 og áttum við skemmtilega kvöldstund saman.
Fyrr í þessum mánuði fór ég í heimahús hjá nokkrum góðum vinkonum sem ákváðu að eiga góða kvöldstund saman og fá spámiðilinn í heimsókn til að fá smá innsýn inn í framtíðina og heilun í leiðinni og það var mjög gaman :)
það myndast voða skemmtileg stemming og allir voða ánægðir.
Seinasta helgi var líka viðburðarrík að því leiti að ég var með Reiki 2.stigs námskeið gekk það voða vel fyrir sig :)
finnst alveg merkilegt hvað maður er alltaf endurnærður á sálinni eftir að hafa verið í reiki vinnu.
Ég verð með Reiki 1.stig helgina 30.júni til 1.júli en það er nánast að verða fullt á það. Svo fyrir þá sem vilja koma þá verð ég með annað Reiki 1.stigs námskeið aftur í júli en ekki komin dagsetning hvort það verður helgina 7-8.júli eða helgarnar á eftir verður að ráðast.
helgina 14.-15.júli verður Reiki 2.stig námskeið og er enþá laust á það námskeið
Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði voða gott sumar og mörg fræ að koma upp sem hafa tekin sinn tíma að festa rætur í þjóðfélaginu.
Manneskjan er alltaf að koma meira og meira fram í stað fjöldans og ég sé ekki annað en við höfum ástæðu til að vera bjartsýn.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
13.06.2012 09:59
Reiki 1 og 2 Námskeið
Ég ætla að vera soldið dugleg að vera með námskeið í Reiki í sumar og þá sérstaklega í Júli.
í Öllum tilvikum er að ræða helgarnámskeið sem eru á laugardegi og sunnudegi frá kl.10 til 16 .
Næsta Reiki 1 námskeið verður dagana 30.júni og 1.júli og er ég þegar byrjuð að taka niður skráningu á það námskeið :)
Það getur í raun engin vitað hvað er að hafa opið fyrir reiki orkuna án þess að hafa prófað það en það sem ég get þó sagt í viðbót við það sem þegar kemur fram á þessari síðu undir Heilun og svo í bloggfærslum mínum er að þetta breytir lífi þínu.
Næsta Reiki 2 námskeið verður núna um helgina 16.og 17 júni og get ég enþá skráð á það. Svo er næsta Reiki 2 námskeið ekki fyrr en 14.og 15. Júli.
Undanfari Reiki 2 er í öllum tilfellum að hafa lokið Reiki 1 og hafa skirteini upp á það.
Ég verð með fleiri námskeið í júli en það er ekki kominn tímasetning á þau námskeið en um að gera að vera bara í sambandi við mig.
Hafið það nú rosa gott og haldið áfram að brosa til hvors annars og færa hvort öðru yl eins og þið viljið finna ylinn sjálf :)
Hægt er að hafa samband við mig í [email protected] eða gsm 8673647 eða í gegnum svarboxið.
Ég mun líka vera meira við í svarboxinu en ég hef verið að undanförnu.
kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
03.06.2012 22:23
Frábær Helgi :)
Alveg endalaust er þetta búin að vera frábær helgi :)
sólinn svo gjörsamlega búin að vera að verma okkur og sýna að alltaf birtir um síðir :)
Ég átti virkilega skemmtilegan Laugardag þar sem ég var með spá Heilunar tímana mína og svo fékk ég smá spá og að smakka blómadropa en það var kynning á þeim þessa helgi.
Ég veit fátt betra en fá stundum smá tíma fyrir mig þar sem ég rötli um miðbæinn í góðu veðri kíki aðeins á mannlífið í kolaportið og enda oft í bókabúðinni Eymundson með góða bók og gott kaffi og horfi á mannfjöldan fyrir neðan á hraða.
Ég var einnig þess heiðurs aðnjótandi að kynnast 6 hressum og skemmtilegum konum sem höfðu fyrir að kalla til Moi sér einungis til skemmtunar fróðleiks og auðvitað heilunar :)
dagurinn var svo toppaður með því að rölta heim í sumarnóttinni í gegnum sannkallaða vin í borginni Elliða ár dalinn.
Það er mjög mikilvægt að við gefum okkur tíma til að anda aðeins frá okkur koma okkur út undir bert loft og reyna að labba þar sem náttúran hefur fengið smá frið til að vaxa og dafna, ansi mikið líf er í elliðaárdalnum þótt ekkert sjáist og er bara gaman að því.
Eins uppgvötvaði ég tilvalið ráð ef sækir á mann smá handkuldi eins og oft vill verða hjá mér .. ég fann mér forláta kanínu og sendi á hana fjarheilun. Hún róaðist strax og fór að borða í makindum þótt ég stæði 3 skrefum frá henni. Hún dró svo orku frá mér alla leiðina heim og mér hitnaði á höndunum :) Góð samvinna þar :)
Ég verð næst með einkatíma í gjafir jarðar næsta laugardag 9.júni en svo er ég með 2 stigs námskeið í Reiki heilun helgina á eftir og er það 2 daga námskeið sem þegar eru komnir lámarks þáttakendur á en má alltaf bæta við fleirum.
Svo ætla ég að sjá hvort ekki náist 1 stigs námskeið helgina á eftir eða seinustu helgina í júni 30 - 01. júli :)
Ég er svona að skoða sumarið og geri ráð fyrir að ég verði með einkatíma flestar helgar sem ég er ekki með námskeið og þá á laugardögum. það er svo ekki fyrr en í haust í September sem ég sé fyrir mér að fara út á land að spá og hugsanlega vera með reiki námskeið. En það má alveg freista mín þangað til. Elska að ferðast og komast aðeins út úr bænum en þetta er jú alltaf bara spurning um aðstöðu á hverjum stað fyrir sig.
Stefnan er líka að fara að bjóða upp á Orkustöðvameðferðir eða reiki meðferðir með haustinu á virkum dögum í Gjafir jarðar ingólfsstræti 2.
Margt að gerast og hlakka til hvað framtíðin ber í skauti sér.
Það að vera jákvæð bjartsýn og horfa á það sem við getum breytt í stað þess að gráta það sem farið er og verður ekki aftekið er málið.
Við berum enn og aftur ekki ábyrgð á öðrum heldur einungis okkur sjálfum og stöndum og föllum með eigin gerðum og orðum :)
segðu eitthvað fallegt um sjálfa þig á hverjum degi og leyfðu þér að vera sú fallega sál sem þú ert.
Gleðilegt Sumar :)
Kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
15.05.2012 16:28
á næstunni :)
Þá er netspáinn kominn aftur í virkni en langar mig að biðja ykkur sem ekki hitta á mig hérna á netinu að senda mér bara póst og ég bregst við um leið.
Ég er núna næstkomandi laugardag með einkatíma í Gjafir jarðar og á ég lausan tíma.
Ég er alltaf tilbúin að setja saman Reiki námskeið en þarf að hafa ákveðið lámark og svo þurfa allir að komast á sama tíma sem áhuga hafa.
Reiki orkan raðar okkur saman sem hentar að læra saman og við verðum bara að lúta því skipulagi :)
En næsta Reiki 1 námskeið er planað og kominn þáttakandi á er planað í byrjun júni.
Þannig að endilega hafa samband ef áhugi er fyrir hendi :)
Um er að ræða helgar námskeið frá 10 til 16 laugardag og sunnudag og kostar 10.000
Námskeiðinu lýkur svo með prófskirteini þar sem þið eruð fullgildir Reiki heilarar
Reiki er samt alltaf fyrst og fremst hugsað sem sjálfsstyrking og gerir hverjum sem er gott þótt þeir ætli sé ekki að vinna með aðra heldur sinna eigin sál og líkama.
Eigðu góðan dag.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
09.05.2012 14:19
Á næstunni.
Því miður vegna tölvubilunar get ég ekki boðið upp á spá í gegnum svarboxið en það er hægt að senda mér fyrirspurn og ég get svarað til baka í tölvupósti.
Ég gæti þá líka lagt fyrir viðkomandi en þá væri gott að fá nafn og aldur. Ég myndi þá senda smá fjarheilun í leiðinni.
Eins ef það er eitthvað ákveðið mál sem vantaði ráðleggingu varðandi þá er það ekkert mál.
Ég var með voða skemmtilegt Reiki 1 námskeið í April fyrir 1 stigið og er stefnan að vera með 2.stigs námskeið á næstunni. Helginn 2.júni kemur sterklega til greina svo endilega hafa bara samband.
Ég verð með 1 stigs Reiki námskeið Helgina 19 og 20.mai ef næg þáttaka er.
Lámarks þáttaka eru tveir.
Svo halda áfram einkatímarnir niður í Gjafir jarðar.
vona að þú sem lest þetta hafir það einstaklega gott og finnir fyrir litlu ljósi innra með þér sem lýsir þér áfram inn í góðan dag og framtíð.
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
25.04.2012 13:57
Reiki námskeið og hugleiðing
Síðan ég lærði Reiki 1 og 2 árið 1994 og þangað til núna á þessu ári hef ég að mestu litið á það sem mitt einkamál.
Þetta var eitthvað sem ég hafði til að aðstoða mig í mínu lífi, takast á við erfiðleika og hjálpa til þegar þurfti. Jú ef ég sá einhvern sem mér fannst sorgmæddur úti á götu sendi ég á viðkomandi og ef ég vissi af einhverjum sem átti erfitt sendi fjarheilun/reikiorkuna ég líka á hann.
Ég fór að bjóða upp á Reiki meðferðir í spámiðils tímunum mínum og svo einnig reikimeðferðir fyrir um 3 árum síðan.
í dag sem Reikimeistari hef ég brennandi þörf til að kenna reiki og breiða það út til sem flestra og þessi áhugi hefur ekki slaknað með tímanum. Sérstaklega þegar ég les á erlendum síðum um hópa á vegum rauðakross sem eru að gefa reiki í sjálfboðavinnu inn á sjúkrahúsum og þetta virðist vera miklu meira viðurkennt og í sviðsljósinu en hérna.
og hér til dæmis http://reikiintegrativecare.wordpress.com/category/hospital-reiki-volunteer-programs/
Ef googlað er redcross volunteer reiki koma upp ótal vefsvæður sem snerta við þessu efni.
Þegar ég útskýri tilgangs reikis í daglegu lífi bendi ég til dæmis á að ef ekki annað þá er Reiki mjög praktískt þegar maður sker sig eða börninn fá blóðnasi því þá er hægt að stoppa blóðflæði strax. þarf enga plástra eða bómull. Kannski betra að hafa plástur þar sem staðurinn er enþá viðkvæmur þrátt fyrir að ekki blæði, til dæmis fyrir hita við eldamensku.
Og þá í framhaldinu vaknar sú spurning hjá mér afhverju eru ekki allir heilbrigðis og bráðatilvika starfsfólk með Reiki heilun.
Því bæði er hægt að nota reiki til að stöðva blóðflæði og eins til að róa fólk niður þannig að því líði betur.
Og fyrir fólkið sjálft sem vinnur undir miklu álagi að geta sótt sér endalaust orku sjálfum sér til styrkingar og aðstoðar andlega og líkamlega.
Ég las skemmtilegt blogg hjá erlendum Reikimeistara sem er öll í jóga og að gera allt án vestrænna lækninga sem ég mælist nú ekki fyrir en svo endaði á því að hún varð að fara í ákveðna kviðaðgerð og þegar hún var að fara að leggjast undir hnífin var henni boðið Reiki sem leið til að slaka á af hjúkrunarkonunni henni til mikillar undrunar.
Ég er þess fullviss að margar heilandi hendur starfa nú þegar í heilbrigðis þjónustunni þótt ekki fari hátt um það.
Það sem reiki gefur þessum heilandi höndum er að þá er ekki verið að taka af þeirra eigin orku heldur miðlun á orku í gegnum þau og þau fá þá líka orku í leiðinni.
Reiki orkan fer í gegnum allt og er öllu óháð og Jákvæð að öllu leiti.
Eins og áður var planað er ég með Reiki 1 námskeið næstu 2 helgar eða 28 og 29.april og svo 5 og 6.mai næstkomandi.
á meðan er þáttaka stefni ég á að hafa námskeið eins oft og ég get, þar sem metnaður minn stendur í þá átt að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu.
Eigðu góðan dag og sjáðu eigin kraft í þínu eigin lífi til breytinga
Skrifað af Hólmfríður Ásta
27.03.2012 15:20
Sumarið er komið :o)
Eins og ég er þakklát fyrir kósíheit vetursins þá er voða gott að fá sumarið og sólina inn :0)
Mars er búin að afar góður mánuður þegar komið er að reiki vinnunni :0) var með fyrsta 2.stigs neman minn 10.mars og svo Reiki 1 námskeið núna síðustu helgi sem heppnaðist svona líka vel, enda er ég ákaflega heppinn með nemendur :)
Ég hef verið að taka 2 nemendur á hverju námskeiði og hefur mér fundist það gefast vel, þá fá báðir aðilar fulla athygli og vinna með hvorn annan. Þetta verður persónulegra og gefur mér þá meira svigrúm með tíman.
Ég er svona að gæla við þá hugmynd að vera með 1.stigs reiki námskeið á skírdag og föstudaginn langa.
Og geta þeir sem hafa áhuga á að koma á námskeið og nota fríið sitt fyrir sjálfan sig endilega hafa samband.
Sumarið verður einstaklega gott, það eru ýmsar uppstokkanir í kerfum landsins, fiskveiði, félagslega og svo kemur upp eitthvað hneikslismál sem verður til stóra breytinga í lagaumhverfi fjármálana.
Munum bara að horfa á það jákvæða og hvað við getum gert sjálf áður en við förum að setja ábyrgðina yfir á aðra.
Það eru alltaf lausnir og byrjunin er alltaf í speglinum.
Ég er búin að festa niður 2.stigs námskeið 2 - 3 júni og þegar komið bókað á það og er það ekki bundið við 2 nemendur á hverju námskeiði frekar en önnur.
Það eiga allir að geta heilað sig sjálfir sem hafa á því áhuga svo ef þú hefur áhuga á að geta unnið með sjálfan þig með heilun þá er bara að hafa samband.
Varðandi að fara út á land með námskeið eða spámiðlun kem ég til með að auglýsa það þegar nær dregur.
Hafðu það gott alla daga :)
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
20.03.2012 00:38
Hugrekki
Ég velti því oft fyrir mér sem unglingur og ung kona afhverju þarf ég að vera öðruvísi en aðrir, afhverju blandast ég ekki inn og dett inn í þennan rythma sem allir eru í.
Með tímanum áttaði ég mig á að það eru allir öðruvísi, einstakir og sérstakir. En hvernig vitum við hvað er það sem gerir okkur sérstök, hvernig finnum við okkar séreinkenni og hversu miklu máli skiptir það.
Er ekki bara allt í lagi að gera eins og allir hinir, þá er líklegra að maður verðir samþykktur og fái að vera með ?
En með í hverju ? Hvað nákvæmlega er hver og einn að eltast við að fá samþykki fyrir og hjá hverjum ?
Hver hefur það vald að segja þér hvernig þú átt að vera, klæða þig; tala, á hvernig tónlist þú átt að hlusta, hvernig þú átt að ala upp barnið þitt, hvaða upplýsingar þú ert tilbúin að samþykkja og svo framvegins.
þetta er voða einfalt og ofboðslega frelsandi þegar þú áttar þig á því, það er nefnilega bara þú sjálfur
þú verður aldrei gaurinn eða pían við hliðina á þér og átt í raun ekki einu sinni að reyna það, því allur tíminn sem þú sóar í að vera eitthvað annað en þín eigin besta útgáfa af sjálfum þér ertu að vinna á móti sjálfum þér, tekur orku í eitthvað sem verður aldrei neitt annað en tilraun til að mistakast.
ef þú fílar þig í rauðu, farðu í rautt kannski vantar þig bara smá orku, ef þig langar að fara einn eitthvert út í móa að hugsa og hafa næði fyrir sjálfan þig hvað er að því.
ef þig langar að stinga af út í heim og sjá hvað er hinum megin við hólin..
Hvernig aðrir sjá hlutina er eitthvað sem þú getur aðeins að hluta til skilið alveg eins og það geta aldrei allir séð alla þínar sálakima. Við erum einstök og eigum að koma fram við okkur sem slík.
Við erum fallegar sálir sem koma hingað til að læra hvort sem það er af bitri reynnslu eða gefandi kærleika
Leyfum okkur að lifa lífinu sem við hvort sem aðrir samþykkja okkur eða ekki stjórnum því hvort sem er ekki
Skrifað af Hólmfríður Ásta
03.03.2012 20:38
Hvað er REiKI Heilun? Námskeið í Mars
Ég fann ansi góða síðu þar sem farið er í gegnum hvað reiki er.
http://www.reiki-evolution.co.uk/what-is-reiki.htm
Ég hef fengið soldið af fyrirspurnum eftir 2 stigs námskeiðum í Reiki og verður þess háttar námskeið helgina 10 og 11.mars
Munurinn á Reiki 1 og Reiki 2 sigs heilara gagnvart þeim sem fær reikiorku er ekki neinn. Um er að ræða alveg jafn góða heilara þar sem er sá sem fær heilun sem stjórnar orkunni sem viðkomandi dregur.
En fyrir Heilaran sjálfan skiptir þetta talsverðu máli þar sem ekki lengur er þörf fyrir að vera með þyggjandan í höndunum heldur er hægt að senda fjarheilun og skiptir þá ekki máli hvort um reikimeðferð er að ræða eða að einstök sending.
Að taka inn Reiki 2 víkkar líka hvert og hvað er hægt að senda orku á og það verður orkuhækkun.
En gagnvart Þyggjandanum þá er Reiki heilari með 1 stig 2 stig eða meistari alveg jafngóður heilari þar sem það er þyggjandinn sem dregur þá orku sem hann þarf í gegnum heilarann en ekki heilarinn að gefa af sinni orku.
Verð svo með 1 stigs námskeið helgina 24 og 25 mars.
Fyrir þá sem hafa áhuga endilega hafa samband við [email protected] eða í gsm 8673647
með Reiki 2 get ég til dæmis sent á að allir sem hafa lesið þennan texta til enda muni fá til sín reiki orkuna og líði vel á þeirri mínútu sem líkur lestrinum.
Hafðu það gott og njóttu Það eru engar takmarkanir í lífinu nema þær sem þú setur upp sjálfur
kveðja
Hólmfríður Ásta
Reikimeistari
Skrifað af Hólmfríður Ásta
25.02.2012 01:50
Reiki 1 og 2 stig.
Góða kvöldið :)
Ég er byrjuð að setja niður næstu námskeið. Það hefur tölvuert komið fyrirspurnir um 2 stigs námskeið í reiki.
Hef ég ákveðið að vera með 2 stigs námskeið aðra helgina í mars eða 10 og 11 mars. Námskeiðið er báða dagana.
Svo í kjölfarið vera með 1 stigs námskeið aðeins seinna í mánuðinum.
Gagnvart þeim sem fær heilun skiptir engu máli hvort heilarinn er með 1 eða 2 stig en það sem gerir annað stigið að mínu mati svo frábært er að hafa möguleikan á að vinna með allt sem við viljum setja jákvæða orku í.
Þurfum ekki að hafa viðkomandi í höndunum heldur getum notað fjarheilun.
Ég geri mér fulla grein fyrir að þeir sem aldrei hafa prófað reiki heilun eða hafa ekki tekið námskeið í Reiki hafa sínar efasemdir en það er eðlilegt.
Það veit engin í raun hvernig er að vera með reiki nema hafa prófað það.
Ef við að lesa orðið REIKI fer hjartað aðeins að slá hraðar og smá hrollur niður eftir bakinu skaltu afla þér ferkari upplýsinga :)
Þess má getið að ég býð líka upp á reiki meðferðir sem fer fram á bekk.
Hafa bara samband í [email protected]
kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
22.01.2012 21:06
Netspá námskeið og einkatímar
Mig langar nú fyrst að þakka fyrir þann áhuga sem þú lesandi góður hefur sýnt síðunni minni :) Það undrar mig alltaf jafnmikið þegar ég sé hversu mikla flettingu þessi litla síða mín fær og fyllir mig stolti.
Ég býð upp á Netspá og gekk ég út frá því í byrjun að vera við tölvuna mánudaga til fimtudaga milli 21 og 24.
En það sér hver í hendi sér að það geta komið dagar þar sem ég get því miður ekki verið við á þessum tímum.
Netspá fer þannig fram að þú smellir á netspjall myndina og við tengjumst í spjallglugga þar sem ég legg fyrir þig spil og miðla til þín þeim upplýsingum sem ég fæ varðandi það sem ég skynja með þér.
Mér til gamans prófaði ég svona svipað form á erlendri síðu og þá tengdist maður leiðbeinanda og smellti svo á klukku til að byrjaði að telja mínuturnar sem maður hafði fyrir ákveðna upphæð.
Ég verð nú að segja að það myndi aldrei henta mér því ég vil geta haft nógan tíma fyrir hvern og einn.
En ég fylgist spennt með 23.febrúar því samkvæmt þessu spjallið átti það að vera mjög stór dagur :)
Fyrir þá sem vilja fá spá í gegnum netspá þá mæli ég með að skilja eftir skilaboð og þá svara ég og við getum komið okkur saman um tíma. Tíminn getur verið virka daga sem helgar.
Það hefur komið mér á óvart hversu góð tenging getur orðið þrátt fyrir að nánast engar upplýsingar liggi fyrir um viðkomandi sem er hinum megin við skjáinn eða netið. Og það virðast ekki vera neinar hindranir fyrir þá hinum megin sem vernda okkur að láta vita af sér þótt viðkomandi sé ekki fyrir framan mig.
En hafa skal í huga að hver og einn sem fær spá þarf á mismunandi spá eða miðlun að halda á þessum tímapunkti í lífi sínu.
Eitt ráð vil ég gefa öllum alveg sama í hvaða stöðu þeir eru í lífi sínu.
Að vera opin fyrir öllum möguleikum og lausnum. Festa sig ekki í einu viðhorfi.
Það er svo erfitt fyrir leiðbeinendur okkar að aðstoða okkur ef við erum ekki opin fyrir fleiri en einni lausn.
Hluti af þessu er líka að festa okkur ekki í neikvæðni. "þetta gengur aldrei" er setning sem við eigum aldrei að láta út úr okkur.
Þetta vil ég ekki er aftur á móti staðhæfing sem á að sýna okkar sanna vilja og þá stendur það líka.
Leiðbeinendur okkar hvort sem það eru þeir sem með okkur koma inn í þetta líf eða nánir vinir eða ættingjar sem fallið hafa frá og aðstoða okkur geta ekki aðstoðað nema við séum móttækileg.
Og við erum móttækileg þegar við erum jákvæð, lausnamiðuð og tilbúin að bera ábyrgð á okkur sjálfum.
Verum líka þakklát því það er svo margt í lífi hvers og eins sem við getum verið þakklát fyrir.
Beinum ekki hugsunum okkar í það sem okkur finnst vanta eða fortíðina sem við getum ekki breytt. Labbi maður aftur á bak er líklegt að hann detti um eitthvað sem fyrir framan hann er.
Einkatímarir mínir eru niður í versluninni Gjafir jarðar og hef ég verið flesta laugardaga þar. Ég er nú að meðaltali bara með einn tíma á helgi og þá er sá tími rúmlegur klukkutími. Ég mæli með að kíkja í verslunina þar sem er gott úrval af spilum fróðleik og sérstaklega orkusteinum
Ég hef einstaka sinnum tekið heim á sunnudögum þar sem gjafir jarðar er lokað þá daga og þá hafa komið sérstaklega vel út svona vinkonutímar þá koma tvær vinkonur heim og ég kíki þá jafnvel í bolla líka það hefur verið soldið skemmtileg stemming í því. En líka gaman hversu misjafnar upplýsingar geta verið fyrir ólíkar manneskjur.
Ég hef þá líka gefið smá afslátt þegar þær hafa verið að koma tvær :)
Ég er enþá með Heilunaraðstöðuna í aðlögun og er ekki farin að bjóða upp á tíma í heilun. Ég bauð áður upp á heilun í Kærleikssetrinu og gat ég þá bókað 3 daga í röð en Reiki meðferð þarf að vera 3 skipti 3 daga í röð til að byrja með. Því miður hef ég ekki getað boðið upp á það núna en það verður vonandi bót á því.
Það sem ég hef aftur á móti og mun bjóða upp á er Reiki námskeið og persónulega vil ég frekar gefa þér möguleikan á því að heila þig sjálfa hvenær sem er og hvar sem er en að binda þig í að koma alltaf reglulega í heilun hjá mér.
En þú verður þá að nota það sem þú hefur í höndunum bókstaflega.
Reiki 1 námskeiðinn eru 2 dagar frá 10 til 16 báða dagana. Það eru að lámarki 2 þáttakendur svo viðkomandi geti unnið með hvorn annan.
Opnað er fyrir möguleikan að heila og hreinsaðar eru orkustöðvarnar. þáttakendur fá fræðsluefni og fá að læra sjálfsmeðferð og svo prófa meðferð á öðrum. Að námskeiðinu loknu á hver og einn að geta gefið sjálfum sér og öðrum reiki heilun. Hafa sterka vörn andlega og finna sig tilbúnari að takast á við hvað sem til þeirra kemur. Þú veist í raun ekki hvað reiki er fyrr en þú hefur prófað það svo ef þetta hringir einhverjum bjöllum og þig langar að vita meira endileg hafðu samband.
En áttaðu þig á að þú ert eigin meistari.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
31.12.2011 16:22
Gleðilegt nýtt ár 2012
Þið sem hafði heimsótt síðuna mína á árinu, fengið hjá mér lestur á netinu eða komið í einkatíma hér í bænum og úti á landi.
Ég trúi því og treysti að árið framundan verði gott ár einfaldlega vegna þess að hvert okkar mun gera það besta úr árinu sem það færir okkur.
Ég óska ykkur bjartsýni dugnaði og gleði í stundum ykkar sem framundan eru.
Notum tíman vel því hvert augnablik er mikilvægt í að móta það næsta. Leyfum okkur að eiga kósí stund þegar sú þörf kemur yfir og látum ekki annara tilfinningar ruglast við okkar nema jákvæðar séu
árið 2012 ber töluna 5 og ef lagt er við fæðingartöluna sem í mínu tilfelli er 11 eða 2 fáum við 7 en.. þar sem ég á ekki afmæli fyrr en í nóvember þá byrjar nýtt talna ár ekki fyrr en þá. Þannig að ég held áfram á 6 :)
Fókusum á það sem er mikilvægast samskipti okkar við börninn okkar og samferðarfólk ekki dauða hluti.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2012 byrjar ísland að rísa upp á við og við förum að sjá jákvæðar breytingar fyrir heimilin í landinu strax í febrúar.
Ég segi að verðbreytinginn fari á árinu.
Öflum okkur upplýsinga og gerum kröfu um hjálp og hugsum okkur inn í velmegnun. (setja secret á leslistan)
Það er engin einn eða ein við höfum öll okkar verndarenlga og vætti sem bíða þess að við biðjum um aðstoð og að við treystum á þá tilfinningu og innsæi sem innra okkar býr því þar er auðveldast að senda okkur skilaboð.
Löbbum inn í nýtt ár treystandi því að lífið hefur upp á svo skemmtilega hluti að bjóða ef við erum tilbúin að setja niður svartsýnisgleraugun og lítum í spegil áður en við gagnrýnum aðra.
breytingar koma alltaf fyrst innra frá. Og við ráðum því sjálf hvernig við tökumst á við þá erfiðleika sem koma til okkar.
reiði tekur meiri orku en jafnaðargeð og við þurfum alla okkar orku og kærleika til okkar barna og sjáfs okkar.
Kærleikurinn er sterkastur þegar við beinum honum að okkur sjálfum
nýjars kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
19.12.2011 00:56
Yndisleg Helgi
Ég hef nú alltaf verið þeirrar trúar að maður getur gert plön en svo fara hlutirnir eins og þeir eiga að fara :)
Gott dæmi um það er núna þessi helgi. Ég var búin að plana reiki námskeið um þessa helgi fyrir 1.stigið
En auðvitað áttaði ég mig svo á því að það gengi ekki upp því Námskeiðið krefst þess að viðkomandi hafi alveg 2 daga lausa frá morgni fram á dag og það er bara ekki í boði seinustu helgi fyrir jól :)
En í staðin var ég beðin um að koma og vera að spá og með heilun í yndislegu gæsaparty :) Átti frábæran dag með hópi Gæða kvenna.
Óska ég verðandi brúði alls hins besta.
Það verða hinsvegar Reiki námskeið í janúar og þá ætla ég að reyna að vera einnig með reiki annars stigs námskeið.
Stundum er það bara þannig að það sem maður planar gengur ekki upp en þá kemur bara eitthvað annað í staðin sem er jafngott og betra.
Það kemur sem á að koma og á þeim tíma sem það á að koma
Óska ykkur Gleðilegra jóla og yndislegs nýs árs og þakka fyrir það koma og lesa það sem ég hef frá mér lagt.
kveðja
Hólmfríður Ásta
Skrifað af Hólmfríður Ásta