Blogghistorik: 2011 Länk
26.05.2011 11:56
Fríar Tarotspásíður á netinu - frítt og tilvalið til að leika sér
Ég ásamt mörgum fleirum hef ofboðslega gaman að því að spá í hvað kemur næst og er forvitinn og því gaman að því að kíkja í spil.
auðvitað skildi maður alltaf taka allt með varnaglanum og fara eftir eigin innsæi.
En á tækniöld þá hafa komið upp allskonar siður þar sem hægt er að láta spá fyrir sér frítt og með kostnaði.
Ég hef rekist inn á nokkrar síður og langar að deila með ykkur til skemmtunar og dægradvala og endilega megið koma með síður sem ekki eru teknar fram í þessari útlistun.
Nýjasta síðan sem ég hef rekist á er full af hinum ýmsum möguleikum og skemmtilegum útfrærslum. Það er svona dýra oracle (animal spirit oracle) þar sem eru lagnir en spilinn eru öll dýr. Þú þarft bara að athuga að skoða lögnina alla strax því annars uppfærist og þú ert kominn með ný spil.
Þar er lika partur þar sem þú getur lagt tarot, rúnir og svo framvegins.
Síða sem lofar ansi góðu miðað við það sem ég er búin að skoða. Mæli sérstaklega með celtic cross og sá möguleiki að fletta upp húsnúmerinu sínu út frá talnaspeki ég bý til dæmis í húsi númer 28 sem gerir 1 sem er mjög gott :0) og passar algjörlega við það sem heimli mitt hefur táknað fyrir mér.
http://www.micheleknight.co.uk/psychic/free-readings/
Svo er síðan http://www.ifate.com
það er allhliðasíða þar sem þú getur fengið stjörnukortið þitt þar sem farið er í hverja plánetu fyrir sig, hvaða marki er í hverri og hvaða þýðingu það hefur í personunni.
Þar er hægt að draga tarot, rúnir fá út tölurnar sínar út frá talnaspeki, bíórytma sem sýnir hvernig okkur líður andlega líkamlega á hverjum tímapunkti orkulega séð, soldið sniðug pæling.
Hérna er smá útúrdúr Síða sem er með lista yfir steina og merkingu þeirra sem vilja pæla í orkusteinum eða finna steinana sína. Mín leit var tígrisaugað svo það dettur inn á það en svo er góður listi vinstra megin á síðunni í stafrósröð.
http://www.bernardine.com/gemstones/tigers-eye.htm
Það er ein síða sem er að mínu mati soldið fornaldarleg og oft ekkert rosalega bjartsýnar lagnirnar sem koma þaðan að mér hefur fundist en þar er hægt að velja margar tegundir tarotspila og mismunandi lagnir. Hef ekki prófað þessa síðu í soldinn tíma en spurning að prófa núna :)
http://www.facade.com/tarot/
Það er líka hægt að prufa aðrar spátegundir eins og rúnir , já eða nei svar. svo er hægt að fá tilvinanir úr biblíunni eða bókum.
Ég fékk já við minni spurningug og eftirfarandi tilvitnun :
"The excerpt represents the core issue or deciding factor on which you must meditate, and is drawn from King James Bible:
house.
JER 23:35 Thus shall ye say every one to his neighbour, and every one to his brother, What hath the LORD answered? and, What hath the LORD spoken?
JER 23:36 And the burden of the LORD shall ye mention no more: for every man's word shall be his burden; for ye have perverted the words of the living God, of the LORD of hosts our God.
JER 23:37 Thus shalt thou say to the prophet, What hath the LORD answered thee? and, What hath the LORD spoken?
JER 23:38 But since ye say, The burden of the LORD; therefore thus saith the LORD; Because ye say this word, The burden of the LORD, and I
Eftir því sem ég skil þetta er mér bent á að hver maður ber ábyrgð á sínum orðum og gerðum sem hann setur út í umhverfi sitt og ekki sé hægt að setja ábyrgðina algjörlega yfir á guð enda sé það maður sjálfur sem tjái þau orð sem frá manni fari. Að tala ekki í ábyrgðarleysi þegar vitnað er um guð eða trúarbrögð heldur leita sér upplýsinga áður en talað er í flýti. Þannig deilist ábyrgðinn niður :o)Hittir vel í mark hvorst sem talað er um Kristni Islam eða önnur trúarbrögð betra að vita hvað maður segir áður en fullyrða út í loftið og særa blygðunarkennd annara.
Það er John Holland er virktur miðill og hefur meðal annars búið til mjög falleg spil sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og á síðunni hans er hægt að nálgast allskonar hluti eins og spá í símann sinn og svo framvegins en þar er líka hægt að draga eitt spilá dag af þessum spilum hans og ég mæli hiklaust með því þau hitta ansi oft í mark .
Hægt er að kaupa þessi spil í Gjafir jarðar fyrir þá sem vilja það. Keypti mín þar á sínum tíma.
hér er linkurinn til hans http://www.johnholland.com/index.php og svo er bara smellt á Bláa kassan
Svo fann ég Þessa hérna sem lofar soldið góðu vel farið í hvert spil og mér sýnist þau vera með nokkrar lagnir sem hægt er að velja úr. Celtic cross er samt mjög sígild lögn en það er aðeins mismunandi hvaða þýðing er lögð i staðsetningarnar.
http://www.newagestore.com/Divination/Tarot.aspx
Eini gallinn sem mér finnnst við þessar lagnir eru ofboðslega langar útskýringar á þýðingu hvers spils og fyrir mig sem vill bara nokkuð fljótar og hnitmiðaðar útskýringar og er svona nokkuð kunnug hverju spili er það bara of langt til að lesa nema ég hafi þá þess meiri tíma.
En það sem er annað á þessari síðu sem ég er voða skotin í er að það er hægt að fá lagnir með venjulegum spilum sem er hérna :
http://www.newagestore.com/Divination/Cartomancy.aspx
Og það hef ég ekki séð oft og kemur ánægjulega á óvart.
Eins eru þarna ýmsar aðrar spáleiðir og leiðsagnir sem gaman er að kíkja á.
Ég ætla enda að lokum á texta sem ég fékk þegar ég smellti á angel guidance og vona að þú hafir jafn gaman að þessum síðum og ég. Og um að gera að bæta fleiri áhugaverðum inn í comment og deila með.
Truth
13.05.2011 23:18
Sumarið er komið :o)
Núna síðustu daga hef ég gjörsamlea fundið D vítamínið streyma í kerfið mitt frá sólinni. Stórir regnbogar birtast á himnum og grænkan er farin að sýna sig á jörðu niðri.
Fyrir mér er sumarið tíminn sem ég nota til að fara út á land komast úr borginni og komas nær nátturunni.
Ég hef gert það síðustu ár að fara norður í land á Akureyri og verið þar með einkatíma.
Ég er einstaklega heppinn með það fólk sem ég hef tengst í gegnum tíðina og verð örugglega áfram.
Austurland heillar soldið í sumar enda held ég að það verði einstaklega gott sumar fyrir Austan. Það verður soddan rigning í byrjun júni en ásama tíma mjög heitt og soldið skrítið veður á tímabili, minnir helst á ítalíu. En á móti þá blómgast vel og austfirðir eru sérstaklega að draga mig til sín.
Það verður einstaklega ræktarlegt og góð spretta austur undir fjöllum og satt að segja spái ég repjuræktun og þeirri lífrænu ræktun sem þar fer fram miklum árangri. Við erum soldið að vakna fyrir möguleikanum að sjá um okkur sjálf.
Ég sé alveg fyrir að ákveðnir landshlutar sérhæfi sig í ákveðni ræktun eða matvælum.
Ef við hugsum um það þá eru ákveðnar aðstæður hentugar fyrir ákeðna ræktun og aðrar ekki. Afhverju ekki að skipta með okkur verkum og allir njóta afrakstursins.
Það er voða þægilegt að láta aðra sjá okkur fyrir nauðsynjum en sú jákvæða breyting sem hefur komið með kreppunni að við erum farin að kunna meira að meta eigið framlag.
Við höfum nefnilega öll framlag til samfélagsins, við skiptum öll máli í þessari keðju okkar.
Það er auðvelt að detta í neikvæði en er ekki komið gott af neikvæði.
Við erum öll sigurvegarar við þurfum bara að setja okkur markmið og velja okkur hindranir til að sigrast á.
ísland er eins og phönix brennur niður en rís svo aftur úr öskunni sem nýr ungi sem fær tækifæri til að vaxa og þroskast þangað til hann brennur svo aftur .
Það eru tímabil, þroska skeið hjá landinu okkar eins og fólkinu sem þar býr og sálunum sem í fólkinu býr.
Náttúran þarf á okkur að halda en hún er líka fullfær um að sjá um sín mótmæli sem hún hefur verið dugleg að láta heyra í sér.
Við eigum eftir að heyra af stóru skriðufalli, Hekla fer að láta illa en samt ekki þannig að við þurfum að óttast.
Það verður eitthvað varðandi flugvél eða þyrlu þar sem kemur upp bilun og veður að lennda við skrautlegar aðstæður.
Það er á leiðinni til landsins í sumar merkilegur hópur skemmitfólks sem á eftir að kæta fólk á götum úti.
Eins á eftir að rísa markaður í miðborginni þar sem einyrkjar og listamenn eiga eftir að njóta sín með verk sín. Sköpun frekar en endurvinnsla verður áherslan þar enda eigum við líka kolaportið undir það.
Það er verið að gera breytingar hægt og rólega en varanlegar og góðar breytingar þá serstaklega í kjaramálum og ríkissjóður og litlu bæjarfélöginn úti á landi munu blómstra. Fólk á eftir að byrja að streyma aftur heim sem farið hefur burt.
innan 3 ára verður orðin góð hagsæld á íslandi og eigum við eftir að hvetja aðrar þjóðir til bjartsýni.
Eins kemur hérna hásettur maður frá Indlandi sem á eftir að koma með gott atvinnutækifæri til landsins varðandi útflutning til indlands og einnig einhverskonar framleiðslu samstarf.
tölvur koma þar sterklega inn. Hafnarfjörður á eftir að eiga erfitt næsta árið og næstu árinn. Um leið og reynt er að koma góðum breytingum í gegn er eins og unga fólkið fái ekki vinnu frið fyrir þeim sem eru vanir að geta setið á sínu. Það gerir engum gott að allt sé ávalt rifið niður sem upp er sett.
Jöfnun á milli manna er eitthvað sem á eftir að þróast. við erum að fræðast um hvað við getum gert til að láta okkur líða vel.
við erum farin að pæla meira í vítamínum og hvaða áhrif þau hafa á okkar geðheilsu og líkamlegt form.
Ég hef engar tölur fyrir því en ég er nokk viss að mikil aukning er í því að fólk versli sér D og kalk frauðtöflur ásamt öðrum vítamínum.
mikil vakning er meðal vor en eftir hverja nótt kemur jú nýr dagur :0)
- 1