Blogghistorik: 2022 N/A Blog|Month_1

04.01.2022 00:16

2022 nýtt ár ný tækifæri hugmyndir og lausnir


Það kom að því að ég yrði aftur virk á spamidill.is, það er nefnilega þannig að spámiðlar eru líka fólk, og til þess að geta miðlað leiðbeint og veit innsýn þarf maður að lifa lífinu líka, með öllum áskorunum og lærdómi sem því fylgir. 

Því miður barst mér sú frétt frá Modernus að Svarboxþjónustan sem slík verður ekki í boði frá og með 31.12.2021 síðast liðnum. 

Ég var svo uppfinningasöm að vera frumkvöðull að nota Svarbox á síðunni minni, eini einyrkinn í ákveðin tíma og hafði það margt gott fram að færa en líka ýmsar tæknilegar áskoranir. 

Það hefur samt gefið mér gleði þegar fólk hefur haft samband eftir að hafa lesið yfir spánna og látið mig vita hvað hefur ræst vel úr. 

Spamidill.is mun fara í gegnum ákveðna upplyftingu og ég mun setja inn nýja möguleika til að tengjast og það mun vera hægt að fá spá áfram með því að senda mér tölvupóst eða hringja. 

Við búum við ákveðnar áskoranir en við því er eina svarið að finna lausnir. Hvort sem það er C19 eða hvar framtíðinn liggur. 


Í öllu sem við gerum í lífinu er mikilvægt að vita Hver er ég? hvað þarf ég raunverulega til að vera ég, finna innri frið, hlægja vera hamingjusöm samur. Þarf ég hraða eða ró? Hver sem innri kjarni okkar er þurfum við öll að vita hver hann er til að auðvelda fyrir okkur leiðina að okkar hamingjustað, hamingjustaðurinn er þar sem við erum við, tökum ábyrgð á okkur, gerum hluti sem gefa okkur en gefa líka öðrum, því við getum ekki gefið okkur nema gefið öðrum í leiðinni. Við getum ekki framleitt eitthvað sem engin vill eða miðlað einhverju sem engin vill hlusta á. Það þarf þetta gefa og þyggja í allt. við getum skapað, listir gleði, peninga, upplýsingar, fræði, börn, 

Við getum líka endurskapað og endur uppgvötvað okkur sjálf, hugsað upp á nýtt þarfir og þrár og leyft okkur að njóta og blómstra. En til þess þarf jarðvegurinn að vera góður og ræktanlegur. Það er ekki síður mikilvægt þeim sem eru án jarðtengingar "andlegir" (ekki ein jarðarpláhneta í mínu stjörnukorti) að finna sína jarðtengingu, þekkja sjálfan sig, vita hvar er hægt að lenda, hafa startpunkt. á sama tíma þurfa þeir sem sökkva dýpra og dýpra í jörðina að fá vind undir vængi sína til þess að lyfta þeim upp til sólar. 

Þeir heppnu og kannski pínu kláru eru þeir sem hafa lært að vera eins og farfuglinn, eiga sér sína föstu staði til að lenda á en njóta þess líka að fljúga um loftin blá með yfirsýn yfir loft og jörð, með skilning fyrir mikilvægi beggja. 

Allt sem við áorkum jákvætt eða neikvætt, kemur frá okkur sjálfum, orð gerðir athafnir, og því berum við ábyrgð á þeim og njótum afraksturs eða missir vegna þeirra. 

Að gera sér grein fyrir þessari Sjálfsábyrgð er að vera frjáls en líka ábyrgur á eigin lífi. Það mótaði þig eitthvað í æsku en þú átt þig núna. Það talar einhver til þín en þú ræður hvernig þú svarar. Það gerir einhver eitthvað við þig eða fyrir þig og þú ræður hvernig þú bregst við. Þú ræður hvort þú stígur fyrsta skrefið en svo er það undir öðrum komið að stíga á móti eða ekki. Þú stjórnar bara þínum sporum. 

Er það ekki soldið yndislegt og er ekki lífið bara soldið gott, 

Hugurinn ber þig hálfa leið fæturnir hinn helminginn
  • 1

Arkiv

Kategorier:

Antal sidvisningar idag: 2747
Antal unika besökare idag: 95
Antal sidvisningar igår: 2636
Antal unika besökare igår: 316
Totalt antal sidvisningar: 491765
Antal unika besökare totalt: 69639
Uppdaterat antal: 27.12.2024 05:33:36

Spáspjall