29.07.2010 15:54
Akureyri helgina 6 til 9 ágúst
Ég elska að koma norður og verð fyrir norðan á Akureyri að vinna 6 til 9 ágúst.
Verð ég með einkatíma.
Ég er þegar byrjuð að bóka tíma svo gott er að vera tímanlegur.
Tímabókanir eru í síma 8673647
Ég kem til með að auglýsa í Dagskránni.
13.07.2010 07:31
Nátúrukraftar
segðu satt segðu rétt
þótt það teljist ekki frétt,
farðu langt gerðu margt,
segðu fátt
þú mund finna þinn rétta mátt
Heimili heitt og eldur bjartur
vatnið djúpt og ísinn kaldur
vor sumar haust og vetur
Eins og þú
Náttúran allt hún getur
09.07.2010 15:16
Trúinn og jákvæðninn lætur hlutina gerast
Ég hef oftar en ekki talað um hversu trúinn á aðstoð eða æðri mátt, jákvæðni getur haft áhrif í lífi okkar.
Hef ég þá oftast notað sem dæmi hversu mikill hrakfallabálkur ég er úti á veginum eða með bílana mína. En kannski ekki svo mikill ólukku kráka þar sem ég hef alltaf fengið aðstoð í vandræðum mínum.
Ég er þeirrar trúar að með því að trúa á að allt fari á besta veg þá gerir það það. Eins góðan og hægt er að ætlast til í þeim aðstæðum.
hlutir koma til okkar á sínum tíma og það þýðir ekkert að ýta á eftir þeim eða stöðva.
Nýjasta dæmi um staðfestingu á þessari trú minni var núna í gær þar sem mín var á hraðferð í bæinn og í fyrsta sinn í allri minni keyrslu sprakk á dekki á bílnum.
Ég tek það fram að ég hef aldrei skipt um dekk á bíl.
Ég gerði mig tilbúna til að skipta á mínu fyrsta dekki og tók allar græjur út.. og var ekki búin að tékka bílinn upp þegar jeppi stopaði og þar steig út maður og spurði hvort mig vantaði aðstoð.
Reyndin varð sú að viðkomandi skipti svo um dekk fyrir mig. Sagði mér nú reyndar að hann hefi verið í samfloti við mig meiri hlutan af leiðinni að norðan og ég hefði skotist fram úr honum einhvern timan á leiðinni. Skipti hann um dekk fyrir mig á met tíma fékk hann og konan hans sem beið á meðan miklar þakkir fyrir.
Því er skemmst frá að segja að ég hef ekki enþá skipt um dekk á bíl en trú mín á hið jákvæða og góða sem vakir yfir okkur og er í okkur , ef við þorum bara að trúa á það.. er til staðar.
Það er alla vega duglegt að senda mér aðstoð ef ég þarf á að halda og bið um hana :)
Góða ferð í sumar :)
Hólmfríður
06.07.2010 19:06
Farand spámiðill og sumarfrí
Fyrir þá sem reyndu að ná sambandi við mig í gær biðst ég afsökunar en viðvera mín verður eitthvað takmörkuð en þó ef það stendur opið þá er búðinn opinn.
Endilega senda mér skilaboð og ég svara um hæl :)
Eigið þið gott sumar :)
kveðja
Hólmfríður
01.07.2010 01:19
Tengsl líkama og sálar
Ég vil fyrst taka fram að ég er einungis leikmaður í lífinu og get því einungis talað af eigin reynslu og þeirri fræðslu sem ég hef hlotið og þekkingu sem ég hef lesið mér til. Reynnslu sem ég hef gengið í gegnum.
Ég held að flestir geri sér grein fyrir að ef okkur líður vel líkamlega þá líður okkur í flestum tilfellum vel andlega.. Það þarf samt sem áður ekki að tengjast ?
En samt er það nú svo að ef við upplifum okkur sem slöpp og orkulaus og ekki eins og við getum drifið okkur af sófanum eða út úr húsi.. eru góðar líkur á að við þjáumst af næringarskorti.. magn og næring fara ekki endilega saman í fæði.
Svo að taka vítamín, taka B sterkar til dæmis og taka járn gagnvart sleni sérstaklega konur, taka d vítamín sem flesta íslendinga skortir nema þá á sumrinn og taka járn (mæli með í vökvaformi), Stundum kynlíf sem fullnægir okkur.. já sagði stundum kynlíf. Kynlíf og fullnægingar eru okkur eins nauðsynlegt og borða og sofa.. Það er endorfín ásamt fleiri efnum sem ég kann ekki að nefna sem gefur okkur gleðisprautu í kerfið okkar og okkur finnst við vera endurnærð líkamlega og andlega.
Ég fékk nýverið fræðslu frá hjúkrunarfræðing um að flest þunglyndislyf sem gefin eru í dag drepi alla kynhvöt eða getu til að stunda kynlíf eða fá fullnægingu. Spurning hvort við veljum.. lyf eða nátturulegu leiðina til að hressa okkur við.
Þess var einnig getið að fæstir sem noti þessi lyf viti af þessum aukaverkunum.
Hreyfing.. hefur einnig hressandi áhrif á andan og líkamann að afreka að reyna á sig að svitna eða einfaldlega fara út að ganga til að hreinsa hugan finna ferskt loft.. á okkar hraða.
Erum við ekki þess virði að við hugsum vel um okkur sjálf.. það gerir það engin fyrir okkur og engin þekkir okkur eins vel og við sjálf. En við erum einnig okkar harðasti gagnrýnandi í flestum tilfellum.
Ég hugsa um mig fyrir mig og ætlast til þess sama af þér.
við björgum engum og breytum engum en auðvitað getum við haft áhrif og hjálpað
ákvarðanir um okkur gerast innra með okkur en ekki hið ytra og því berum við ábyrgð á okkur sjálfum og hvernig við vinnum úr okkar aðstöðu og tækifærum í lífinu
viðhorfi okkar gagnvart umhverfi okkar og okkur sjálfum
Horfum við á lífið með neikvæði eða jákvæðni sjáum við upphafði í endanum erum við meðvituð um þau fræ sem við gefum af okkur sem síðar eiga eftir að vaxa
Verum góð við okkur sjálf og sáum fræjum jákvæðni og ánægju án skylirða
Lifum lífinu eins og ef við fengjum aðeins eina tilraun
Hólmfríður
23.06.2010 22:46
Næturvinna
Mér var sagt fyrir ekki svo löngu síðan af Guðbjörgu Guðjóns Miðil að það væri unnið með mann í svefni. Þar aðsegja að leiðbeinendur sem vinna með okkur, þá þroska okkar eða hvað sem við finnum þörf til að vinna með.
Ég tók eftir því á tímabili að ég var farin að vakna alltaf á sama tíma bara til að kíkja á símann og sofna aftur. Klukkan 5 að morgni. Ég nefndi þetta eitthvað við guðbjörgu og hún sagði mér jú.. það væri verið að skila manni alltaf á sama tíma.. Skila manni hvaðan og þá hvert spyr ég í huganum?
Inn í líkaman.. ?
svo er það nú að ég vakna á mánudagsmorgun og finnst ég bara vera að horfa yfir vestfirðina úr rúminu og fer jú á salerni .. er milli svefn og vöku með lokuð augun.. og augunum á mér fljóta ákveðin Tákn sem mynda einskonar útskorinn vegg veit ekki hvernig öðruvísi ég á að lýsa þeim.. og á bakvið þennan útskorna vegg er þessi ofboðslega birta.. sem nánast skapar ofbirtu.. og mér fannst eins og þetta væru einhver tákn sem ég væri að læra eða ég hefði vaknað í miðri kennslustund og var eiginlega spennt að hella mér bara aftur í svefninn til að halda áfram.
Hef ekki upplifað svona áður og gaman væri ef einhver hefði svipaða reynnslu.
17.06.2010 22:30
Á faraldsfæti í sumar
Kærleiksdagar á Núpi
eftir kingimagnaða orku vestfjarða þá er mín mætt aftur á mölina. En ætla ekki að stoppa lengi því stefnan er sett á að fara norður og austur og bjóða fram krafta mína.
Planið er að fara norður um miðjan júli og hafa þá viðkomu á Blönduósi og Akureyri. Hitta þar gott fólk og spá fyrir þeim sem það vilja. Auglýsi seinna á staðnum en ef áhugi er fyrir að fá mig á þá staði sem þarna eru á milli þá er bara að hafa samband og ég kem við á leið minni. :)
sumarið er algjörlega tíminn til að ferðast og njóta allrar þeirrar náttúru sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Hafði það gott og njótið þess að vera til :)
21.05.2010 21:20
Veistu bestu útgáfuna af þér?
Geturðu horfst í augu við sjálfa þig í spegli?
Geturðu sagt við þig .. ég er manneskjan sem skiptir mig mestu máli?
Ég þarf pláss til að vera ég
Ég á skilið að líða vel og hef rétt á því að sinna mér og því sem skiptir mig mestu máli.
Hverstu meðvituð ertu í raun um afhverju þú lifir lífi þínu eins og þú gerir. Klæðir þú þig alltaf í svart til að fela hugsanlega galla sem þú sérð hjá sjálfri þér eða til að fela líkama þinn. Eða klæðir þú þig í litina sem þú dregst að.
Hluti af því að finnast maður vera heill er að geta verið sátt við sjálfan sig í þeirri mynd sem maður er.
vera jákvæð gagnvart sér og gefa sjálfri sér séns á að gera betur. Hafa trú á eigin getu og hæfileikum.
viðurkenna mistök því um leið og mistökinn eru viðurkennd er hægt að laga þau.
Horfast í augu við að þú getur einungis breytt sjálfri þér og þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig.
Ef þú leyfir fólki að koma fram við þig á ákveðin hátt þá gefur þú samþykki þitt.
Þú ert þú og það getur engin annar verið þú og þar að leiðandi ert þú einstök/einstakur og átt þinn tilverurétt.
sinntu sjálfri þér því það nær engin eins vel til þín og þú sjálf.
Það eru ekki til afsakanir.. fróðleikur gjörsamlega valtar yfir okkur á hverju götuhorni. Bókasöfn, netið til dæmis.
Stefndu á að vera besta útgáfan af sjálfri þér því það er besta þú.
láttu þér líða vel en ekki á eigin kostnað
dragðu þig ekki niður fyrir hluti sem þú færð ekki breytt öðru vísi en að endurtaka þá ekki.
elskaðu sjálfan þig.. því ef þú gerir það ekki því ætti þá einhver annar að gera það.
Kærleikinn kissir kynn þína og loðir við
leikur sér að eldinum og sofnar
brennur upp og gufar í geiminn
en kemur aftur niður þegar þú vaknar
andaðu honum að þér og frá
þú sofnaðir kærleikanum hjá
þú ert þitt eigið ljós
farðu af stað þinum veginum á
03.05.2010 22:59
Víkingakortinn mín
Ég dró eitt spil fyrir daginn í dag og það er spilið Landkönnun sem stendur fyrir að nú sé tími til að sigla af stað í átt að nýjum ævintýrum. Hvatning til að leita sér frekari upplýsinga og þroskaleiða.
Þetta sé rétti tíminn til að kanna ókannaðar slóðir og henda sér af stað :)
það er jú það sem stendur yfir núna
spil sem hitti í mark sem þau reyndar gera alltaf.
21.04.2010 16:13
Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?
Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?
Ég hugsa það þannig..að þegar ég er með manneskju fyrir framan mig hef ég helling af vísbendingum.
Ég sé klæðnað,hárgreiðslu, hvernig viðkomandi talar. Er viðkomandi með giftingahring?
Útlit gefur ýmsar vísbendingar um ytra líf viðkomandi en ekki endilega um innra.
í gegnum netið hverfa þessar vísbendingar,
Fyrir mér er besta tengingin í gegnum netið að sumu leiti önnur er í gegnum síma og hef ég reynnslu af því þar sem ég var ein af þeim fyrstu sem vann sem spákona/spámiðill í gegnum síma á vegum örlagalínunar árið 2000 var ég þar í ár.
Ég bið almægtið um hjálp/tengingu og bið um tengingu við minn leiðbeinanda sem ég bið svo um tengingu við leiðbeinanda viðkomandi.
Og þannig fæ ég upplýsingarnar.
Upplýsingarnar koma í formi vissu,sé myndir.
Ég legg spilin að sjálfsögðu og les úr þeim en svo eru ákveðin gullkorn sem koma með.
Það er nefnilega einföldun að halda að hægt sé að túlka spilin alltaf á sama hátt.
Það er hreint ótrúlegt hversu góð tenging getur náðst í gegnum spjall á netinu.
þú færð tækifæri til að spyrja og ég legg fyrir þig árið eða skoða eitthvað sérstakt málefni.
Ég kem aldrei til með að geta sagt nákvæmlega afhverju þetta virkar eins og það virkar.
Eina sem ég get með sanni sagt að þetta virkar og ánægja þeirra sem ég hef spáð fyrir er mín sönnun.
Njótum nú dagsins og lífsins því dagurinn í dag er farin á morgun og ekkert sem við getum gert til að breyta honum þá.
16.04.2010 00:27
Hvernig virkar síðan ?
Ég hef oft og mörgum sinnum farið til spákonu.. með misjöfnum árangri og mismunandi ánægð..
Það sem mér hefur fundist vanta er þegar ég er heima á kvöldin og kannski að spá í lífið og tilveruna og hugsa hlutina að geta látið spá fyrir mér eða lesa í spil fyrir mig ..
Og þar sem ég er vön að spjalla í gegnum msn eða facebook spjall.. jafnvel verið að draga spil fyrir vini og kunningja.. þá hugsaði ég mér.. bíddu.. afhverju ætti ekki að vera möguleiki að láta bara spá fyrir mér hérna heima..í stað þess að mæta á staðinn, fá svörin þegar spurningarnar eru ferskar.
Og þar kemur spamidill.is inn þar sem ég gæti spáð fyrir fólki.
En hvernig er hægt að útfæra það?
Fyrst datt mér í hug að nota msn.. og stofnaði aðganginn [email protected] sem já er hægt að nota og þá hlusta á það sem ég hef að segja eða geyma spjallið í history. En mér fannst það ekki nógu gott.
Svarbox þjónusta er þjónusta sem hefur verið notuð til dæmis hjá isnic postur.is og gululínunni þar sem einhver er hinum megin við spjallið og svarar spurningum þínum.
Þú smellir á link og færð samband við "þjónustufulltrúa" og þegar þig vantar að láta spá fyrir þér er ég þinn þjónustufulltrúi..
Kostir Svarboxins eru ótrúlegir er varðar þessa þjónustu.. það er hægt að fá spjallið sent í tölvuposti eftir að því líkur.
það er hægt að skilja eftir skilaboð og þú veist hvar þú ert í röðinni ef ég er að sinna einhverjum á undan þér.
Ég ætla að leyfa mér að kalla mig frumkvöðull að bjóða upp á þessa þjónustu á þennan hátt og hvet þá sem vilja prófa að prófa..
Takk fyrir að taka þátt í þessu með mér
kveðja
Hólmfríður Ásta
13.04.2010 22:29
Leiðbeinendur
leiðbeinendur.
Fólk hefur ólíkar hugmyndir um hverjir fylgja okkur.. Ég vil meina og tel að ég sé ekki ein um þá skoðun að við höfum leiðbeinendur sem hjálpa okkur ef við biðjum um það.
Ég hef alltaf verið dugleg að biðja um hjálp.. og fengið hana. Hef trúað á að hlutirnir fari á besta veg og þeir hafa gert það.
En það er oft þetta eftir á að hyggja.. þegar við skoðum ákveðna atburði eftir á.. þá sjáum við oft hvar við fengum hjálpina hvort sem það var í formi hugmyndar eða manneskju sem var þarna akkurat á réttum tíma til að aðstoða.
Trúinn hefur ótrúleg áhrif.. og bjartsýninn hún stoppar kannski ekki ákveðna atburði en hefur áhrif hvernig við komumst í gegnum þá.
Neikvæði er hindrun jákvæð gagnrýni er góð.. og allir hafa rétt á sínum skoðunum :)
Með því að biðja almættið um tengingu við Leiðbeinendur okkar og biðja svo um að leiðbeinendur okkar sýni sig með einum eða öðrum hætti náum við betri tengingu.
Segjum vilja okkar og biðjum um hluti sem skipta okkur máli.
það er eins með þetta samband eins og önnur þau byrja smátt og vaxa með tímanum eftir því sem við hlúum að því :)
04.04.2010 04:47
trúarjátning
Fyrir 15 árum rataði til mín bók sem heitir Bókin um Rúnir skrifuð af Ralph Blum. Þessi bók er algjör gersemi og eru ýmsir gullmolar sem dvelja á síðum hennar.
Meðal þeirra er þessi Trúarjátning sem ég tel að eigi erindi við alla :)
Sannleikurinn er sá að lífið er erfitt og hættulegt;
að sá sem leitar hamingjunar finnur hana ekki;
að sá sem er veikur mun þjást;
að sá sem krefst ástar fær ekki notið hennar;
að sá sem er gráðugur fær ekki satt hungur sitt;
að sá sem leitar friðar þarf að berjast;
að aðeins hinir hugrökku þola sannleikann;
að sá einn fær glaðst sem ekki óttast einveru;
að lífið er aðeins fyrir þann sem ekki óttast dauðan
(Joyce Carey)
29.03.2010 10:48
Svarbox
Núna er síðan að verða fullmótaðri og brátt verður það þannig að hægt verður að vera í sambandi við mig hérna í gegnum svarbox.
Þessi nýja en samt gamla tækni hefur aðallega verið notuð á fyrirtækjavefum en mun núna nýtast á þessum vef til að komast í samband við Mig og fá lestur beint í æð.
Er samt enþá með boxið á tilraunasviði og því verður þessi síða ekki auglýst alveg í bráð.