21.04.2010 16:13

Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?

Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?

Ég hugsa það þannig..að þegar ég er með manneskju fyrir framan mig hef ég helling af vísbendingum.

Ég sé klæðnað,hárgreiðslu, hvernig viðkomandi talar. Er viðkomandi með giftingahring?

Útlit gefur ýmsar vísbendingar um ytra líf viðkomandi en ekki endilega um innra.

í gegnum netið hverfa þessar vísbendingar,

Fyrir mér er besta tengingin í gegnum netið að sumu leiti önnur er í gegnum síma og hef ég reynnslu af því þar sem ég var ein af þeim fyrstu sem vann sem spákona/spámiðill í gegnum síma á vegum örlagalínunar árið 2000 var ég þar í ár.

Ég bið emoticon almægtið um hjálp/tengingu  og bið um tengingu við minn leiðbeinanda sem ég bið svo um tengingu við leiðbeinanda viðkomandi.

Og þannig fæ ég upplýsingarnar.

Upplýsingarnar koma í formi vissu,sé myndir.

Ég legg spilin að sjálfsögðu og les úr þeim en svo eru ákveðin gullkorn sem koma með.

Það er nefnilega einföldun að halda að hægt sé að túlka spilin alltaf á sama hátt.

Það er hreint ótrúlegt hversu góð tenging getur náðst í gegnum spjall á netinu.

þú færð tækifæri til að spyrja og ég legg fyrir þig árið eða skoða eitthvað sérstakt málefni.



Ég kem aldrei til með að geta sagt nákvæmlega afhverju þetta virkar eins og það virkar. emoticon

Eina sem ég get með sanni sagt að þetta virkar og ánægja þeirra sem ég hef spáð fyrir er mín sönnun.

Njótum nú dagsins og lífsins því dagurinn í dag er farin á morgun og ekkert sem við getum gert til að breyta honum þá.
 
emoticon
  


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 493015
Samtals gestir: 69779
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:17:32

Spáspjall