10.09.2010 00:27
Akureyri helgina 24 sept.
En á ný stefni ég norður, er planið að vera helgina 24 til 26 og verður gott að komast aðeins út úr bænum.
Þessi tími september mánuður virðist ætla að líða ansi fljótt sem aldrei fyrr og mikið a ske.
núna um helgina verður til dæmis www.heimsljos.is og verð ég þar með stutta lestra, árulestur og heilun sem sagt gaman.
ég hef verið að skoða soldið hugmyndir um Dýra Tótem og lesa um það.
Spurninginn sem maður veltir líka fyrir sér hvað er Tótem og hvað þá Dýra Tótem.
Ég skil það þannig að þarna sé um að ræða dýr sem veitir okkur innblástur eða stendur fyrir ákveðnum tilfinningum eða einkennum sem við viljum búa yfir okkur til þroska og hagsbóta á ákveðnum tímapunkti. Ég vona að þetta meiki sens því ég svona er að reyna að skilja á sama tíma.
samkvæmt indjánum þá ertu fæddur inn í ákveðið dýr samanber vestrænu stjörnumerkinn og svo getur þú íhugað og þá á dýrið sem vinnur með þér að birtast þér.
Myndinn af dýrinu mínu var fljótt að koma til mín. Það var mér til undrunar fjallaljón eða púma en þegar ég les skýringar þá passar það fullkomlega.
það er gaman að kynna sér mismunandi hugmyndir l
Ég stend oft og mörgu sinnum fram fyrir einni mjög mikilvægari spurningu
Er þetta raunverulega til? mér finnst ég verða fyrir sífelldri ögrun í því að hvað er þessi venjulegi heimur og svo anda heimur. Það að samþykkja að það sé eitthvað þarna hinum megin er náttúrulega stórt skref en .. hinu megin hvar ?