Færslur: 2012 Maí
15.05.2012 16:28
á næstunni :)
Þá er netspáinn kominn aftur í virkni en langar mig að biðja ykkur sem ekki hitta á mig hérna á netinu að senda mér bara póst og ég bregst við um leið.
Ég er núna næstkomandi laugardag með einkatíma í Gjafir jarðar og á ég lausan tíma.
Ég er alltaf tilbúin að setja saman Reiki námskeið en þarf að hafa ákveðið lámark og svo þurfa allir að komast á sama tíma sem áhuga hafa.
Reiki orkan raðar okkur saman sem hentar að læra saman og við verðum bara að lúta því skipulagi :)
En næsta Reiki 1 námskeið er planað og kominn þáttakandi á er planað í byrjun júni.
Þannig að endilega hafa samband ef áhugi er fyrir hendi :)
Um er að ræða helgar námskeið frá 10 til 16 laugardag og sunnudag og kostar 10.000
Námskeiðinu lýkur svo með prófskirteini þar sem þið eruð fullgildir Reiki heilarar
Reiki er samt alltaf fyrst og fremst hugsað sem sjálfsstyrking og gerir hverjum sem er gott þótt þeir ætli sé ekki að vinna með aðra heldur sinna eigin sál og líkama.
Eigðu góðan dag.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
09.05.2012 14:19
Á næstunni.
Því miður vegna tölvubilunar get ég ekki boðið upp á spá í gegnum svarboxið en það er hægt að senda mér fyrirspurn og ég get svarað til baka í tölvupósti.
Ég gæti þá líka lagt fyrir viðkomandi en þá væri gott að fá nafn og aldur. Ég myndi þá senda smá fjarheilun í leiðinni.
Eins ef það er eitthvað ákveðið mál sem vantaði ráðleggingu varðandi þá er það ekkert mál.
Ég var með voða skemmtilegt Reiki 1 námskeið í April fyrir 1 stigið og er stefnan að vera með 2.stigs námskeið á næstunni. Helginn 2.júni kemur sterklega til greina svo endilega hafa bara samband.
Ég verð með 1 stigs Reiki námskeið Helgina 19 og 20.mai ef næg þáttaka er.
Lámarks þáttaka eru tveir.
Svo halda áfram einkatímarnir niður í Gjafir jarðar.
vona að þú sem lest þetta hafir það einstaklega gott og finnir fyrir litlu ljósi innra með þér sem lýsir þér áfram inn í góðan dag og framtíð.
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
- 1