Færslur: 2024 Ágúst

31.08.2024 22:40

Frá 1.ágúst 2024 getur þú getur Pantað Reiki meðferð hjá mér á

Himnahofið https://noona.app/himnahofid

En hvers vegna reiki? Slökun, skaðlaust, sjálfstyrkjandi, einfalt og einstaklingsbundin áhrif en þó alltaf jákvæð á líkamlega og andlega heilsu.

 

 

 

 Reiki hefur fylgt mér frá því ég var 18 ára gömul eða 30 ár. 

Við erum öll mismundandi andlega sinnuð en öll eigum við skilið stund þar sem við getum slakað á og hlaðið batteríinn. Leyft líkamanum og andanum að hjálpa sér sjálfum á meðan við slökum á undir teppi á  nuddbekk. 

Þannig fer Reikiheilun framm í meðferðarformi þar sem þú mættir í tíma til að njóta Reiki. 

liggur á bekk, teppi yfir þér og koddi undir höfði og ég legg hendurnar létt eða hef þær rétt fyrir ofan líkamann.  Upplífun er auðvitað persónubundinn en það að upplifa slökun léttari lund og jafnvel sofna á bekknum er mjög algengt. 

Ég hef ekki gert neinar formlegar rannsóknir á kostum Reikiheilunar fyrir heilsuna andlega eða líkamlega ég get einungis talað af eigin reynslu og vísað í þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar. 

Ein af mínum áhrifavöldum er Reikimeistari sem heitir Pamila Miles frá Bandaríjunum og sat ég námskeið hjá henni 2016 varðandi hennar starf og hvernig reiki hefur unnið með og í hefðbundnu heilbrigðiskerfi. 

í gegnu tíðina hefur hún staðið fyrir ýmsum rannsóknum til að sýna fram á kosta Reiki sem heilsueflandi og stuðningur við hefðbundin læknisfræði. https://pamelamiles.com/

Ég hef verið þeirrar skoðunar að Reiki ætti að kenna öllum. Reiki er óháð trúarbrögðum fyrri reynslu eða þekkingu og í raun óháð öllu nema vilja okkar til sjálfsheilunar að vilja líða betur vera heil. 

Og það hefur verið aðal áhersla mín síðustu ár að kenna reiki þeim sem vilja læra það og líka að taka út ákveðinn lífsþroska til að geta mætt öllum sem til mín koma og geta dregið af eigin reynslu hvernig Reiki hefur virkjað það innra mér sem dregur til sín það jákvæða og hafnar því neikvæða. 

 

Ég lauk stigi 1 og 2 árið 1994 og notaði reiki í framhaldinu fyrir sjálfa mig. Eg vann úr mínum áföllum og byggði mig upp og verð ég að segja að lausnirnar og aðstoðinn hefur fundið sína leið til mín þegar allt virtist í strand hvort sem það var fjárhagslega andlega eða líkamlega. Eina sem kannski Reiki gefur þér sem dregur úr því að þú leitir þér aðstoð er að þú þolir meira líkamlega og andlega. 

2010 fór ég að starfa í kærleikssetrinu og bauð upp á reikiheilun á bekk og Spámiðlun með reikiheilun. 

Þegar ég var þar og synti minni reiki vinnu var ég í tvígang beðin um að kenna viðkomandi reiki. (svona hint fæ ég reglulega frá alheiminum) Það varð því úr að ég hafði samband Við reikimeistarann minn og tók 3 stigið og bætti við mig kennslu og meistara réttindum. Það nám var bæði staðnám þar sem ég sat námskeið og svo kennsla með öðrum meistaranemum og svo fjarlærdómur og lexíur. 

Þetta nám var ekki ódýrt fyrir einstæða móður sem átti ekki mikin auka pening.

En það var hvatning fyrir mig að fara strax að kenna. Og eftir árið vann ég nákvæmlega fyrir því hvað námið kostaði mig.  

Ég elska að kenna og sjá breytinguna sem verður á fólki þegar það hefur lært reiki og fer að upplifa það á eigin sjálfi og skinni. 

Ég býð upp á 2 daga námskeið sem er fræðsla á bókina, vígslur og svo verkleg kennsla og það stendur alltaf til boða að leita til mín eftir námskeiðið. 

Ég kenni 1 og 2 stig í sitthvoru lagi eins og var gert upphaflega. þú veist hvað reiki getur gert með því að nota það. Og eftir því sem þú notar það meira nýtur þú þess meira. EF þú ert með þörfina að læra meira þá kemur þú aftur og bætir við þig 2.stigi annars ekki og það er allt í góðu. Reiki heilari sem stundar sitt reiki á hverjum degi og reglulega á öðrum er betri heilari en Reikimeistari sem sandspólaði í gegnum eins mörg stg og hann /hún gat hvað þá með allar mismunandi reiki sem eru i boði. 

mér finnst alltaf smá sorglegt að hitta fólk sem lærði reiki og notar það svo ekki en líka gleðilegt að sjá hvernig reiki birtist í lífi þeirra og sköpun þrátt fyrir að það leggur bara hendur á sig svona eins og fyrir tílviljun. En það er ekki mitt að segja fólki hvernig það lifir lífi sínu meira að gefa því tæki sýna því á það og svo er verkið undir þeim komið. 

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 347
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 484060
Samtals gestir: 69024
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:15:37

Spáspjall