Færslur: 2012 Apríl

25.04.2012 13:57

Reiki námskeið og hugleiðing

Síðan ég lærði Reiki 1 og 2 árið 1994 og þangað til núna á þessu ári hef ég að mestu litið á það sem mitt einkamál. 

Þetta var eitthvað sem ég hafði til að aðstoða mig í mínu lífi, takast á við erfiðleika og hjálpa til þegar þurfti. Jú ef ég sá einhvern sem mér fannst sorgmæddur úti á götu sendi ég á viðkomandi og ef ég vissi af einhverjum sem átti erfitt sendi fjarheilun/reikiorkuna ég líka á hann. 

Ég fór að bjóða upp á Reiki meðferðir í spámiðils tímunum mínum og svo einnig reikimeðferðir fyrir um 3 árum síðan. 

í dag sem Reikimeistari hef ég brennandi þörf til að kenna reiki og breiða það út til sem flestra og þessi áhugi hefur ekki slaknað með tímanum. Sérstaklega þegar ég les á erlendum síðum um hópa á vegum rauðakross sem eru að gefa reiki í sjálfboðavinnu inn á sjúkrahúsum og þetta virðist vera miklu meira viðurkennt og í sviðsljósinu en hérna. 


Ef googlað er redcross volunteer reiki  koma upp ótal vefsvæður sem snerta við þessu efni. 

Þegar ég útskýri tilgangs reikis í daglegu lífi bendi ég til dæmis á að ef ekki annað þá er Reiki mjög praktískt þegar maður sker sig eða börninn fá blóðnasi því þá er hægt að stoppa blóðflæði strax. þarf enga plástra eða bómull. Kannski betra að hafa plástur þar sem staðurinn er enþá viðkvæmur þrátt fyrir að ekki blæði, til dæmis fyrir hita við eldamensku. 

Og þá í framhaldinu vaknar sú spurning hjá mér afhverju eru ekki allir heilbrigðis og bráðatilvika starfsfólk með Reiki heilun. 

Því bæði er hægt að nota reiki til að stöðva blóðflæði og eins til að róa fólk niður þannig að því líði betur. 

Og fyrir fólkið sjálft sem vinnur undir miklu álagi að geta sótt sér endalaust orku sjálfum sér til styrkingar og aðstoðar andlega og líkamlega. 

Ég las skemmtilegt blogg hjá erlendum Reikimeistara sem er öll í jóga og að gera allt án vestrænna lækninga sem ég mælist nú ekki fyrir en svo endaði á því að hún varð að fara í ákveðna kviðaðgerð og þegar hún var að fara að leggjast undir hnífin var henni boðið Reiki sem leið til að slaka á af hjúkrunarkonunni henni til mikillar undrunar. 

Ég er þess fullviss að margar heilandi hendur starfa nú þegar í heilbrigðis þjónustunni þótt ekki fari hátt um það. 

Það sem reiki gefur þessum heilandi höndum er að þá er ekki verið að taka af þeirra eigin orku heldur miðlun á orku í gegnum þau og þau fá þá líka orku í leiðinni. 

Reiki orkan fer í gegnum allt og er öllu óháð og Jákvæð að öllu leiti. 


Eins og áður var planað er ég með Reiki 1 námskeið næstu 2 helgar eða 28 og 29.april og svo 5 og 6.mai næstkomandi. 

á meðan er þáttaka stefni ég á að hafa námskeið eins oft og ég get, þar sem metnaður minn stendur í þá átt að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu. 

Eigðu góðan dag og sjáðu eigin kraft í þínu eigin lífi til breytinga 
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 179
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 378313
Samtals gestir: 57775
Tölur uppfærðar: 22.7.2024 18:30:44

Spáspjall