13.09.2010 20:39
Heimsljós :)
Um helgina var dagur heildrænar heilsu í Mosfellsbæ í lágafellskóla og var þar ótrúlegt úrval af allskonar kynningum á starfsemi sem passar kannski ekki inn í heilbrigðiskerfið en passar inn í heilsuna og vilja okkar til að bæta okkur og betra. Sá margt áhugavert og hefði viljað skoða meira eins og öreinda skanna sem gefur til kynna hvað við höfum ofnæmi fyrir í mat, fá að prófa bowen og láta spá fyrir mér.
Fékk þó að prófa gott te og smá spá með sígunaspilum sem ég hafði ekki séð áður, tók ég með mér nokkuð af bæklingum sem bíða þess að ég skoði nákvæmlega.
Þessa helgi bauð ég upp á Árulestur og leiðsögn, þar að segja kom með þá liti sem ég sá mest áberandi í árunni og lestur á persónu og líkama í kjölfar þess, leiðbeindi í hvaða liti væri gott að taka inn því litir hafa áhrif á salatetrið okkar. Og gaf reiki heilun.
Mér til ánægju virtust allir vera voða sáttir við það sem kom fram og vona ég að það fylgi þeim áfram.
Þegar ég byrjaði aftur að spá og taka í einkatíma á ný fyrir um 3 árum gerði ég þá breytingu að ég byrjaði tímann á því að gefa heilun og vildi ég þá með því gefa fólki aðeins extra, smá saman hefur þetta þróast út í lestur á áru og svo hefur tenginginn styrkst með þessari heilun sem leið fyrir upplýsingar að berast.
Ég er miðill upplýsinga og orku. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir fyrir fólk eða geta í eyðurnar. Ég get einungis komið á framfæri því sem til mín kemur hvort sem það er í myndum eða máli.
En það er samt ánægulegt að fá gott feed back þrátt fyrir vinnuálag sem vissulega var um helgina þá gaf þétta mér ótrúlega mikið að leyfa heiluninni og miðluninni að vera í aðalhlutverki :)
Takk þið sem hjálpuðu og þið sem fenguð að njóta að mér meðtalinni :)
Ég er bara ég