12.07.2013 20:42

Noregur í júli

Það er gott að ferðast, komast í nytt umhverfi og sja annað utsyni en það sem blasir við á hverjum degi. 

Ég hef eins og allir aðrir verið á ákveðnu ferðalagi í gegnum lífið. Ferðalög eru mismunandi. Sum eru til þess fallinn að læra eitthvað nýtt önnur eru til gamans. 

Við förum í ferðalag inn í hugan og við förum í ferðalag á nýjum vegum. Það er eðlilegt að kvíða þegar lagt er upp í nýtt ferðalag og þá serstaklega þegar um nýja ferðafélaga er að ræða. 

en ótti við að stíga ut á vegin kemur í veg fyrir að ferdalagid geti hafist. Lífið er eitt ferðalag og ef við óttumst sífellt hvað bíður okkur úti á nýjum vegum komumst við aldrei úr stað. 

við getum eflaust fundið okkur helling að gera heima við til að seinka ferðalagi okkar, en því gera það þegar svo margt skemmtilegt gæti orðið á vegi okkar. 

Pökkum góðu nesti og jákvæðninni og þá gengur ferðalagið vel alveg sama hverju vindurinn blæs inn. 

Aldrei að vita nema við eignumst nýja ferðafélaga á leið okkar á nýja staði. Núna er ég á ferðalagi um Noreg og hef verið að bjoða upp á einkatíma í spámiðlun með reiki heilun. Én líka auðvitað að hitta gott fólk og njóta góða veðursins. 

Ég er stödd í Jessheim og mun bjoða upp á einkatíma á meðan ég er hér næstu 2 vikur. 

Ég mun líka bjóða upp á reikinámskeið og er ég byrjuð að skrá á það en vantar að ná lámarks fjölda. 

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starf mitt eða Reiki þá bendi ég á google og svo bara hafa samband. 

Aflaðu þér upplýsinga áður en lagt er í nýtt ferðalag..en ekki ákveða fyrirfram hvernig ferðinn verður nema þá með jákvæðu hugarfari. 

Góða ferð. 

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 378347
Samtals gestir: 90521
Tölur uppfærðar: 22.9.2018 08:47:47

Láttu spá fyrir þér í gegnum Svarbox


Greiðsla eftir að spjall hefst. 

Millifærslu upplýsingar fást í gegnum svarboxið.

Kostar ekkert að prufa.