20.06.2012 10:05
Frábær byrjun á Sumri
Endalaust er búið að vera gaman hjá mér síðustu viku og lofar góðu varðandi sumarið :)
Ég hef gert það stundum að taka svona vinkonuspá, þar að segja það koma til mín tvær vinkonur í spá og við fáum okkur kaffi og súkkulaði saman, fáum reiki og spámiðlun.
Seinustu helgi voru þær reyndar 3 og áttum við skemmtilega kvöldstund saman.
Fyrr í þessum mánuði fór ég í heimahús hjá nokkrum góðum vinkonum sem ákváðu að eiga góða kvöldstund saman og fá spámiðilinn í heimsókn til að fá smá innsýn inn í framtíðina og heilun í leiðinni og það var mjög gaman :)
það myndast voða skemmtileg stemming og allir voða ánægðir.
Seinasta helgi var líka viðburðarrík að því leiti að ég var með Reiki 2.stigs námskeið gekk það voða vel fyrir sig :)
finnst alveg merkilegt hvað maður er alltaf endurnærður á sálinni eftir að hafa verið í reiki vinnu.
Ég verð með Reiki 1.stig helgina 30.júni til 1.júli en það er nánast að verða fullt á það. Svo fyrir þá sem vilja koma þá verð ég með annað Reiki 1.stigs námskeið aftur í júli en ekki komin dagsetning hvort það verður helgina 7-8.júli eða helgarnar á eftir verður að ráðast.
helgina 14.-15.júli verður Reiki 2.stig námskeið og er enþá laust á það námskeið
Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði voða gott sumar og mörg fræ að koma upp sem hafa tekin sinn tíma að festa rætur í þjóðfélaginu.
Manneskjan er alltaf að koma meira og meira fram í stað fjöldans og ég sé ekki annað en við höfum ástæðu til að vera bjartsýn.
Skrifað af Hólmfríður Ásta