Færslur: 2010 Júní

23.06.2010 22:46

Næturvinna

Ég hef ákveðið að nota Bloggið sem einskonar skráningu á þeim "andlegu" upplifunum sem koma inn hjá mér. Annars er hættan sú að ég gleymi því og blogg ágætis skráningar aðferð útaf fyrir sig. Ég geri mér líka grein fyrir að það eru örugglega einhverjir aðrir sem hafa svipaða reynnslu að baki og ég. Og vona ég að fólk meigi fá þessa "já alveg eins og ég" tilfinningu.

Mér var sagt fyrir ekki svo löngu síðan af Guðbjörgu Guðjóns Miðil að það væri unnið með mann í svefni. Þar aðsegja að leiðbeinendur sem vinna með okkur, þá þroska okkar eða hvað sem við finnum þörf til að vinna með.

Ég tók eftir því á tímabili að ég var farin að vakna alltaf á sama tíma bara til að kíkja á símann og sofna aftur. Klukkan 5 að morgni. Ég nefndi þetta eitthvað við guðbjörgu og hún sagði mér jú.. það væri verið að skila manni alltaf á sama tíma.. Skila manni hvaðan og þá hvert spyr ég í huganum?

Inn í líkaman.. ?

svo er það nú að ég vakna á mánudagsmorgun og finnst ég bara vera að horfa yfir vestfirðina úr rúminu og fer jú á salerni .. er milli svefn og vöku með lokuð augun.. og augunum á mér fljóta ákveðin Tákn sem mynda einskonar útskorinn vegg veit ekki hvernig öðruvísi ég á að lýsa þeim.. og á bakvið þennan útskorna vegg er þessi ofboðslega birta.. sem nánast skapar ofbirtu.. og mér fannst eins og þetta væru einhver tákn sem ég væri að læra eða ég hefði vaknað í miðri kennslustund og var eiginlega spennt að hella mér bara aftur í svefninn til að halda áfram.

Hef ekki upplifað svona áður og gaman væri ef einhver hefði svipaða reynnslu.

17.06.2010 22:30

Á faraldsfæti í sumar

Kærleiksdagar á Núpi

eftir kingimagnaða orku vestfjarða þá er mín mætt aftur á mölina. En ætla ekki að stoppa lengi því  stefnan er sett á að fara norður og austur og bjóða fram krafta mína.

Planið er að fara norður um miðjan júli og hafa þá viðkomu á Blönduósi og Akureyri. Hitta þar gott fólk og spá fyrir þeim sem það vilja. Auglýsi seinna á staðnum en ef áhugi er fyrir að fá mig á þá staði sem þarna eru á milli þá er bara að hafa samband og ég kem við á leið minni. :)

sumarið er algjörlega tíminn til að ferðast og njóta allrar þeirrar náttúru sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

emoticon 

Hafði það gott og njótið þess að vera til :)

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 290977
Samtals gestir: 42098
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:24:11

Spáspjall