Blogghistorik: 2010 N/A Blog|Month_10

21.10.2010 18:43

Sjálfskoðun orkustöðva

Það er búin að vera ákveðin heilsubylgja í gangi síðustu misseri maður sér prótein út um allt og sífellt spá í innihaldi á hinu og þessu. Og þá sérstaklega eftir að verðlag hækkaði. Meiri hugsun fer í hvað við erum að kaupa fyrir peningana.

í Framhaldi af því að ég byrjaði núna þjálfun til reikimeistara hef ég verið að þýða ákveðna texta og svona verið að hugsa soldið nánar um orkustöðvar en ég hef gert hingað til. J'u þær eru þarna og hver hefur sinn tilgang en ég verð að viðurkenna að ég hef kannski ekki sinnt hverri og einni jafnv mikið. Kannski er það bara vegna þes að þegar komið er að hjartastöðinni þá einfaldlega sofna ég bara út frá reikinu.

En núna er ég miklu duglegri og sé líka mun á sjálfri mér eftir á. Það að jafna út orkuna í okkur er okkur holt.

Ég hef alla tíð haft þá trú að við getum notað liti til að jafna okkur út .. virkja orkustöðvar. Á tímabili þegar ég gekk með stelpuna mína var ég rosa hrifin af appelsínu gulu en það er jú litur magastöðvarinar. Og undanfarna mánuði hefur mér alltaf liðið best í fjólubláu sem er litur hvirfilstöðvarinar.

Það er í raun mjög merkilegt að svo einfaldur hlutur eins og að klæðast ákveðnum litum geti haft áhrif á líðan okkar andlega og líkamlega. Svo einfaldur að við ættum ekki að líta framhjá því.

ég rakst á þessa síðu um orkustöðvar og er hún mjög góð. Þar er meðal annars fróðleikur um hverja orkustöð fyrir sig hvaða litir, líffæri og líðan tengist henni. Eins hvernig það kemur fram þegar ójanvægi er í þessari tilteknu orkustöð.

Mæli eindregið með að kíkja þarna inn http://www.chakraenergy.com/system.html 

og svo minni ég á að þótt ég sé að taka í spámiðlun og þú fáir smá sýnishorn af heilun þegar þú kemur til mín þá bíð ég líka upp á reikimeðferðir en reiki er náttúruleg tegund heilunar sem gengur út á að jafna einmitt orkustreymið milli orkustöðvana. En þetta er líka sjálfsvinna til að viðhalda þeim árangri sem næst. En sú sjálfsvinna felst aðallega í að passa upp á okkuir sjálf tilfinningalega og líkamlega.

En reiki hjálpar og það er tilgangur þess. Þannig að ef þú upplifir að þig vanti hjálp til að koma þér af stað þá endilega hafðu samband
[email protected]

Hafðu það gott fyrir sjálfa þig. Settu þig í fyrsta sæti því þá ertu heil í að hugsa um aðra.

Hólmfríður Ásta

orkustöðva kort fengið að láni frá charaenergy.com http://www.chakraenergy.com/chart.html 

  • 1

Arkiv

Kategorier:

Antal sidvisningar idag: 2624
Antal unika besökare idag: 80
Antal sidvisningar igår: 2636
Antal unika besökare igår: 316
Totalt antal sidvisningar: 491642
Antal unika besökare totalt: 69624
Uppdaterat antal: 27.12.2024 04:51:01

Spáspjall