Kategori: Desember2010
23.12.2010 01:25
Gleðileg jól :)
Finniði fyrir því.. jólinn eru alveg að smella á..
Fyrir mér eru jólinn kjörinn ástæða til að setja upp seriur og ljós til að birta yfir skammdeginu sem fer nú að styttast og birtan fer að ráða á ný. nýtt ár verður nýtt tækifæri og ný byrjun fyrir marga á árinu 2011 en nú er það einstaklingurinn sem fær aukið vald.
Við skulum því ekki bíða eftir að hlutirnir komi til okkar heldur halda ótrauð í átt að framtíðinni með plan hvað við viljum gera og fylgja því eftir. Það eru sigrar og ósigrar í lífinu en mín kenning er sú að við lærum meira af ósigrum okkar en sigrum þar sem þeir ögra okkur og prófa. Árangurinn er einhvern vegin sætari og meira virði þegar við fáum að hafa fyrir því.
alla vega finnst mér alltaf mínar smákökur betri en þær sem ég kaupi út í búð :)
Eigðu
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
takk fyrir innlitið á árinu og vertu velkominn á því næsta < :0)
Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa komið til mín á árinu hvort sem það hefur verið í gegnum netið i svarboxinu,einkatíma niður í kærleikssetri eða einkatíma á Akureyri
vona að leiðsögn mín og heilun hafi gefið ykkur gott veganesti
og þið sem hafði kíkt reglulega inn á síðuna mína verði ykkur að góðu :)
J'ola kveðjur
Hólmfríður Ásta Steinarsdóttir
[email protected]
12.12.2010 23:25
vandast valið
Eftir rólegan eða ekki svo rólegan nóvember mánuð þá tek ég til við að tjá mig á ný.
Það hefur aðeins breyst flæðið hjá mér í vinnunni og meira að koma inn heilunarvinnan sem mér finnst jákvætt þar sem ég þeirrar trúar að jú.. það eru ákveðinnir atburðir, tækifæri og áföll sem engin stjórnar en valið er alltaf okkar hvernig við bregðumst við og vinnum úr.
Ég held og það er mín tilfinning að fólk sé meira meðvitað um að með því að hugsa vel um sig andlega og líkamlega þá gengur allt miklu betur. Það er auðveldara að segja en gera og það er engin fullkominn.
En ég held við ættum að reyna að sætta okkur við þá staðreynd að við getum einungis verðið besta mögulega útgáfan af okkur sjálfum en ekki öðrum.
En þá er spurninginn.. hver er besta útgáfan af okkur?
Ég las einhverstaðar "hugsaðu um sjálfan þig eins og þú myndir hugsa um barnið þitt" út frá mínum skilningi þá endurspegla börninn okkar ummönnun.
við pössum upp á hlíðarföt barnana að þau borði rétt, að þau fái stuðning, að það sé regla á svefn, hrósum þeim við hvert afrek svo þau viti hvers virði þau eru og knúsum þau og segjum þeim að við elskum þau
Þetta er auðvitað bara brota brot af því hversu vel við hugsum um hverja hlið sem snýr að lífi barna okkar en þá komum við aftur að spurningunni afhverju gerum við ekki það sama fyrir okkur sjálf.
Við erum jú fyrirmynd barna okkar?
Börninn taka okkur sem fyrirmynd og ef við hugsum okkur sem bestu útgáfuna af okkur fá börninn okkar bestu hugsanlegu fyrirmynd.
Það breytir þér engin við getum orðið fyrir áhrifum og atburðum sem móta okkur en hvernig við kjósum að koma fram við okkur sjálf, hvar okkar strik eru gagnvart hegðun annara og svo hegðun okkar gagnvart öðrum stjórnar því hvort fólk velur að vera í kringum okkur og hvernig við veljum fólkið í okkar nærveru.
Það þýðir ekkert að fara í sandkassa leik og segja .. "hann gerði þetta eða hitt" Það er alltaf val hvort sem valið er að gera eitthvað eða gera ekki neitt.
Það er alltaf val ..ekkert alltaf auðvelt og breytilegt það sem er gott í dag er ekkert frekar gott á morgun og öfugt.
Það eina sem hægt er að gera er að vera trúr sjálfum sér og meina þau orð sem sögð eru og virða rétt annara til að gera það sama.
Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að barnið þitt hugsi um sig
Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig
Kondu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig
við höfum okkar id ego og súper ego.. undir fötunum skelinni og ilmefnunum leyfum þeim öllum að njóta sín :)
leikur þroski og agi er góður þríhyrningur
Þetta er jú mín skoðun og ég á enga aðra :)
- 1