Færslur: 2015 Febrúar

22.02.2015 03:40

þessi andlega týpa er ekki til eða hvað?


Hvernig er þessi andlega týpa? jú, hún eða hann, hefur oftast erfiða æsku, annað hvort sögu af eineldti, einhverskonar ofbeldi, misnotkun eða hefur öðlast trú í gegnum bárráttu við fíkn. 

Þessi andlega týpa fann oft fyrir einangrun sem barn, að það væri engin eins hún/hann, eins og viðkomandi passaði ekki innan eigin aldursflokk. 

Sem unglingar eru þessir einstaklingar oft með uppreisn eða ganga meðfram veggjum og flýja í bækur. 

Fróðleiks eða reynslu drifið ungt fólk. Getur ekki beðið eftir því að unglingsárin hætti að halda aftur af því. 

Þegar þetta fólk lítur til baka er alltaf einhver eldri manneskja sem reyndist þeim best eða skildi þau best. 

Þeim leið best með eldra fólki eða börnum. 

Þessi endalaust leit að hinum eina sanleika, tilgangi, draumar af annari tilveru sem önnur manneskja. Upplifa það sem barn að þú tilheyrir ekki fólkinu sem þó segist vera fjölskylda þín. 

Gruna að þú sért hugsanlega ættleiddur/ættleidd. Þangað til þú uppgvötvar líkindi með líkama þínum og þeim sem standa þér næst. 

Bókmenntir eins og Mikael fræðinn, Mörg líf Margir meistarar, spámaðurinn, ísfólkið,  hugsanlega biblían, Goðafræði, trúarbragðafræði, Skáldsögur sem sviðsettar eru á öðrum tíma. og fleira. 

Þörf til að tjá sig og tilfinningar í gegnum listsköpun, listsköpun bjargar þessu fólki oft og verður hækja þess í lífinu.

Þetta fólk er sinn versti óvinur. 

Oft hefur þetta fólk verð lokað inni á stofnunum fyrir það eitt að skynja heiminn ekki eins og aðrir og misst stjórn á því, eða verið lyfjað upp. 

Geri mér grein fyrir að þetta eru sterkar staðhæfingar en við skulum bara horfa á hlutina eins og þeir eru, Lyf eru ofnotuð á íslandi vegna þess að þjóðfélagið er ekki einstaklingsmiðað. 

Ef Þú fittar ekki inn ertu settur í einhverskonar geymslu vegna þess þú passar ekki með hinum. 

Lyf er ein tegund af geymslu. Hvort sem þú ert "ofvirkt" barn eða gamalmenni sem ekki er til fólk til að sinna.

En oft hefur það einhvern stuðnings aðila í lífinu eða meðfæddan hæfileika til að þegja yfir hugsunum sínum. 

Þetta fólk á að forðast vímuefni og áfengi því það missir jarðfestuna sína algjörlega, undir þessum áhrifum og á mjög erfitt með að hætta þegar þessi leið er genginn. 

Ímyndaðu þér að sitja inni í herbergi með 10 manns. Hver og einn með sinn persónuleika, hugsanir, tilfinningar, og skynja þessar tilfinningar eins og banka í þig frá hverri hlið, aðra stundina kemur yfir þig þreyta, hina kærleiki, reiði, sorg, hlutleysi, og þú finnur ekki skýringuna, þú veist ekki afhverju þessi er reiður út í þig, þú veist ekki hvað þú hefur gert til að þessi sé sorgmæddur og þú ert upprifin yfir því að þessi manneskja sé ástfangin af þér. 

Sannleikurinn er reyndar sá að ekkert af þessum tilfinningum tengist þér á nokkurn hátt. Ekki nema orð og framkvæmd fylgi þar á eftir. 

það geta allir þjálfað með sér næmni, séð árur, tengst öðrum andlega, og við tengjumst öll andlega. 

En það sem aðgreinir þessa "andlegu týpu"  frá hinum er oft skortur á jarðtengingu, Skortur á jarðtengingu kemur fram í erfiðleikum að einbeita sér, sveiflur í skapi, viðkvæmni fyrir umhverfi sínu, Gerir eitthvað af því þessum var svo illt, gæti ekki gert eitthvað vegna þess að þá yrði einhver svo leiður, verður að gera eitthvað af því þá verður annar svo glaður. Meðvirkni er ágætis orð. 

En í raun er meðvirkni afsökun fyrir því að taka ekki ábyrgð á sjálfum sér. Nú gæti einhver hafa móðgast en róum okkur. 

Þegar þú lest þessi orð getur þú ákveðið að lesa þau og taka þau persónulega, ég hef ráðist á þína persónu og þú gætir tekið því móðgandi. 
Þú getur ákveðið að þar sem ég þekki ekki lesanda minn þá get ég ekki sagt til um hver hann er og er ekki. Þú getur ákveðið að það stjórni engin því hver þú ert nema þú. þar að leiðandi ert það þú sem velur hver viðbrögð þín eru við þessum pistli. Hverju skiptir annars einhver pistill frá manneskju út í bæ sem þekkir þig ekki neitt. 

það verða hellingur af fólki þarna úti sem eru svo kallaðar andegar orkusugur, sem elska að hafa einhvern sem þarfnast þeirra, sem elska að gefa ráð og segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu. 

nú er ég kannski að skjóta mig í fótinn en satt af segja af þeim ansi mörgum spákonum og spámiðlum sem ég hef farið til þá eru þeir bestir  sem vinna af ábyrgð. 


Um leið og einhver er farin að segja við þig hvað þú átt að gera hvað þú eigir velja áttu að hætta að hlusta. En um leið og einhver gefur þér möguleika til að velja þá skaltu skoða málinn. 

Það er svo gott að geta sagt, "En hann sagði mér að gera þetta svona" á meðan þú hefur sjálfstæðan huga og getu til að framkvæma, spyrja spurninga og leita svara stjórnar þú ferðinni. 

Ekki nota afsökunina að þú sért andlega týpan að þú sért að leita hins eina sanleika, þegar þú ert bara að forðast að tækla reikningana þína, eða díla við sambandið þitt, börninn þín, ábyrgðina sem þú þarft að taka í þessu lífi. Jarðtenginguna þína. Þú komst til jarðar til að lifa á jörðinni þannig að kondu þér að verki. 


  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 290788
Samtals gestir: 42084
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:52:41

Spáspjall