21.09.2011 21:55
Veturinn er Tíminn
Jæja þá er loksins farið að dimma ..læðist upp að manni óvitandi en það leynir sér samt sem áður ekki.
Það er búið að vera óvenju heitt haust og það heldur áfram. þetta er skrítinn vetur sem er framundan. Á meðan við heyrum af slæmum veðrum erlendis þá er hér rigning vindur og blíða. Hitinn ætlar að halda áfram að vera nokkuð hár og það er ekki óvinsælt. Mikið vona ég að fólk noti þetta skammdegi sem ætlar að verða samt soldið hlýtt og hafi kósí tíma með sínum nánustu úti við.
Við eigum soldið erfitt með okkur á þessum tíma þegar sólinn og D vítamínið sem fylgir henni fyllir okkur ekki lengur af orku allan sólahringinn. Tökum lýsi og höldum orku okkar uppi, ekki skemmir að taka jafnvel auka D vítamín.
firðirnir verða óvenju snjólausir þennan vetur, og lengi verður hægt að fara upp á hálendi án þess að finna fyrir að það sé kominn vetur.
Eitthvað verður í fréttum að jeppi eða fjallabíll lendir í háska vegna íss sem er að liðast í sundur eða hreinlega ekki nógu frosinn.
Einhver gleðileg frétt kemur varðandi Gamla konu sem annað hvort vinnur lottóvinning eða gerir stærðar afrek sem vekur upp kærleiksorkuna.
Við eigum eftir að fá helling af fréttum frá evrópu varðandi það til dæmis að Grikkir ákveði að gefa skít í evrópusambandi og láta sig hverfa þaðan. stjórninn vill vera inni en það verður hálfgerð bylting.. það sem hefur verið mótmælt í dag er ekkert á móti því sem koma skal. Það logar allt.
Við íslendingar höfum það ósköp gott og á meðan við höldum þessu.."þetta reddast" " ég get allt " og "ég er bestur" viðhorfi þá eru engar hindranir annað en smá lærdóms póstur og egó stoppari.
Við erum búin að taka út hrunið en evrópa er að blæða. Það verða mótmæli í þýskalandi á þinginu. Það eru ekki allir í þýskalandi sáttir við að þýskaland þurfi að bera í auknu mæli birðar fyrir óreiðu annara evrópulanda. Angela Merkel nær að bjarga sér en hennar stöðu verður virkilega hrist upp í.
Við eigum framundan ósköp veðursælan vetur og góðan. Menning blómstrar og við erum alltaf að frétta meira og meira af íslendingum sem eru að spjara sig vel á sviði lista erlendis.
Stundum er erfitt að vera bjartsýn.. og auðvelt er að sökkva sér í þá hugsun að aldrei verði neitt betra, að maður sé endalaust blankur og maður eigi aldrei pening..að þetta og hitt kosti of mikið.
Eigum við ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi og vera bjartsýn :) Það er nokkuð ljóst að það er til fólk í heiminum sem hefur það miklu verr en við og ef okkur langar að vera á einhverjum ákveðnum stað þá er bara að stefna þangað. Það er ekkert of erfitt ef þig langar raunverulega að komast þangað. Veistu hvað þú raunverulega vilt?
Ég hef ekki verið mikið að spá að undanförnu, Það hafa hreinlega aðrir hlutir átt huga minn og Ég hreinlega þurft smá pásu.
Ég lauk þeim áfanga að geta kennt öðrum reiki sem ég vona að ég nái að gera í sem mestu mæli.
Ég var að klára að lesa the secret í gær og er búin að lesa hana með nokkrum hléum. Þessi bók kom vel inn á punkta sem ég svo sem vissi alveg eins og sjálfsagt margir aðrir en gott að fá stafað ofan í mann.
Það eru til milljón afsakanir fyrir því afhverju okkur líður eins og okkur líður eða afhverju við erum í þeirri stöðu sem við erum hver sem hún svo er.. en eins´og ég hef sjálfsagt sagt áður.. þetta er allt okkar eigin ábyrgð. Verum meðvituð um að vera jákvæð, bjartsýn, lausnahugsuð, horfum á hálf fulla glasið í stað þess tóma og virðum rétt annara til að vera þeir sjálfir alveg eins og við viljum að okkar réttur er virtur.
Elskum okkur og njótum okkar deilum með öðrum kærleiknum og gleðinni sem hvert augnablik gefur möguleika til .
Það er alltaf val.
lifðu í lukku en ekki í krukku
Það er búið að vera óvenju heitt haust og það heldur áfram. þetta er skrítinn vetur sem er framundan. Á meðan við heyrum af slæmum veðrum erlendis þá er hér rigning vindur og blíða. Hitinn ætlar að halda áfram að vera nokkuð hár og það er ekki óvinsælt. Mikið vona ég að fólk noti þetta skammdegi sem ætlar að verða samt soldið hlýtt og hafi kósí tíma með sínum nánustu úti við.
Við eigum soldið erfitt með okkur á þessum tíma þegar sólinn og D vítamínið sem fylgir henni fyllir okkur ekki lengur af orku allan sólahringinn. Tökum lýsi og höldum orku okkar uppi, ekki skemmir að taka jafnvel auka D vítamín.
firðirnir verða óvenju snjólausir þennan vetur, og lengi verður hægt að fara upp á hálendi án þess að finna fyrir að það sé kominn vetur.
Eitthvað verður í fréttum að jeppi eða fjallabíll lendir í háska vegna íss sem er að liðast í sundur eða hreinlega ekki nógu frosinn.
Einhver gleðileg frétt kemur varðandi Gamla konu sem annað hvort vinnur lottóvinning eða gerir stærðar afrek sem vekur upp kærleiksorkuna.
Við eigum eftir að fá helling af fréttum frá evrópu varðandi það til dæmis að Grikkir ákveði að gefa skít í evrópusambandi og láta sig hverfa þaðan. stjórninn vill vera inni en það verður hálfgerð bylting.. það sem hefur verið mótmælt í dag er ekkert á móti því sem koma skal. Það logar allt.
Við íslendingar höfum það ósköp gott og á meðan við höldum þessu.."þetta reddast" " ég get allt " og "ég er bestur" viðhorfi þá eru engar hindranir annað en smá lærdóms póstur og egó stoppari.
Við erum búin að taka út hrunið en evrópa er að blæða. Það verða mótmæli í þýskalandi á þinginu. Það eru ekki allir í þýskalandi sáttir við að þýskaland þurfi að bera í auknu mæli birðar fyrir óreiðu annara evrópulanda. Angela Merkel nær að bjarga sér en hennar stöðu verður virkilega hrist upp í.
Við eigum framundan ósköp veðursælan vetur og góðan. Menning blómstrar og við erum alltaf að frétta meira og meira af íslendingum sem eru að spjara sig vel á sviði lista erlendis.
Stundum er erfitt að vera bjartsýn.. og auðvelt er að sökkva sér í þá hugsun að aldrei verði neitt betra, að maður sé endalaust blankur og maður eigi aldrei pening..að þetta og hitt kosti of mikið.
Eigum við ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi og vera bjartsýn :) Það er nokkuð ljóst að það er til fólk í heiminum sem hefur það miklu verr en við og ef okkur langar að vera á einhverjum ákveðnum stað þá er bara að stefna þangað. Það er ekkert of erfitt ef þig langar raunverulega að komast þangað. Veistu hvað þú raunverulega vilt?
Ég hef ekki verið mikið að spá að undanförnu, Það hafa hreinlega aðrir hlutir átt huga minn og Ég hreinlega þurft smá pásu.
Ég lauk þeim áfanga að geta kennt öðrum reiki sem ég vona að ég nái að gera í sem mestu mæli.
Ég var að klára að lesa the secret í gær og er búin að lesa hana með nokkrum hléum. Þessi bók kom vel inn á punkta sem ég svo sem vissi alveg eins og sjálfsagt margir aðrir en gott að fá stafað ofan í mann.
Það eru til milljón afsakanir fyrir því afhverju okkur líður eins og okkur líður eða afhverju við erum í þeirri stöðu sem við erum hver sem hún svo er.. en eins´og ég hef sjálfsagt sagt áður.. þetta er allt okkar eigin ábyrgð. Verum meðvituð um að vera jákvæð, bjartsýn, lausnahugsuð, horfum á hálf fulla glasið í stað þess tóma og virðum rétt annara til að vera þeir sjálfir alveg eins og við viljum að okkar réttur er virtur.
Elskum okkur og njótum okkar deilum með öðrum kærleiknum og gleðinni sem hvert augnablik gefur möguleika til .
Það er alltaf val.
lifðu í lukku en ekki í krukku
Skrifað af Hólmfríður Ásta