22.07.2013 17:07

Besta lexían

það er ansi margt sem ég hef lært bæði um sjálfa mig og aðra á minni annars ekki löngu æfi. 
 
en mest hugsa ég að ég hafi verið meðvituð um þennan lærdóm síðustu 6 árinn. 


Það sem ég tel vera bestu lexíuna er einföld "ég er minn meistari" Hljómar voða formlegt og stíft og ægilega heilagt. 

en í einföldu máli ber ég ábyrgð á mínum gerðum, viðbrögðum og hugsunum. Og á sama tíma ber ég ekki ábyrgð á annara manna gerðum viðbrögðum og hugsunum. 

Ef ég lem þig i andlitið þá ræður þú algjörlega hvernig þú bregst við. Þú getur lamið mig til baka, þú getur öskrað, þú getur staðið kjurr og ekki gert neitt. Þú getur labbað í burtu. 

Ég tók þá ákvörðun að lemja og því uppsker ég eftir því hvað þú ákveður að gera. 


Hvort sem ég faðma þig eða lem þá ræður þú viðbrögðum þínum og öfugt. 

Þetta sama á við tilfinningar og ákvarðanir annara. Við getum haft jákvæð og neikvæð áhrif á fólk en ákvarðanirnar og hegðun er það sem við ákveðum sjálf. Og þannig höfum við áhrif á nútíðina og framtíðina. 

Höfnun er mörgum erfið og eðlilega. En við höfum líka rétt til að hafna þeim kostum sem okkur þykir ekki físilegir. 

og það er þá okkar ákvörðun og við höfum rétt á því. Við veljum ekki fyrir aðra en við veljum fyrir okkur sjálf. 


Þegar þessi lærdómur hefur farið fram getum við skoðað eigin framkomu og séð hvort við erum að framkvæma á móti eða með okkur sjálfum. 

Við verðum líka að átta okkur á að meðvirkni þjónar okkur ekki. Því ætti einhver að virða okkar ákvarðanir og vilja ef við erum alltaf að þjóna annara vilja og bíða ákvarðana utan frá. 

Persónulegur styrkur kemur frá því að standa með sjálfum sér og virða vilja og ákvarðanir annara. Og á sama tíma virða sinn eigin vilja ef þeir vilja fá virðingu. 


Að fá nei er ekki það versta í heim að fá kannski er verra. Og að fá Já er auðvitað gott ef þú baðst um eitthvað sem þú sannarlega vildir. 




Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 495
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 484208
Samtals gestir: 69052
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 17:05:23

Spáspjall