Blogghistorik: 2014 N/A Blog|Month_1
19.01.2014 04:17
til Umhugsunar þegar skoðað er á netinu um Reiki
Ég er soldið búin að fylgjast með undanfarið á netinu, Og hef séð góða hluti en líka ansi fjarstæðukenndar hugmyndir tengdar reiki. Hvernig skuli kenna það og ranghugmyndir að mínu viti. Ég held þetta snúist soldið um aga. og þörf fyrir að skreyta skapa og bæta við það sem þó virkar. Og í sumum hlutum virkar það alveg og getur verið skemmtilegt. En það eru ákveðnar basic reglur og hlutir sem þurfa að vera til staðar. Ef þú hefur lokið Reiki námskeiði þá hefur þú gert það hjá meistara. Hef takmarkaða trú á að nemandi sem hefur "lært" reiki í gegnum netið sé að fá það sama út úr náminu og í persónu. Já það eru engar takmarkanir í því hvað við getum gert með reiki nema það sem sjálf þess sem tekur til sín reiki orkuna hefur ákveðið. En þú hefur ekki lokið reiki námskeiði nema hafa farið á námskeið. Þetta er mín skoðun og ég stend við hana. Fyrir fjarheilun þarf nafn á viðkomandi ef á að vinna með hann persónulega og meinið hans. Að senda á Jón uppi á landsspítala þá draga allir jónar á landsspítalanum og þeir eru nokkrir. Það er allskonar hlutir í gangi. en Það sem ég sé er að fólk vill gera góða hluti og það er að biðja fyrir fólki og sá kraftur er sterkur. En Reiki hefur ákveðin grunn sem verður að fylgja. Ákveðin prinsip. Það er gott að vera pikkí. EF það kemur upp EF í hugan fylgja því. ef þu vilt bíða, bíddu þá, ef þú vilt vita meira, aflaðu þér upplýsinga. Ef þu vilt labba í burtu og ekki vita meira. Vertu sæll og gangi Þér vel.
Svo hef ég séð alveg æðislega hluti. Hvernig reiki hefur breiðst út og hvar greinilega gott fólk er að gera góða hluti :) Og það einhvern vegin glóir af því gæskan :) það er sterkt og rólegt, það er sjálfsöruggt og ekki meðvirkt.
Því líður greinilega vel því á hverjum degi hefur það möguleika á að vinna með allar hliðar á sjálfum sér og hefur náð ákveðnu jafnvægi sem okkur öllum er gefin möguleiki á en kunnum stundum ekki að höndla. þetta er allt í höndunum á okkur.
Það Reiki sem ég hef lært er Usui Ryoho reiki sem yfirleitt er kallað Traditional Reiki í þeirri umræðu sem ég hef rekist á.
Til þess að Reiki geti kallast Usui reiki þarf að fylgja ákveðnum reglum og hefðum.
þegar þú lærir Reiki 1 level þá ert þú ekki í einhvern tíma að stúdera að verða heilari. þú verður heilari við Reiki 1 og Reiki level 1 Heilari er alveg eins góður Heilari fyrir aðra eins og Reiki meistari.
Heilarinn heilar engan. Heilarin leyfir viðkomandi að fá heilun í gegnum sig með því að draga reiki orkuna í gegnum sig. Heilarinn lætur tíman sinn í að vera milli stykki við reiki orkuna.
Ég hef orðið vör við ákveðin metnað í að klára Reikimeistaran, eða meistara gráðu. Þú þarft að vera tilbúin. því tíðni orkunar hækkar með hverju leveli. Og með því fylgir að tíðni þín þarf að hækka, þú þarft að vera tilbúin að skoða sjálfan þig og sjá hvar get ég gert betur, er eitthvað karma sem ég þarf að vinna með? Er ég tilbúin í að verða betri manneskja, loka á áhrif sem hafa neikvæð áhrif á mig. það fylgir ofboðslega mikil vinna með sjálfan sig að vinna með Reiki.
Ef þú sem heilari ætlar að vinna með annað fólk verður þú að hafa unnið með sjálfa þig fyrst. Geta verið hlutlaus. Þegar fólk kemur í reiki heilun Orkustöðvameðferð þar sem eru teknar allar orkustöðvarnar og líkaminn. það fylgir því ofboðslega góð tilfinning, en þú þarft að vera með þitt á hreinu, hvað ertu að nema varðandi hvar þarf að vinna meira en annarstaðar, geturðu staðið í einn til tvo tíma á meðan þú ert að vinna með aðra manneskju á bekknum? í minnsta kosti 3 daga í röð. Ertu jarðtengd/ur? Það er auðvelt að týna tímanum og hugurinn fer á fleigi ferð þegar reiki orkan streymir í gegnum þig.
það má aldrei troða Reiki upp á fólk en það má bjóða það.
Mér líður aldrei eins vel og þegar ég hef verið að miðla reiki orkunni. Einhvern vegin mann maður alltaf betur eftir öðrum en sjálfum sér en það verður samt að vera í lagi.
Ég miðla, ég miðla upplýsingum ég miðla Reiki orkunni. Alheimsorku sem allt lifandi notar til að bæta sitt ástand á sem best það getur.
Þú mund aldrei geta tekið orkuna mína en þú getur dregið orku í gegnum mig sem er gott fyrir okkur bæði.
Þegar fólk kemur til mín í einkatíma í spámiðlun með reiki heilun. Þá gef ég hluta heilun, 3 staðir, ekki fleiri.
Oftast eru axlir höfuð og hálstöð það sem ég tek fyrir, en líka hjartastöðin og lungun. Þetta er mismunandi.
þetta tekur svona 20 mín stundum meira. en orkan fer þangað sem mest er þörfin fyrir hana. Mér þætti gaman að vita hvort hægt væri að mæla hitan á höndunum stundum þegar reiki orkan streymir í gegn, og í öllum líkamanum þess vegna :) ég hefði rosalega gaman að því ef einhver raunvísindamaður eða kona hefði áhuga á að stúdera reiki á hlutlausan hátt.
Spurninginn er, ef allir hefðu það í höndum sér að heila sjálfan sig myndu þeir gera það?
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
- 1