Færslur: 2012 Mars

27.03.2012 15:20

Sumarið er komið :o)

Eins og ég er þakklát fyrir kósíheit vetursins þá er voða gott að fá sumarið og sólina inn :0) 

Mars er búin að afar góður mánuður þegar komið er að reiki vinnunni :0) var með fyrsta 2.stigs neman minn 10.mars og svo Reiki 1 námskeið núna síðustu helgi sem heppnaðist svona líka vel, enda er ég ákaflega heppinn með nemendur :) 

Ég hef verið að taka 2 nemendur á hverju námskeiði og hefur mér fundist það gefast vel, þá fá báðir aðilar fulla athygli og vinna með hvorn annan. Þetta verður persónulegra og gefur mér þá meira svigrúm með tíman. 

Ég er svona að gæla við þá hugmynd að vera með 1.stigs reiki námskeið á skírdag og föstudaginn langa. 

Og geta þeir sem hafa áhuga á að koma á námskeið og nota fríið sitt fyrir sjálfan sig endilega hafa samband. 

Sumarið verður einstaklega gott, það eru ýmsar uppstokkanir í kerfum landsins, fiskveiði, félagslega og svo kemur upp eitthvað hneikslismál sem verður til stóra breytinga í lagaumhverfi fjármálana. 


Munum bara að horfa á það jákvæða og hvað við getum gert sjálf áður en við förum að setja ábyrgðina yfir á aðra. 

Það eru alltaf lausnir og byrjunin er alltaf í speglinum. 

Ég er búin að festa niður 2.stigs námskeið 2 - 3 júni  og þegar komið bókað á það og er það ekki bundið við 2 nemendur á hverju námskeiði frekar en önnur. 

Það eiga allir að geta heilað sig sjálfir sem hafa á því áhuga svo ef þú hefur áhuga á að geta unnið með sjálfan þig með heilun þá er bara að hafa samband. 


Varðandi að fara út á land með námskeið eða spámiðlun kem ég til með að auglýsa það þegar nær dregur. 

Hafðu það gott alla daga :) 

Hólmfríður 

20.03.2012 00:38

Hugrekki

Ég velti því oft fyrir mér sem unglingur og ung kona afhverju þarf ég að vera öðruvísi en aðrir, afhverju blandast ég ekki inn og dett inn í þennan rythma sem allir eru í. 

Með tímanum áttaði ég mig á að það eru allir öðruvísi, einstakir og sérstakir. En hvernig vitum við hvað er það sem gerir okkur sérstök, hvernig finnum við okkar séreinkenni og hversu miklu máli skiptir það. 

Er ekki bara allt í lagi að gera eins og allir hinir, þá er líklegra að maður verðir samþykktur og fái að vera með ? 

En með í hverju ? Hvað nákvæmlega er hver og einn að eltast við að fá samþykki fyrir og hjá hverjum ? 

Hver hefur það vald að segja þér hvernig þú átt að vera, klæða þig; tala, á hvernig tónlist þú átt að hlusta, hvernig þú átt að ala upp barnið þitt, hvaða upplýsingar þú ert tilbúin að samþykkja og svo framvegins. 

þetta er voða einfalt og ofboðslega frelsandi þegar þú áttar þig á því, það er nefnilega bara þú sjálfur 

þú verður aldrei gaurinn eða pían við hliðina á þér og átt í raun ekki einu sinni að reyna það, því allur tíminn sem þú sóar í að vera eitthvað annað en þín eigin besta útgáfa af sjálfum þér ertu að vinna á móti sjálfum þér, tekur orku í eitthvað sem verður aldrei neitt annað en tilraun til að mistakast. 

ef þú fílar þig í rauðu, farðu í rautt kannski vantar þig bara smá orku, ef þig langar að fara einn eitthvert út í móa að hugsa og hafa næði fyrir sjálfan þig hvað er að því. 

ef þig langar að stinga af út í heim og sjá hvað er hinum megin við hólin.. 

Hvernig aðrir sjá hlutina er eitthvað sem þú getur aðeins að hluta til skilið alveg eins og það geta aldrei allir séð alla þínar sálakima. Við erum einstök og eigum að koma fram við okkur sem slík. 

Við erum fallegar sálir sem koma hingað til að læra hvort sem það er af bitri reynnslu eða gefandi kærleika 

Leyfum okkur að lifa lífinu sem við hvort sem aðrir samþykkja okkur eða ekki stjórnum því hvort sem er ekki 


03.03.2012 20:38

Hvað er REiKI Heilun? Námskeið í Mars

Ég fann ansi góða síðu þar sem farið er í gegnum hvað reiki er.  http://www.reiki-evolution.co.uk/what-is-reiki.htm

Ég hef fengið soldið af fyrirspurnum eftir 2 stigs námskeiðum í Reiki og verður þess háttar námskeið helgina 10 og 11.mars 

Munurinn á Reiki 1 og Reiki 2 sigs heilara gagnvart þeim sem fær reikiorku er ekki neinn. Um er að ræða alveg jafn góða heilara þar sem er sá sem fær heilun sem stjórnar orkunni sem viðkomandi dregur. 

En fyrir Heilaran sjálfan skiptir þetta talsverðu máli þar sem ekki lengur er þörf fyrir að vera með þyggjandan í höndunum heldur er hægt að senda fjarheilun og skiptir þá ekki máli hvort um reikimeðferð er að ræða eða að einstök sending. 

Að taka inn Reiki 2 víkkar líka hvert og hvað er hægt að senda orku á og það verður orkuhækkun. 

En gagnvart Þyggjandanum þá er Reiki heilari með 1 stig 2 stig eða meistari alveg jafngóður heilari þar sem það er þyggjandinn sem dregur þá orku sem hann þarf í gegnum heilarann en ekki heilarinn að gefa af sinni orku. 

Verð svo með 1 stigs námskeið helgina 24 og 25 mars. 


Fyrir þá sem hafa áhuga endilega hafa samband við [email protected] eða í gsm 8673647

með Reiki 2 get ég til dæmis sent á að allir sem hafa lesið þennan texta til enda muni fá til sín reiki orkuna og líði vel  á þeirri mínútu sem líkur lestrinum. 

Hafðu það gott og njóttu Það eru engar takmarkanir í lífinu nema þær sem þú setur upp sjálfur 

kveðja 

Hólmfríður Ásta

Reikimeistari 
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 418971
Samtals gestir: 61889
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 22:07:07

Spáspjall