19.12.2011 00:56
Yndisleg Helgi
Ég hef nú alltaf verið þeirrar trúar að maður getur gert plön en svo fara hlutirnir eins og þeir eiga að fara :)
Gott dæmi um það er núna þessi helgi. Ég var búin að plana reiki námskeið um þessa helgi fyrir 1.stigið
En auðvitað áttaði ég mig svo á því að það gengi ekki upp því Námskeiðið krefst þess að viðkomandi hafi alveg 2 daga lausa frá morgni fram á dag og það er bara ekki í boði seinustu helgi fyrir jól :)
En í staðin var ég beðin um að koma og vera að spá og með heilun í yndislegu gæsaparty :) Átti frábæran dag með hópi Gæða kvenna.
Óska ég verðandi brúði alls hins besta.
Það verða hinsvegar Reiki námskeið í janúar og þá ætla ég að reyna að vera einnig með reiki annars stigs námskeið.
Stundum er það bara þannig að það sem maður planar gengur ekki upp en þá kemur bara eitthvað annað í staðin sem er jafngott og betra.
Það kemur sem á að koma og á þeim tíma sem það á að koma
Óska ykkur Gleðilegra jóla og yndislegs nýs árs og þakka fyrir það koma og lesa það sem ég hef frá mér lagt.
kveðja
Hólmfríður Ásta
Skrifað af Hólmfríður Ásta