Færslur: 2010 Júní
23.06.2010 22:46
Næturvinna
Mér var sagt fyrir ekki svo löngu síðan af Guðbjörgu Guðjóns Miðil að það væri unnið með mann í svefni. Þar aðsegja að leiðbeinendur sem vinna með okkur, þá þroska okkar eða hvað sem við finnum þörf til að vinna með.
Ég tók eftir því á tímabili að ég var farin að vakna alltaf á sama tíma bara til að kíkja á símann og sofna aftur. Klukkan 5 að morgni. Ég nefndi þetta eitthvað við guðbjörgu og hún sagði mér jú.. það væri verið að skila manni alltaf á sama tíma.. Skila manni hvaðan og þá hvert spyr ég í huganum?
Inn í líkaman.. ?
svo er það nú að ég vakna á mánudagsmorgun og finnst ég bara vera að horfa yfir vestfirðina úr rúminu og fer jú á salerni .. er milli svefn og vöku með lokuð augun.. og augunum á mér fljóta ákveðin Tákn sem mynda einskonar útskorinn vegg veit ekki hvernig öðruvísi ég á að lýsa þeim.. og á bakvið þennan útskorna vegg er þessi ofboðslega birta.. sem nánast skapar ofbirtu.. og mér fannst eins og þetta væru einhver tákn sem ég væri að læra eða ég hefði vaknað í miðri kennslustund og var eiginlega spennt að hella mér bara aftur í svefninn til að halda áfram.
Hef ekki upplifað svona áður og gaman væri ef einhver hefði svipaða reynnslu.
17.06.2010 22:30
Á faraldsfæti í sumar
Kærleiksdagar á Núpi
eftir kingimagnaða orku vestfjarða þá er mín mætt aftur á mölina. En ætla ekki að stoppa lengi því stefnan er sett á að fara norður og austur og bjóða fram krafta mína.
Planið er að fara norður um miðjan júli og hafa þá viðkomu á Blönduósi og Akureyri. Hitta þar gott fólk og spá fyrir þeim sem það vilja. Auglýsi seinna á staðnum en ef áhugi er fyrir að fá mig á þá staði sem þarna eru á milli þá er bara að hafa samband og ég kem við á leið minni. :)
sumarið er algjörlega tíminn til að ferðast og njóta allrar þeirrar náttúru sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Hafði það gott og njótið þess að vera til :)
- 1