27.06.2011 01:28

Sumar sama sem fara út á land og spá :)

Um leið og ég finn sumarið koma þá fæ ég kláða í tærnar og bensíngjöfina að komast út á land.

Seinasta sumar fór ég vestur á kærleiksdaga og á Akureyri enda er norðurlandið mér mjög kært en núna þetta árið eru nokkrir nýjir staðir í deiglunni.

Ég settist inn á kaffihús í eyjum síðustu verslunarmannahelgi og fór að rabba þar við góða konu og sú fræddi mig um að ekki væri mikið um spámiðla eða spákonur í eyjum.

Hvatti hún mig til að koma endilega og vinna. Nú verður úr að ég fer til eyja helgina 8 til 10 júli og verð þar með einkatíma.

Svo setti ég mig í sambandi við Góða konu á Sauðarkróki sem rekur verslunina Töfraglóð og verður úr að ég verð á króknum á hennar vegum og hlakka ég til þess. Orðið soldið langt siðan ég kom á krókinn seinast verð ég að viðurkenna :o)

Ég hugsað að ég verið soldið með annan fótinn fyrir norðan í sumar þar sem ég er að taka Reikimeistaraþjálfunina mína hjá Henni Birgittu Halldórsdóttir og verð á nokkrum námskeiðum með henni.

Það eru nokkrir staðir sem mig langar til að vinna á eins og Skagaströnd og auðvitað fer ég á Akureyri þótt ekki væri til annars en að hitta það góða fólk sem ég þekki þar :0)

Svo var góð frænka mín að bjóða mér að koma vestur á Bolungarvík í júli og aldrei að vita nema ég þyggi það :0) og bjóði upp á einkatíma í heilun og spámiðlun í leiðinni.



Eina sem í raun stoppar mig til að fara á hina og þessa staðina er aðstaðan svo ef þú ert úti á landi og langar til að hýsa mig í einn til tvo daga á meðan ég kem og vinn þá má alltaf skoða það.


Það er í rauninni allt opið og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og við erum opin fyrir tækifærum og tilviljunum sem rekast inn á fjörur okkar.

Ég er að sjá það með hverjum degi að það eru ekki til vandarmál aðeins lausnir.

Og við berum ábyrgð á okkar hamingju sjálf.

lifðu í lukku en ekki í annara manna krukku :0)


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 439
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 484152
Samtals gestir: 69036
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:00:31

Spáspjall