20.03.2012 00:38

Hugrekki

Ég velti því oft fyrir mér sem unglingur og ung kona afhverju þarf ég að vera öðruvísi en aðrir, afhverju blandast ég ekki inn og dett inn í þennan rythma sem allir eru í. 

Með tímanum áttaði ég mig á að það eru allir öðruvísi, einstakir og sérstakir. En hvernig vitum við hvað er það sem gerir okkur sérstök, hvernig finnum við okkar séreinkenni og hversu miklu máli skiptir það. 

Er ekki bara allt í lagi að gera eins og allir hinir, þá er líklegra að maður verðir samþykktur og fái að vera með ? 

En með í hverju ? Hvað nákvæmlega er hver og einn að eltast við að fá samþykki fyrir og hjá hverjum ? 

Hver hefur það vald að segja þér hvernig þú átt að vera, klæða þig; tala, á hvernig tónlist þú átt að hlusta, hvernig þú átt að ala upp barnið þitt, hvaða upplýsingar þú ert tilbúin að samþykkja og svo framvegins. 

þetta er voða einfalt og ofboðslega frelsandi þegar þú áttar þig á því, það er nefnilega bara þú sjálfur 

þú verður aldrei gaurinn eða pían við hliðina á þér og átt í raun ekki einu sinni að reyna það, því allur tíminn sem þú sóar í að vera eitthvað annað en þín eigin besta útgáfa af sjálfum þér ertu að vinna á móti sjálfum þér, tekur orku í eitthvað sem verður aldrei neitt annað en tilraun til að mistakast. 

ef þú fílar þig í rauðu, farðu í rautt kannski vantar þig bara smá orku, ef þig langar að fara einn eitthvert út í móa að hugsa og hafa næði fyrir sjálfan þig hvað er að því. 

ef þig langar að stinga af út í heim og sjá hvað er hinum megin við hólin.. 

Hvernig aðrir sjá hlutina er eitthvað sem þú getur aðeins að hluta til skilið alveg eins og það geta aldrei allir séð alla þínar sálakima. Við erum einstök og eigum að koma fram við okkur sem slík. 

Við erum fallegar sálir sem koma hingað til að læra hvort sem það er af bitri reynnslu eða gefandi kærleika 

Leyfum okkur að lifa lífinu sem við hvort sem aðrir samþykkja okkur eða ekki stjórnum því hvort sem er ekki 


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 415
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 484128
Samtals gestir: 69028
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:36:37

Spáspjall