27.03.2012 15:20
Sumarið er komið :o)
Eins og ég er þakklát fyrir kósíheit vetursins þá er voða gott að fá sumarið og sólina inn :0)
Mars er búin að afar góður mánuður þegar komið er að reiki vinnunni :0) var með fyrsta 2.stigs neman minn 10.mars og svo Reiki 1 námskeið núna síðustu helgi sem heppnaðist svona líka vel, enda er ég ákaflega heppinn með nemendur :)
Ég hef verið að taka 2 nemendur á hverju námskeiði og hefur mér fundist það gefast vel, þá fá báðir aðilar fulla athygli og vinna með hvorn annan. Þetta verður persónulegra og gefur mér þá meira svigrúm með tíman.
Ég er svona að gæla við þá hugmynd að vera með 1.stigs reiki námskeið á skírdag og föstudaginn langa.
Og geta þeir sem hafa áhuga á að koma á námskeið og nota fríið sitt fyrir sjálfan sig endilega hafa samband.
Sumarið verður einstaklega gott, það eru ýmsar uppstokkanir í kerfum landsins, fiskveiði, félagslega og svo kemur upp eitthvað hneikslismál sem verður til stóra breytinga í lagaumhverfi fjármálana.
Munum bara að horfa á það jákvæða og hvað við getum gert sjálf áður en við förum að setja ábyrgðina yfir á aðra.
Það eru alltaf lausnir og byrjunin er alltaf í speglinum.
Ég er búin að festa niður 2.stigs námskeið 2 - 3 júni og þegar komið bókað á það og er það ekki bundið við 2 nemendur á hverju námskeiði frekar en önnur.
Það eiga allir að geta heilað sig sjálfir sem hafa á því áhuga svo ef þú hefur áhuga á að geta unnið með sjálfan þig með heilun þá er bara að hafa samband.
Varðandi að fara út á land með námskeið eða spámiðlun kem ég til með að auglýsa það þegar nær dregur.
Hafðu það gott alla daga :)
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta