Kategori: Janúar2012
22.01.2012 21:06
Netspá námskeið og einkatímar
Mig langar nú fyrst að þakka fyrir þann áhuga sem þú lesandi góður hefur sýnt síðunni minni :) Það undrar mig alltaf jafnmikið þegar ég sé hversu mikla flettingu þessi litla síða mín fær og fyllir mig stolti.
Ég býð upp á Netspá og gekk ég út frá því í byrjun að vera við tölvuna mánudaga til fimtudaga milli 21 og 24.
En það sér hver í hendi sér að það geta komið dagar þar sem ég get því miður ekki verið við á þessum tímum.
Netspá fer þannig fram að þú smellir á netspjall myndina og við tengjumst í spjallglugga þar sem ég legg fyrir þig spil og miðla til þín þeim upplýsingum sem ég fæ varðandi það sem ég skynja með þér.
Mér til gamans prófaði ég svona svipað form á erlendri síðu og þá tengdist maður leiðbeinanda og smellti svo á klukku til að byrjaði að telja mínuturnar sem maður hafði fyrir ákveðna upphæð.
Ég verð nú að segja að það myndi aldrei henta mér því ég vil geta haft nógan tíma fyrir hvern og einn.
En ég fylgist spennt með 23.febrúar því samkvæmt þessu spjallið átti það að vera mjög stór dagur :)
Fyrir þá sem vilja fá spá í gegnum netspá þá mæli ég með að skilja eftir skilaboð og þá svara ég og við getum komið okkur saman um tíma. Tíminn getur verið virka daga sem helgar.
Það hefur komið mér á óvart hversu góð tenging getur orðið þrátt fyrir að nánast engar upplýsingar liggi fyrir um viðkomandi sem er hinum megin við skjáinn eða netið. Og það virðast ekki vera neinar hindranir fyrir þá hinum megin sem vernda okkur að láta vita af sér þótt viðkomandi sé ekki fyrir framan mig.
En hafa skal í huga að hver og einn sem fær spá þarf á mismunandi spá eða miðlun að halda á þessum tímapunkti í lífi sínu.
Eitt ráð vil ég gefa öllum alveg sama í hvaða stöðu þeir eru í lífi sínu.
Að vera opin fyrir öllum möguleikum og lausnum. Festa sig ekki í einu viðhorfi.
Það er svo erfitt fyrir leiðbeinendur okkar að aðstoða okkur ef við erum ekki opin fyrir fleiri en einni lausn.
Hluti af þessu er líka að festa okkur ekki í neikvæðni. "þetta gengur aldrei" er setning sem við eigum aldrei að láta út úr okkur.
Þetta vil ég ekki er aftur á móti staðhæfing sem á að sýna okkar sanna vilja og þá stendur það líka.
Leiðbeinendur okkar hvort sem það eru þeir sem með okkur koma inn í þetta líf eða nánir vinir eða ættingjar sem fallið hafa frá og aðstoða okkur geta ekki aðstoðað nema við séum móttækileg.
Og við erum móttækileg þegar við erum jákvæð, lausnamiðuð og tilbúin að bera ábyrgð á okkur sjálfum.
Verum líka þakklát því það er svo margt í lífi hvers og eins sem við getum verið þakklát fyrir.
Beinum ekki hugsunum okkar í það sem okkur finnst vanta eða fortíðina sem við getum ekki breytt. Labbi maður aftur á bak er líklegt að hann detti um eitthvað sem fyrir framan hann er.
Einkatímarir mínir eru niður í versluninni Gjafir jarðar og hef ég verið flesta laugardaga þar. Ég er nú að meðaltali bara með einn tíma á helgi og þá er sá tími rúmlegur klukkutími. Ég mæli með að kíkja í verslunina þar sem er gott úrval af spilum fróðleik og sérstaklega orkusteinum
Ég hef einstaka sinnum tekið heim á sunnudögum þar sem gjafir jarðar er lokað þá daga og þá hafa komið sérstaklega vel út svona vinkonutímar þá koma tvær vinkonur heim og ég kíki þá jafnvel í bolla líka það hefur verið soldið skemmtileg stemming í því. En líka gaman hversu misjafnar upplýsingar geta verið fyrir ólíkar manneskjur.
Ég hef þá líka gefið smá afslátt þegar þær hafa verið að koma tvær :)
Ég er enþá með Heilunaraðstöðuna í aðlögun og er ekki farin að bjóða upp á tíma í heilun. Ég bauð áður upp á heilun í Kærleikssetrinu og gat ég þá bókað 3 daga í röð en Reiki meðferð þarf að vera 3 skipti 3 daga í röð til að byrja með. Því miður hef ég ekki getað boðið upp á það núna en það verður vonandi bót á því.
Það sem ég hef aftur á móti og mun bjóða upp á er Reiki námskeið og persónulega vil ég frekar gefa þér möguleikan á því að heila þig sjálfa hvenær sem er og hvar sem er en að binda þig í að koma alltaf reglulega í heilun hjá mér.
En þú verður þá að nota það sem þú hefur í höndunum bókstaflega.
Reiki 1 námskeiðinn eru 2 dagar frá 10 til 16 báða dagana. Það eru að lámarki 2 þáttakendur svo viðkomandi geti unnið með hvorn annan.
Opnað er fyrir möguleikan að heila og hreinsaðar eru orkustöðvarnar. þáttakendur fá fræðsluefni og fá að læra sjálfsmeðferð og svo prófa meðferð á öðrum. Að námskeiðinu loknu á hver og einn að geta gefið sjálfum sér og öðrum reiki heilun. Hafa sterka vörn andlega og finna sig tilbúnari að takast á við hvað sem til þeirra kemur. Þú veist í raun ekki hvað reiki er fyrr en þú hefur prófað það svo ef þetta hringir einhverjum bjöllum og þig langar að vita meira endileg hafðu samband.
En áttaðu þig á að þú ert eigin meistari.
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
- 1