Kategori: September

21.09.2010 15:27

Akureyri 24 - 26 sept.


Þá er það norðurlandið á ný og verð ég að spá þar um næstu helgi.
Ég er byrjuð að bóka í tíma en á einhverja tíma lausa :)

Verður gott að komast norður og endurnæra sig fyrir veturinn.

17.09.2010 21:49

Hvað getur þú gert til að bæta líf þitt ?

Þegar við höfum áttað okkur á að sú orka sem við gefum af okkur í formi tilfinninga eða hugsana er óháð tíma og rúmi erum við frjáls.

Frjáls til að nota orku okkar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt án eftirsjár eða sem eyðileggingu fyrir okkur sjálf g aðra.

Hvernig þú hugsar um umhverfi þitt og sjálf endurspeglar sig í framtíð þinni og veröld.

líttu í kringum þig og sjá hvaða tól þú hefur og hversu lítill hlutur getur skipt miklu máli

Eitt orð getur brotið mann eða bætt . nei eða já

Hvaða lit hefur þú valið í líf þitt í dag ? Svartan til að fela þig og orku þína.. verja þig ?
hvítan til að sýna þig og sakleysi þitt innra barn sveipa þig krafti svo þú sýnist stærri ?
bleikan í átt að ástinni vínrauðan í átt að ástríðu þinni rauðan í átt að krafti þínum og framkvæmdum
grænan til að koma af stað vexti og hreifingu í líf þitt.
fjólubláan og bláan fyrir hina andlegu tengingu.. en hengdu þig ekki í skýjinn með ljósbláum

verum vakandi fyrir þeim litum sem okkur líður vel í og prófum okkur áfram í jarðtengingu með brúnum tónum..

veldu þér smá appelsínugulan í hugan og þess utan næst þegar þú telur þig þurfa heilunar..

Svona gæti ég haldið endalaust áfram.. Hversu oft klæðum við okkur í Gulan lit dómgreindar og visku?

  • 1

Arkiv

Kategorier:

Antal sidvisningar idag: 894
Antal unika besökare idag: 228
Antal sidvisningar igår: 1495
Antal unika besökare igår: 312
Totalt antal sidvisningar: 307946
Antal unika besökare totalt: 44668
Uppdaterat antal: 19.4.2024 16:04:50

Spáspjall