Kategori: Ágúst2011

18.08.2011 23:08

Hverjir eru Styrkleikar mínir? Þorir þú að spyrja ?

Það er ofboðslega mikil neikvæðni oft í gangi, og Það er oft alltaf einhver tilbúin að benda okkur á hvað er að okkur, hvar við meigum bæta okkur og alls ekki vera of ánægð með þig eða árangur þinn. Það er litið hornauga og faldri aðdáun á þá sem Tala af ánægju um eigin árangur.

Það er sem betur fer að koma meiri jákvæðni í liðið svona almennt. En við erum öll með einhverja manneskju í kringum okkur í fjölskyldunni eða nánasta umhverfi sem passar að þú verðir nú ekki of örugg/ur með þig svo þú gerir nú ekki mistök eða verðir ekki fyrir vonbrigðum því það er gefið að þú getir ekki fengið allt sem þú vilt og það gengur auðvitað ekki allt upp. Bíddu afhverju ekki?

Ef hver og ein manneskja leggur sig fram við að ná sínum markmiðum og nýtir sér öll ráð sem í boði eru sé ég enga ástæðu til þess að viðkomandi verði fyrir vonbrigðum ..afhverju ættir þú að verða fyrir vonbrigðum með sjálfa þig ef þú veist sjálf að þú gerðir allt í þínu valdi. Það er engin ástæða til.

Það er einfaldlega þannig að við stjórnum aldrei eða breytum öðrum og höfum engan rétt til þess og öfugt.

Hættum að beina augum okkar að öðrum og finnum hvað er að.. beinum okkur að öðrum og sjáum styrkleika hvers og eins og látum vita hvað við sjáum.

Hrós er ekki bara fyrir börninn okkar og svona þegar sjálfstrykingarnámskeiðinn fara af stað í vinnunni.

Það er hálf sorglegt þegar þú færð ekki feed back á vinnuna þína fyrr en þú ert hætt eða vitir ekki hversu mikils vinir þínir meti þig af því við hrósu okkur eða tjáum okkur ekki nóg.

Ákveðum bara að það sé í lagi að öðrum gangi vel alveg eins og það er í lagi að okkur gangi vel.

verum ekki að eyða orku í að finna að öðrum, skoðum okkur sjálf, Styrkleika okkar og hvernig við getum nýtt þá til að gera líf okkar betra. Við fáum hellings tækifæri til að skoða veikleika okkar. En öll karaktereinkeni hafa sína plúsa og mínusa. En við ætlum ekki að einblína á hið neikvæða. Við erum í uppbyggingu. Og uppbygging er plús og upp á við svo við ætlum að hugsa jákvætt.


Ég velti stundum fyrir mér afhverju við hræðumst að hrósa öðrum. Það fylgir því að opna sig og gera sig jafnfrant berskjaldan en .. hvað er slæmt við sjá það góða í öðrum og láta þá vita hvað við sjáum.

Lyftum fólkinu í kringum okkur upp og hvetjum það áfram, og finnum innblástur í afrekum sem við sjáum gerast í kringum okkur. Ef einn getur þá geta allir. Allt spurning um viðleitni áhuga og vilja

Hverjir eru styrkleikar þínir ertu traust ? jákvæð? barngóð? dugleg? stundvís? og svo hverjir eru styrkleikar þínir í vinnu, einkalífinu, og hvaða styrkleika ert þú að virkja.

Hver viltu vera ? Einu takmarkanirnar sem til eru er þær sem við setjum upp sjálf. Og um leið og við látum takmarkanir okkar stjórna okkur komumst við ekkert áfram. En veistu hvað..ef við byggjum upp takmarkanir í huganum þá getum við líka tekið þær niður.

Það er í raun engin leyndardómur á bakvið árangur í lífinu og sjálfum okkur annar en sá að við stjórnum þessu öllu sjálf með viðmóti hugsun og gerðum.

Svo spurðu þig  "hverjir eru mínir styrkleikar?" og hvernig get ég notað þá mér til hagsbóta :)

Það er ekkert að því að vera ánægð með þig, þú fæddist til að vera hamingjusöm/hamingjusamur

08.08.2011 00:57

Máttur hugans og æðruleysi

Síðasta árið þá hef ég pælt mikið í Mátt hugans og trúarinar.

Þegar ég tala um trú þá tengi ég það ekki endilega við trúarbrögð.

Það er ákaflega mikilvægt að við trúum, á okkur sjálf, mátt okkar til að hafa áhrif á okkur sjálf og mátt okkar til að hafa áhrif á umhverfi okkar ásamt framtíð.

Það byrjar allt og endar með okkur sjálfum. Líkami okkar og hugur er í raun bara verkfæri sálarinar til að taka út þann lærdóm sem þetta líf á að færa henni.

það er með þessi verkfæri sem önnur að hægt er að gera hin ýmsu listaverk og nytjahluti ef beit er á réttan hátt, og endalaus verkefni sem leysa má. Auðvitað virka verkfærinn best þegar vel er haldið utan um þau og þeim haldið við, og jafnvel betri þegar þeim er beit af ákveðnum vilja og með tilgangi. Við æfum okkur endalaust með þessum verkfærum og náum betra valdi á þeirri sköpun og takmarkalausu möguleikum sem þau skapa okkur í lærdómi og sköpun.

Það er engum að kenna eða nein afsökun nógu góð til að afsaka að við séum í aðstöðu sem við erum ekki sátt við.

Það tekur engin af okkur máttinn sem í huganum býr, Það er aftur á móti hægt að kenna okkur að vanmeta eigin mátt. Og við lærum það sem fyrir okkur er haft.
  • 1

Arkiv

Kategorier:

Antal sidvisningar idag: 2681
Antal unika besökare idag: 88
Antal sidvisningar igår: 2636
Antal unika besökare igår: 316
Totalt antal sidvisningar: 491699
Antal unika besökare totalt: 69632
Uppdaterat antal: 27.12.2024 05:12:08

Spáspjall