23.12.2010 01:25
Gleðileg jól :)
Finniði fyrir því.. jólinn eru alveg að smella á..
Fyrir mér eru jólinn kjörinn ástæða til að setja upp seriur og ljós til að birta yfir skammdeginu sem fer nú að styttast og birtan fer að ráða á ný. nýtt ár verður nýtt tækifæri og ný byrjun fyrir marga á árinu 2011 en nú er það einstaklingurinn sem fær aukið vald.
Við skulum því ekki bíða eftir að hlutirnir komi til okkar heldur halda ótrauð í átt að framtíðinni með plan hvað við viljum gera og fylgja því eftir. Það eru sigrar og ósigrar í lífinu en mín kenning er sú að við lærum meira af ósigrum okkar en sigrum þar sem þeir ögra okkur og prófa. Árangurinn er einhvern vegin sætari og meira virði þegar við fáum að hafa fyrir því.
alla vega finnst mér alltaf mínar smákökur betri en þær sem ég kaupi út í búð :)
Eigðu
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
takk fyrir innlitið á árinu og vertu velkominn á því næsta < :0)
Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa komið til mín á árinu hvort sem það hefur verið í gegnum netið i svarboxinu,einkatíma niður í kærleikssetri eða einkatíma á Akureyri
vona að leiðsögn mín og heilun hafi gefið ykkur gott veganesti
og þið sem hafði kíkt reglulega inn á síðuna mína verði ykkur að góðu :)
J'ola kveðjur
Hólmfríður Ásta Steinarsdóttir
[email protected]