Blogghistorik: 2010 Visa kommentarer
29.07.2010 15:54
Akureyri helgina 6 til 9 ágúst
Ég elska að koma norður og verð fyrir norðan á Akureyri að vinna 6 til 9 ágúst.
Verð ég með einkatíma.
Ég er þegar byrjuð að bóka tíma svo gott er að vera tímanlegur.
Tímabókanir eru í síma 8673647
Ég kem til með að auglýsa í Dagskránni.
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
13.07.2010 07:31
Nátúrukraftar
segðu satt segðu rétt
þótt það teljist ekki frétt,
farðu langt gerðu margt,
segðu fátt
þú mund finna þinn rétta mátt
Heimili heitt og eldur bjartur
vatnið djúpt og ísinn kaldur
vor sumar haust og vetur
Eins og þú
Náttúran allt hún getur
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
09.07.2010 15:16
Trúinn og jákvæðninn lætur hlutina gerast
Ég hef oftar en ekki talað um hversu trúinn á aðstoð eða æðri mátt, jákvæðni getur haft áhrif í lífi okkar.
Hef ég þá oftast notað sem dæmi hversu mikill hrakfallabálkur ég er úti á veginum eða með bílana mína. En kannski ekki svo mikill ólukku kráka þar sem ég hef alltaf fengið aðstoð í vandræðum mínum.
Ég er þeirrar trúar að með því að trúa á að allt fari á besta veg þá gerir það það. Eins góðan og hægt er að ætlast til í þeim aðstæðum.
hlutir koma til okkar á sínum tíma og það þýðir ekkert að ýta á eftir þeim eða stöðva.
Nýjasta dæmi um staðfestingu á þessari trú minni var núna í gær þar sem mín var á hraðferð í bæinn og í fyrsta sinn í allri minni keyrslu sprakk á dekki á bílnum.
Ég tek það fram að ég hef aldrei skipt um dekk á bíl.
Ég gerði mig tilbúna til að skipta á mínu fyrsta dekki og tók allar græjur út.. og var ekki búin að tékka bílinn upp þegar jeppi stopaði og þar steig út maður og spurði hvort mig vantaði aðstoð.
Reyndin varð sú að viðkomandi skipti svo um dekk fyrir mig. Sagði mér nú reyndar að hann hefi verið í samfloti við mig meiri hlutan af leiðinni að norðan og ég hefði skotist fram úr honum einhvern timan á leiðinni. Skipti hann um dekk fyrir mig á met tíma fékk hann og konan hans sem beið á meðan miklar þakkir fyrir.
Því er skemmst frá að segja að ég hef ekki enþá skipt um dekk á bíl en trú mín á hið jákvæða og góða sem vakir yfir okkur og er í okkur , ef við þorum bara að trúa á það.. er til staðar.
Það er alla vega duglegt að senda mér aðstoð ef ég þarf á að halda og bið um hana :)
Góða ferð í sumar :)
Hólmfríður
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
06.07.2010 19:06
Farand spámiðill og sumarfrí
Þar sem mér þykir ekkert betra en að komast á norðurlandið fyrir smá orkuhleðslu skellti ég mér norður á land.
Fyrir þá sem reyndu að ná sambandi við mig í gær biðst ég afsökunar en viðvera mín verður eitthvað takmörkuð en þó ef það stendur opið þá er búðinn opinn.
Endilega senda mér skilaboð og ég svara um hæl :)
Eigið þið gott sumar :)
kveðja
Hólmfríður
Fyrir þá sem reyndu að ná sambandi við mig í gær biðst ég afsökunar en viðvera mín verður eitthvað takmörkuð en þó ef það stendur opið þá er búðinn opinn.
Endilega senda mér skilaboð og ég svara um hæl :)
Eigið þið gott sumar :)
kveðja
Hólmfríður
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
01.07.2010 01:19
Tengsl líkama og sálar
Ég vil fyrst taka fram að ég er einungis leikmaður í lífinu og get því einungis talað af eigin reynslu og þeirri fræðslu sem ég hef hlotið og þekkingu sem ég hef lesið mér til. Reynnslu sem ég hef gengið í gegnum.
Ég held að flestir geri sér grein fyrir að ef okkur líður vel líkamlega þá líður okkur í flestum tilfellum vel andlega.. Það þarf samt sem áður ekki að tengjast ?
En samt er það nú svo að ef við upplifum okkur sem slöpp og orkulaus og ekki eins og við getum drifið okkur af sófanum eða út úr húsi.. eru góðar líkur á að við þjáumst af næringarskorti.. magn og næring fara ekki endilega saman í fæði.
Svo að taka vítamín, taka B sterkar til dæmis og taka járn gagnvart sleni sérstaklega konur, taka d vítamín sem flesta íslendinga skortir nema þá á sumrinn og taka járn (mæli með í vökvaformi), Stundum kynlíf sem fullnægir okkur.. já sagði stundum kynlíf. Kynlíf og fullnægingar eru okkur eins nauðsynlegt og borða og sofa.. Það er endorfín ásamt fleiri efnum sem ég kann ekki að nefna sem gefur okkur gleðisprautu í kerfið okkar og okkur finnst við vera endurnærð líkamlega og andlega.
Ég fékk nýverið fræðslu frá hjúkrunarfræðing um að flest þunglyndislyf sem gefin eru í dag drepi alla kynhvöt eða getu til að stunda kynlíf eða fá fullnægingu. Spurning hvort við veljum.. lyf eða nátturulegu leiðina til að hressa okkur við.
Þess var einnig getið að fæstir sem noti þessi lyf viti af þessum aukaverkunum.
Hreyfing.. hefur einnig hressandi áhrif á andan og líkamann að afreka að reyna á sig að svitna eða einfaldlega fara út að ganga til að hreinsa hugan finna ferskt loft.. á okkar hraða.
Erum við ekki þess virði að við hugsum vel um okkur sjálf.. það gerir það engin fyrir okkur og engin þekkir okkur eins vel og við sjálf. En við erum einnig okkar harðasti gagnrýnandi í flestum tilfellum.
Ég hugsa um mig fyrir mig og ætlast til þess sama af þér.
við björgum engum og breytum engum en auðvitað getum við haft áhrif og hjálpað
ákvarðanir um okkur gerast innra með okkur en ekki hið ytra og því berum við ábyrgð á okkur sjálfum og hvernig við vinnum úr okkar aðstöðu og tækifærum í lífinu
viðhorfi okkar gagnvart umhverfi okkar og okkur sjálfum
Horfum við á lífið með neikvæði eða jákvæðni sjáum við upphafði í endanum erum við meðvituð um þau fræ sem við gefum af okkur sem síðar eiga eftir að vaxa
Verum góð við okkur sjálf og sáum fræjum jákvæðni og ánægju án skylirða
Lifum lífinu eins og ef við fengjum aðeins eina tilraun
Hólmfríður
N/A Blog|WrittenBy Hólmfríður Ásta
- 1