Færslur: 2018 Apríl
13.04.2018 00:57
Það er aldrei of seint að vera besta útgáfan af sjálfum sér fyrir sjálfan sig.
Hver viljum við vera? hvaðan erum við og hvaða áhrif hefur það á okkur. Það sorglegasta sem ég
horfi upp á er þegar fólk er fast í fangelsi samfélags. Þróast frá því að upplifa sig á kant reglur sem gilda í því samfélagi eða fjölskyldu sem það fæddist í. að hafa þessar hugsanir og telja sjálfum sér trú um að þeir séu sjálfstæðir einstaklingar af því viðkomandi gerir sína útgáfu af lífinu sem í raun allir búa við. Svo með tímanum er viðkomandi meiri og meiri fangi regla og venja að viðkomandi hættir að taka eftir því og sér í raun ekki fangelsi sitt.
Þessar aðstæður geta átt við allan heiminn, alveg eins arabi sem vill meira frelsi eða húsmóðir sem finnst hún þurfa að eiga minnsta kosti einn imaggi vasa og alto grip. Geturðu gengið á meðal fólks án þess að vera máluð eða klædd á ákveðin hátt. Hefur umhverfi þitt áhrif á þig á þann hátt að þer finnst þú þurfa að bera grímu eða klæðast búningi.
Sannleikurinn er sá að það er öllum sama hvort þú ert í búningnum þínum fyrir utan þá sem eru óöryggir með sjálfan sig og það óöryggi kemur út í að vilja stjórna öllu umhverfinu því þá er það öruggt sem er ákveðin tálsýn á sama hátt að maður fæddur í múslima landi telur að lífið komi til með að ganga upp sjálfkrafa ef þeir biðja 5 sinnum á dag og fylgja reglunum. En dáir svo bob marley á laun og kemst ekkert áfram þvi viðkomandi er a eyða orku í að vera í mótsögn við sinn innri mann.
Það er ekkert að því að fólk hafi áhuga á hönnunarvöru hönnunarvörunar vegna, einhver gripur heillar og fær sinn fasta sess a heimilinu. Og flestum konum sem huga að sjálfum sér og rækta sig klæða sig eftir tilfinningu og verkefnum en líka viðmiðum samfélagsins, hversu margir eru í svörtu og hvítu þegar flóran er skoðuð? Hversu margir þora að vera þeir sjálfir, eru öryggir í eigin skinni og sál, fara eftir eigin hentisem af tilitsleysi við umhverfið. það er engin eins alveg sama hvað við klæðum okkur eins.
Er ekki sá steinn sterkastur sem stendur af sér Árstraumana
Skrifað af Hólmfríður Ásta
- 1