13.05.2011 23:18
Sumarið er komið :o)
Núna síðustu daga hef ég gjörsamlea fundið D vítamínið streyma í kerfið mitt frá sólinni. Stórir regnbogar birtast á himnum og grænkan er farin að sýna sig á jörðu niðri.
Fyrir mér er sumarið tíminn sem ég nota til að fara út á land komast úr borginni og komas nær nátturunni.
Ég hef gert það síðustu ár að fara norður í land á Akureyri og verið þar með einkatíma.
Ég er einstaklega heppinn með það fólk sem ég hef tengst í gegnum tíðina og verð örugglega áfram.
Austurland heillar soldið í sumar enda held ég að það verði einstaklega gott sumar fyrir Austan. Það verður soddan rigning í byrjun júni en ásama tíma mjög heitt og soldið skrítið veður á tímabili, minnir helst á ítalíu. En á móti þá blómgast vel og austfirðir eru sérstaklega að draga mig til sín.
Það verður einstaklega ræktarlegt og góð spretta austur undir fjöllum og satt að segja spái ég repjuræktun og þeirri lífrænu ræktun sem þar fer fram miklum árangri. Við erum soldið að vakna fyrir möguleikanum að sjá um okkur sjálf.
Ég sé alveg fyrir að ákveðnir landshlutar sérhæfi sig í ákveðni ræktun eða matvælum.
Ef við hugsum um það þá eru ákveðnar aðstæður hentugar fyrir ákeðna ræktun og aðrar ekki. Afhverju ekki að skipta með okkur verkum og allir njóta afrakstursins.
Það er voða þægilegt að láta aðra sjá okkur fyrir nauðsynjum en sú jákvæða breyting sem hefur komið með kreppunni að við erum farin að kunna meira að meta eigið framlag.
Við höfum nefnilega öll framlag til samfélagsins, við skiptum öll máli í þessari keðju okkar.
Það er auðvelt að detta í neikvæði en er ekki komið gott af neikvæði.
Við erum öll sigurvegarar við þurfum bara að setja okkur markmið og velja okkur hindranir til að sigrast á.
ísland er eins og phönix brennur niður en rís svo aftur úr öskunni sem nýr ungi sem fær tækifæri til að vaxa og þroskast þangað til hann brennur svo aftur .
Það eru tímabil, þroska skeið hjá landinu okkar eins og fólkinu sem þar býr og sálunum sem í fólkinu býr.
Náttúran þarf á okkur að halda en hún er líka fullfær um að sjá um sín mótmæli sem hún hefur verið dugleg að láta heyra í sér.
Við eigum eftir að heyra af stóru skriðufalli, Hekla fer að láta illa en samt ekki þannig að við þurfum að óttast.
Það verður eitthvað varðandi flugvél eða þyrlu þar sem kemur upp bilun og veður að lennda við skrautlegar aðstæður.
Það er á leiðinni til landsins í sumar merkilegur hópur skemmitfólks sem á eftir að kæta fólk á götum úti.
Eins á eftir að rísa markaður í miðborginni þar sem einyrkjar og listamenn eiga eftir að njóta sín með verk sín. Sköpun frekar en endurvinnsla verður áherslan þar enda eigum við líka kolaportið undir það.
Það er verið að gera breytingar hægt og rólega en varanlegar og góðar breytingar þá serstaklega í kjaramálum og ríkissjóður og litlu bæjarfélöginn úti á landi munu blómstra. Fólk á eftir að byrja að streyma aftur heim sem farið hefur burt.
innan 3 ára verður orðin góð hagsæld á íslandi og eigum við eftir að hvetja aðrar þjóðir til bjartsýni.
Eins kemur hérna hásettur maður frá Indlandi sem á eftir að koma með gott atvinnutækifæri til landsins varðandi útflutning til indlands og einnig einhverskonar framleiðslu samstarf.
tölvur koma þar sterklega inn. Hafnarfjörður á eftir að eiga erfitt næsta árið og næstu árinn. Um leið og reynt er að koma góðum breytingum í gegn er eins og unga fólkið fái ekki vinnu frið fyrir þeim sem eru vanir að geta setið á sínu. Það gerir engum gott að allt sé ávalt rifið niður sem upp er sett.
Jöfnun á milli manna er eitthvað sem á eftir að þróast. við erum að fræðast um hvað við getum gert til að láta okkur líða vel.
við erum farin að pæla meira í vítamínum og hvaða áhrif þau hafa á okkar geðheilsu og líkamlegt form.
Ég hef engar tölur fyrir því en ég er nokk viss að mikil aukning er í því að fólk versli sér D og kalk frauðtöflur ásamt öðrum vítamínum.
mikil vakning er meðal vor en eftir hverja nótt kemur jú nýr dagur :0)